Ölfus

Fréttamynd

„Tesla er ekki málið til að standa í svona“

Rúmlega níutíu mínútna myndband var spilað við aðalmeðferð Gufunessmálsins svokallaða, sem sýndi ferðir fjögurra sakborninga málsins. Myndbandið sýndi frá aðdraganda þess að brotaþolinn, sem síðar lést, var numinn á brott og allt þar til hann fannst látinn um fimm tímum síðar á göngustíg í Gufunesi. 

Innlent
Fréttamynd

„Hann var hræddur, eigin­lega al­veg skít­hræddur“

Átján ára karlmaður sem ákærður er fyrir peningaþvætti í Gufunesmálinu svokallaða segist hafa verið hræddur þegar þrjár milljónir króna voru lagðar inn á bankareikning hans. Hann sagðist hafa tekið við skipunum og aldrei vitað að um illa fengið fé væri að ræða. Móðir hans segir hann hafa leitað sjálfur til lögreglu enda hafi hann verið skíthræddur.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er fimm­tíu kíló, ég get ekki stoppað hann“

Nítján ára karlmaður sem ákærður er fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í Gufunesmálinu svokallað gerði afar lítið úr sínum þætti úr málinu. Hann sagði meðákærðu mála mun verri mynd af þætti hans en raunin væri. Hann væri einfaldlega ökumaður sem hefði ekki þorað að gera neitt af ótta við að verða sjálfur beittur ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Vön því að hringja í full­orðna karl­menn á fölskum for­sendum

Tvítug kona mætti með grímu, derhúfu og sólgleraugu í Héraðsdóm Suðurlands í morgun og svaraði til saka. Hún er ákærð fyrir hlutdeild í frelsissviptingu og ráni sem leiddi til þess að karlmaður á sjötugsaldri með heilabilun lést af áverkum sínum eftir ofsafengið ofbeldi. Hún segist áður hafa aðstoðað í tálbeituaðgerðum með því að hringja í fullorðna karlmenn og þykjast vera stúlka undir lögaldri.

Innlent
Fréttamynd

Til­gangurinn að ná í „easy money“

Lúkas Geir Ingvarsson, sakborningur í Gufunesmálinu, sagði aldrei hafa staðið til að yfirgefa Þorlákshöfn mánudagskvöldið 10. mars. Hann og Stefán Blackburn, annar sakborningur, hefðu ætlað að kúga fé út úr karlmanni sem hefði talið sig vera að ræða við stúlku undir lögaldri. Þá hefði honum ekki komið til hugar að hann gæti látið lífið þegar þeir skildu hann eftir örmagna og lurkum laminn á nærbuxum einum klæða við Gufunes.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafn­mikið af sér

„Það eina sem gerðist þarna var að þarna hitti maður sem var að fara fremja glæp mann sem var í glæpum,“ sagði Stefán Blackburn í aðalmeðferð Gufunesmálsins svokallaða sem hófst í Héraðsdómi Suðurlands í dag.

Innlent
Fréttamynd

Játa frelsisviptingu og rán en hafna mann­drápi

Tveir karlmenn sem ákærðir eru fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán í mars síðastliðnum játuðu frelssviptingu og rán við upphaf aðalmeðferðar í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Alls eru fimm ákærð og gætu átt yfir sér þunga dóma en lýsingar á ofbeldisverkum í ákæru eru hrottafengnar. Vísir mun fylgjast með því sem fram fer í dómssal.

Innlent
Fréttamynd

Svara til saka eftir tvær vikur

Sakborningar í Gufunesmálinu svokallaða þar sem eldri karlmanni var misþyrmt áður en hann var skilinn eftir á víðavangi munu svara spurningum saksóknara og verjenda eftir tvær vikur. Þá mun komast skýrari mynd á atburðarásina nóttina örlagaríku 11. mars síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“

Lúkas Geir Ingvarsson, einn sakborninga í Gufunesmálinu svokallaða, er sá sem grunaður er um að reyna að fá yngsta sakborninginn í málinu til þess að taka á sig sök og skipta um verjanda. Foreldrar sakborningsins voru beittir þrýstingi um að fá son sinn til að skipta um lögmann. Reynt hefur verið að fæla lögmanninn frá málinu.

Innlent
Fréttamynd

Undir­búa steypu­vinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna

Búið er að hanna nýja Ölfusárbrú að mestu leiti sem er áætlað að verði tekin í notkun haustið 2028. Staðarstjóri framkvæmda segir framkvæmdir við mislæg gatnamót að hefjast sem tengir nýjan veg frá brúnni við Hringveg eitt.

Innlent
Fréttamynd

Mikill kraftur í ís­lensku at­vinnu­lífi

„Það er mikill kraftur í fólki og það er mikill kraftur í fyrirtækjum landsins allan hringinn í kringum landið”, segir framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gott dæmi um það sé sandur, sem er breytt í steinull, sem seld er til Færeyja.

Innlent
Fréttamynd

Um­ferð beint um Þrengslin í dag

Til stendur að malbika veginn frá hringtorgi við Hveragerði að Kömbum frá klukkan níu til fjögur síðdegis í dag. Hellisheiði verður lokað til vesturs á meðan framkvæmdum stendur og umferð verður beint um Þrengslaveg.

Innlent
Fréttamynd

Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum

Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í haug af timburkurli

Brunavarnir Árnessýslu eru við slökkvistörf á athafnasvæði Íslenska Gámafélagsins á Selfossi. Þar kviknaði eldur í stórum haug af timburkurli.

Innlent
Fréttamynd

Spændi upp mosann á krossara

Leiðsögumanni blöskraði þegar hann sá ökumenn krossara bruna um móa við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Kyana og Viktor giftu sig undir berum himni

Bandaríski áhrifavaldurinn Ky­ana Sue Powes, sem er búsettur hér á landi, og Vikt­or Már Snorra­son mat­reiðslumaður létu pússa sig saman við fallega athöfn undir berum himni á Selfossi þann 21. júní síðastliðinn. Kyana birti fallegar myndir frá brúðkaupinu á Instagram.

Lífið
Fréttamynd

Litla kaffi­stofan skellir í lás

Laugardaginn næsta, þann 28. júní, verður dyrum hinnar rómuðu Litlu kaffistofu sem hefur um áratugi þjónað vegbúum þjóðarinnar skellt í lás. Kaffihúsið hefur verið rekið nánast sleitulaust frá árinu 1960.

Innlent
Fréttamynd

Vilja milljarð frá First Water sem hafnar van­efndum

Fjögur fyrirtæki sem störfuðu fyrir landeldisfyrirtækið First Water gera kröfur á félagið upp á ríflega milljarð króna vegna meintra vanefnda. Lögregla hefur verið kölluð til vegna ágreinings milli verktaka og félagsins. First Water vísar ásökunum til föðurhúsanna. Félagið hafi í öllum tilvikum farið að lögum.

Innlent
Fréttamynd

Hrotta­legu of­beldi lýst í á­kæru á hendur Stefáni, Lúkasi og Matthíasi

Þeir Stefán Blackburn, Lúkas Geir Ingvarsson og Matthías Björn Erlingsson hafa verið ákærðir fyrir manndráp í Gufunessmálinu svokallaða. Í ákærunni er hrottalegu ofbeldi mannanna í garð karlmanns á sjötugsaldri lýst. Þeir hafi til að mynda brotið fimm tennur í manninum eftir að hafa numið hann á brott frá heimili hans. 

Innlent
Fréttamynd

Á­kærðir fyrir mann­dráp, frelsis­sviptingu og rán

Ákærur fyrir manndráp, frelsissviptingu og rán á hendur þremur sakborningum í Gufunessmálinu svokallaða voru lagðar fram í þinghaldi í morgun, þar sem farið var yfir áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur þeirra. Ekki þurfti að fara fram á varðhald yfir þeim þriðja, þar sem hann afplánar nú eldri refsingu. Karl og kona eru einnig ákærð í málinu. 

Innlent