Vestmannaeyjar

Ákveðið síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur áætlunarsiglingar á morgun
Ákveðið verður síðar í dag hvort nýr Herjólfur hefur siglingar milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar á morgun eins og stefnt hefur verið að. Framkvæmdastjóri Herjólfs segir einungis fínstillingar eftir varðandi skip og svokallaða ekjubrú í Eyjum.

ÍBV ekki fengið á sig jafn mörg mörk síðan 1998
Eyjakonur hafa aðeins einu sinni fengið á sig fleiri mörk í leik í efstu deild en í gær.

Skoðuðu sögu Þjóðhátíðar í þaula í nýrri heimildarmynd
Eyjapeyjarnir Skapti og Sighvatur hafa unnið að gerð heimildarmyndar um Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum undanfarin fimm ár. Myndin heitir Fólkið í Dalnum og verður frumsýnd í kvöld.

Jeffs og Andri stýra Eyjamönnum út tímabilið
Ian Jeffs og Andri Ólafsson fá það erfiða verkefni að bjarga ÍBV frá falli úr Pepsi Max-deild karla.

Eyjamenn vilja ganga frá ráðningu nýs þjálfara fyrir næsta leik
Ian Jeffs verður áfram í þjálfarateymi ÍBV en ekki er ljóst hvert hlutverk hans verður.

Frosin augnablik og gamlir kunningja
Myndlistarhjónin Hulda Hákon og Jón Óskar taka virkan þátt í goslokaog 100 ára afmælisgleðinni í Eyjum með tveimur sýningum þar sem ægir saman verkum á ýmsum vinnslustigum, ókláruð og fullunnin. Þá á schaefer-tíkin þeirra, Heiða Berlín III, hluta í verkum Jóns.

Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda
Eiginlegur afmælishátíðardagur var í gær og fögnuðu Eyjamenn afmælinu með því að bjóða heimamönnum og gestum upp á tónleika

Erfið reynsla býr til samstöðu
Vestmannaeyjar fagna hundrað ára afmæli kaupstaðarréttinda með veglegum hátíðahöldum. Íris Róbertsdóttir er fyrst kvenna til að gegna stöðu bæjarstjóra í bænum. Hún er fædd í Eyjum og var rúmlega ársgömul í gosinu.

Bæjarhátíðir haldnar um land allt
Nú fer í hönd ein stærsta ferðahelgi ársins en nóg er um að vera víða um land og eitthvað að finna fyrir alla fjölskylduna. Heilar sjö bæjarhátíðir fara fram helgina 6-.7. júlí í ár.

Málaði Heimaklett sundur og saman
Næsta fimmtudag opnar listamaðurinn Tolli einkasýningu á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Hann segir magnað hve Vestmanneyingar tengi mikið við náttúruundrið Heimaklett.

Rafmagnslaust í Vestmannaeyjum
Allt rafmagn í bænum sló út í um klukkustund í kvöld.

Erfið ár eftir brotthvarf Heimis Hallgríms: Þjálfararnir koma og fara í Eyjum
Eyjamenn hafa enn á ný þurft að skipta um þjálfara karlaliðsins síns en knattspyrnuráð ÍBV og Pedro Hipolito komust í gær að samkomulagi um að ljúka samstarfi sínu.

Taldi mann skulda sér bjór, hótaði honum ofbeldi og reyndi að ræna hann
Landsréttur dæmdi í dag karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að ræna mann og hótað honum líkamsmeiðingum vegna meintrar bjórskuldar. Meintur samverkamaður mannsins, sem héraðsdómur dæmdi í sex mánaða fangelsi, var sýknaður í Landsrétti.

Mjaldrarnir mættir á Twitter
Litla Grá og Litla Hvít láta til sín kveða á samfélagsmiðlum.

Stressandi að keyra með hval í skottinu
Hlynur Hilmarsson og Ólafur Þór vöruflutningabílstjórar tókust í fyrradag á við það merkilega verkefni að skutla tveimur hvölum frá Keflavíkurflugvelli til Vestmannaeyja. Dýralæknir segir aðstæður í Eyjum góðar fyrir hvalina.

Einstæð mynd af öðrum mjaldrinum
Mjaldrarnir nú komnir í sóttkví og verða þar næstu tvo mánuði.

Mjaldrasysturnar fá loðnu að éta
Erfiðlega gekk að koma öðrum hvalnum yfir til Vestmannaeyja þar sem hún lagðist á hliðina.

Litla-Grá og Litla-Hvít komnar heim eftir nítján klukkutíma ferðalag
Mjaldrasysturnar Litla-Hvít og Litla-Grár komu heim til Vestmannaeyja með Herjólfi á ellefta tímanum í kvöld. Ferðalagið frá Kína til Vestmannaeyja var langt og strangt, alls um nítján klukkustundir.

Mjaldrarnir komnir til landsins
Sérútbúnir bílar keyra nú með hvalina frá Keflavík til Landeyjahafnar þar sem Herjólfur tekur við keflinu.

Í beinni: Mjaldrarnir fluttir til Heimaeyjar
Reiknað er með því að flugvélin með mjaldrana tvo sem eru á leið til Vestmannaeyja lendi á Keflavíkurflugvelli á allra næstu mínútum.

Nýjustu systur Heimaeyjar byrja í fjögurra vikna einangrun
Mjaldrarnir tveir frá Kína eru væntanlegir síðar í dag á Keflavíkurflugvöll. Áætlað er að flugvélin sem flytur mjaldrana tvo, sem eru systur, lendi á Keflavíkurflugvelli klukkan 14.

Mjaldrarnir lagðir af stað til Íslands
Mjaldrasysturnar Litla-Grá og Litla-Hvít eru lagðar af stað til Íslands flugleiðina frá Kína.

Fjórði Herjólfur til Eyja 60 árum eftir komu þess fyrsta
Fjölmenni var á móttökuhátíð í Vestmannaeyjum í dag þar sem komu nýs Herjólfs var fagnað, 60 árum eftir að fyrsta farþegaferjan með þessu nafni kom til Eyja. Samgönguráðherra segir langþráðum áfanga náð.

Herjólfur loksins afhentur og formlega kominn með nafn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra nefndi formlega nýjan Herjólf og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, flutti ávarp þar sem hann afhenti Vestmannaeyingum hina nýju ferju.

Nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna
Stefnt er að því að nýr Herjólfur hefji áætlunarsiglingar innan tveggja vikna að sögn framkvæmdastjóra rekstrarfélags skipsins. Eyjamenn og gestir þeirra taka formlega á móti nýjum Herjólfi eftir hádegið í dag.

Eyjamenn taka á móti nýjum Herjólfi í dag
Formleg móttökuathöfn fyrir nýjan Herjólf fer fram í Friðarhöfninni í Vestmannaeyjum í dag.

Herjólfur kominn heim til Eyja
Nýr Herjólfur kom til Vestmannaeyja nú undir kvöld eftir rúmlega fimm sólarhringa siglingu frá pólsku hafnarborginni Gdynia.

Svona hljómar Þjóðhátíðarlagið 2019
Nú líður senn að Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum sem eins og endranær fer fram um Verslunarmannahelgi en í ár fer hátíðin fram 2.-4. ágúst.

Félag Guðbjargar hagnast um liðlega milljarð króna
ÍV fjárfestingafélag, sem er í eigu Guðbjargar Matthíasdóttur og fjölskyldu, aðaleigenda Ísfélagsins í Vestmannaeyjum, hagnaðist um ríflega einn milljarð króna á síðasta ári, samkvæmt nýlegum ársreikningi félagsins, og jókst hagnaðurinn um 410 milljónir króna frá fyrra ári.

Herjólfur á heimleið
Nýr Herjólfur er lagður af stað til Vestmannaeyja frá pólsku hafnarborginni Gdynia og við tekur um sex sólarhringa sigling heim til heimahafnar í Heimaey.