
Suðurnesjabær

Rafmagnslaust á öllu Reykjanesi
Rafmagnslaust er á öllu Reykjanesi vegna bilunar á Suðurnesjalínu eitt. Útlit er fyrir að rafmagnslaust verði þar til á milli klukkan 18 og 19.

HS Orka eykur framleiðslugetu á Reykjanesi
HS Orka hefur hafið vinnu við stækkun orkuversins í Svartsengi. Í orkuverinu verður ein framleiðslueining sem mun koma í stað nokkurra eldri véla og búnaðar. Með að nýta gufu sem áður fór í eldri vélar eykst framleiðslugetan og viðhalds- og framleiðslukostnaður lækkar. Þá er gert ráð fyrir því að með stækkuninni verði hægt að ná betri nýtingu úr auðlindinni í Svartsengi í framtíðinni.

Garðvegur lokaður: Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík mjög slæm
Færð um Ásbrú og Innri-Njarðvík er mjög slæm. Garðvegur verður lokaður í einhvern tíma vegna snjómoksturs. Á svæðinu er enn mjög þungfært.

Öllu flugi Icelandair aflýst
Icelandair hefur ákveðið að aflýsa öllum flugferðum sem fara átti í kvöld og í nótt. Um er að ræða ellefu ferðir til Norður-Ameríku, eina til Kaupmannahafnar og eina til Lundúna.

Veðrið orðið vitlaust á Suðurnesjum og ökumenn varaðir við
Veður er orðið vitlaust á Suðurnesjum og færð farin að spillast verulega. Aðalvarðstjóri segir orðið afar blint á mörgum vegum en engum hefur verið lokað enn sem komið er.

Ljósabekkir sveitarfélagsins verða ekki endurnýjaðir
Ljósabekkirnir í Íþróttamiðstöðinni í Garði, sem reknir eru af sveitarfélaginu Suðurnesjabæ, verða ekki endurnýjaðir.

Jólakveðja frá bæjarfulltrúum Framsóknar í Suðurnesjabæ
Jólahátíðin nálgast enn á ný og allt sem henni fylgir. Íbúar og fyrirtæki skreyta hátt og lágt, jólatónlistin ómar, ungum sem öldnum fer að hlakka til að opna pakka og borða góðan mat með fjöldskyldu og vinum.

Svona verður ný álma Keflavíkurflugvallar
Ný álma á Keflavíkurflugvelli verður tekin í notkun í áföngum frá lokum næsta árs. Áætluð verklok eru árið 2024. Isavia spáir því að 2,2 milljónir ferðamanna komi til Íslands á næsta ári.

Reykjanesbraut opnuð tímabundið vegna óveðurs
Hlé hefur verið gert á malbikunarframkvæmdum á Reykjanesbraut vegna veðurs.

Reykjanesbraut lokuð í sólarhring
Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld.

Sterka amman áfram sú sterkasta í heimi: Elsa varði HM-titilinn sinn
Elsa Pálsdóttir varði heimsmeistaratitilinn sinn á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem stendur þessa dagan yfir í St. Johns í Kanada.

Tvö sveitarfélög reka enn ljósabekki
Tvö sveitarfélög reka ljósabekki ef marka má nýjustu talningu Geislavarna ríkisins á ljósabekkjum á landinu. Sérfræðingur segir bekkina geta verið gríðarlega hættulega og áhyggjuefni ef notkun þeirra er að aukast meðal ungs fólks.

Krefjast þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja
Bæjarfulltrúar Bæjarlistans í Suðurnesjabæ hafa krafist þess að sveitarfélagið hætti rekstri ljósabekkja í íþróttamiðstöðinni í Garði. Gjaldskrárliðurinn „Ljósabekkir“ skuli þannig verða tekinn út úr gjaldskrá sveitarfélagsins.

Í bann fyrir rasisma á Ólafsfirði
Ivan Jelic, markvörður Reynis Sandgerði, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann eftir ljót ummæli sem hann lét falla í garð andstæðings í 8-3 tapinu gegn KF í 2. deildinni í fótbolta fyrr í þessum mánuði.

Um Sigurfara, Blátind, Aðalbjörgina og Maríu Júlíu
Um síðustu helgi var haldið áhugavert málþing um tréskipasmíði og bátavarðveislu. Fundarmenn voru sammála um mikilvægi þess að varðveita handverkið í trébátasmíðinni, meðal annars vegna þess að súðbyrðingurinn er komin á heimsminjaskrá UNESCO. Sú staðreynd ein og sér leggur brýna skyldu á stjórnvöld að leggja rækt við hann.

Björguðu manni úr sjónum við Garð
Björgunarsveitin Ægir í Garði fékk í morgun útkall vegna manns sem talið var að væri í sjónum. Björgunarsveitin fann manninn heilan á húfi og var honum komið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja.

Frábær bakfallsspyrna í Garði - myndskeið
Jóhann Þór Arnarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Víði Garði þegar liðið gerði 3-3 jafntefli við KFG í leik liðanna í 3. deild karla í fótbolta í Garði í gær. Sjón er sögu ríkari en myndskeið af markinu má sjá í þessari frétt.

Atvinnuleysi hefur minnkað hratt en er mest á Suðurnesjum
Samkvæmt Hagsjá Hagfræðideildar Landsbankans hefur atvinnuleysi minnkað hraðar en reiknað var með en Hagsjáin vitnar í tölur Vinnumálastofnunar. Ekki séu margar vísbendingar um að atvinnuleysi muni aukast mikið.

Tókst að bjarga Sindra GK í Sandgerðishöfn
Slökkvilið á Suðurnesjum var kallað út eftir að tilkynnt var um að báturinn Sindri GK væri að sökkva í Sandgerðishöfn í gærkvöldi. Tókst þeim að dæla sjó úr bátnum og koma þannig í veg fyrir að báturinn sykki.

Framsókn og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta í Suðurnesjabæ
D-listi Sjálfstæðismanna og óháðra og B-listi Framsóknarflokksins hafa komist að samkomulagi um samstarf í bæjarstjórn Suðurnesjabæjar á komandi kjörtímabili.

Lokatölur úr Suðurnesjabæ: Meirihlutinn fallinn
Framsóknarflokkurinn bætir við sig einum fulltrúa í Suðurnesjabæ og er því kominn í lykilstöðu.

Tómstundir í Suðurnesjabæ eru ekki aukaatriði
Við verðum að tryggja börnum í Suðurnesjabæ auknar tómstundir og íþróttastarf. Börn hefja iðkun tómstunda fyrst og fremst vegna áhuga og félagsskapar.

Oddvitaáskorunin: Gleymdi að borga á veitingastað og fattaði það í bíó
Vísir stendur fyrir Oddvitaáskoruninni 2022 þar sem skorað er á oddvita allra flokka í sveitarfélögum um land allt að taka þátt. Áskorunin felur í sér stutta kynningu og að svara nokkrum léttum spurningum.

Gjaldfrjálsar skólamáltíðir í Suðurnesjabæ
Næring er ein af grunnþörfum mannsins. Vannæring getur haft varanleg neikvæð áhrif á andlegan og líkamlegan þroska barna. Næring er lykilatriði til að allir nemendur ljúki á jafnréttisgrundvelli grunnskólastigi án aðgreiningar og endurgjalds.

Grunaður um fjárdrátt frá tveimur þroskaskertum bræðrum
Starfsmaður á velferðarsviði Suðurnesjabæjar er grunaður um að hafa dregið að sér að minnsta kosti eina og hálfa milljón króna frá tveimur þroskaskertum bræðrum sem búa í sjálfstæðu búsetuúrræði á vegum bæjarins.

Ekki útilokað að þjóðarhöllin rísi utan borgarmarka
Sífellt bætist í þau sveitarfélög sem eru tilbúin að reisa þjóðarhöll fyrir landslið Íslands. Ráðherrar segja Reykjavík vænlegasta staðinn fyrir slíka höll en að leita verði annað ef samningar nást ekki við borgina á næstu dögum.

Þjóðarhöll suður með sjó
Landsleiki í handbolta má spila hvar á landinu sem er. Sömuleiðis körfubolta- og fótboltaleiki. Leikir íslensku handboltalandsliðanna voru nýverið spilaðir á Ásvöllum í Hafnarfirði fyrir framan 1500 áhorfendur.

Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“
Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum.

„Hvernig afhendirðu lík fyrir mistök?“
Börn manns, sem var dæmdur í fjórtán ára fangelsi fyrir að bana móður þeirra og eiginkonu hans, segja lögreglu hafa mistekist að halda utan um fjölskylduna eftir að móðir þeirra lést. Þau hafa sent inn kvörtun til nefndar um eftirlit með lögreglu vegna rannsóknarinnar.

Sigursveinn Bjarni leiðir Samfylkingu og óháða í Suðurnesjabæ
Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Suðurnesjabæ. S-listi Samfylkingar og óháðra var samþykktur samhljóða í gær á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar í Vitanum í Sandgerði.