
Akureyri

Komið að þolmörkum í fjölda skemmtiferðaskipa
Mikil fjölgun farþega með skemmtiferðaskipum kallar á viðbrögð og aukna stýringu á umferð þeirra. Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands telur að komið sé að þolmörkum með fjöldanum sem er væntanlegur næsta sumar.

Þingmaður Framsóknar bað framkvæmdastjóra N4 að óska eftir styrk
Framkvæmdastjóri hjá N4 á Akureyri segir þingmann Framsóknar hafa óskað sérstaklega eftir því að sjónvarpsstöðin bæði fjárlaganefnd um styrk. Þá sé stöðin sannarlega fjölmiðill, þrátt fyrir að meginþungi framleiðslunnar sé kostað efni. Nefndarmaður í fjárlaganefnd þvertekur fyrir að nefndin hafi misstigið sig í málinu.

Jónatan mun hætta með KA að tímabilinu loknu
Jónatan Þór Magnússon, þjálfari KA í Olís deild karla í handbolta, mun segja starfi sínu lausu þegar tímabilinu lýkur í vor.

Bjóða upp á beint flug milli Akureyrar og Zürich
Svissneska flugfélagið Edelweiss Air mun hefja áætlunarflug til Akureyrar frá Zürich í Sviss yfir sjö vikna tímabil næstkomandi sumar.

„Svona myndi ekki gerast í nokkru öðru lýðræðisríki“
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis leggur til að fjölmiðlar á landsbyggðinni sem framleiða sjónvarpsefni fái hundrað milljónir króna í styrk úr ríkissjóði á næsta ári.

Ók á vegfarenda, hjólreiðamann og hund og fær fjögurra mánaða dóm
Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli karlmanns sem ók í veg fyrir annan bíl og í kjölfarið á gangandi vegfarenda, hjólreiðamann og hund hans. Landsréttur sýknaði manninn af ákæru um að hafa verið óhæfur til að stjórna bílnum vegna áhrifa slævandi lyfja og sagði almannahættu ekki hafa stafað af.

Carsten og Fjóla taka við rekstri Striksins
Hjónin Carsten Tarnow og Fjóla Hermannsdóttir Tarnow hafa formlega tekið við rekstri veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Þau reka einnig Centrum Hotel og Centrum Kitchen & Bar á Akureyri.

Töluverður eldur kviknaði í álþynnuverksmiðju TDK
Engin meiðsl urðu á fólki þegar eldur kviknaði í framleiðslutæki í álþynnuverksmiðju TDK á Krossanesi við Eyjafjörð í dag. Tveir voru þó fluttir til aðhlynningar á sjúkrahús til öryggis vegna mögulegrar reykeitrunar, að sögn slökkviliðs.

Efins um sameiningu Skógræktar og Landgræðslu í eina stofnun
Nýjar höfuðstöðvar Skógræktar- og landgræðslu gætu átt heima á Egilsstöðum, Selfossi, Gunnarsholti eða á Akureyri. Þetta segir skógræktarstjóri, sem situr á Egilsstöðum en Landgræðslustjóri er í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Stofnanirnar verða formlega sameinaðar um áramótin 2023 til 2024.

Krónan opnar sína fyrstu verslun á Akureyri
Krónan opnar í dag nýja verslun að Tryggvabraut 8 á Akureyri. Þetta er fyrsta verslun Krónunnar sem opnar í bænum.

Stefnir í að nóvember kveðji með trompi og 15 stigum fyrir norðan
Óvanalega hlýjum nóvembermánuði mun að öllum líkindum ljúka með trompi en á morgun er spáð að hiti fari upp í 15 stig á Norðurlandi. Þangað til í gær hafði hiti einhvers staðar á landinu náð átta stigum alla daga mánaðarins. Um mánaðamótin kemur síðan í ljós hvort nýtt nóvemberhitamet frá 1956 verður slegið á Akureyri.

Þrjátíu milljónir til verslana í dreifbýli
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur sérstakrar valnefndar sem fela í sér að þrjátíu milljónum króna verði úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.

Norðurljósin dansa á Akureyri
Einstakt sjónarspil mátti sjá á himni yfir Akureyrarbæ í kvöld. Himininn skartaði sínu fegursta þegar norðurljós dönsuðu yfir bænum.

„Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“
Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun á Akureyri
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni, sem sakfelldur var fyrir að hafa staðið að ræktun fjórtán kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms.

Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað
Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju.

Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024
Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum.

Réðst á þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk
Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sparkað fótunum undan manninum með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og axlarbrotnaði.

Sýknaður af kynferðisbroti gegn 14 ára stúlku
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur sýknað karlmann sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn 14 ára stúlku í kjölfar samskipta þeirra á stefnumótaforritinu Tinder. Maðurinn játaði að hafa átt í kynferðislegum samskiptum við stúlkuna en staðhæfði að hann hefði ekki vitað réttan aldur stúlkunnar fyrr en eftir á. Ágreiningur um sönnun í málinu var því afmarkaður við vitneskju mannsins um réttan aldur stúlkunnar.

Oddviti hættir sem bæjarfulltrúi
Gunnar Líndal, oddviti L-listans á Akureyri, hefur sagt af sér sem bæjarfulltrúi. L-listinn hlaut þrjá menn kjörna inn í bæjarstjórn í kosningunum í vor.

Styttum biðlista á Akureyri
Sú staða sem birtist í nýlegri fjárhagsáætlun meirihluta bæjarstjórnar Akureyrarbæjar sýnir helstu áherslur og forgangsmál meirihlutans. Augljóst er að lögbundin hlutverk sveitarfélagsins taka hvað mest af fjármunum, enda höfum við sem samfélag bundið í lög og sammælst um ákveðna grunnþætti og mannréttindi sem við viljum standa vörð um.

Þvottavél og þurrkari til vandræða á Akureyri
Þónokkur mál komu á borð lögreglunnar á Norðurlandi eystra um helgina. Ölvaður unglingur hafði í hótunum við aðra, umferðarslys á Akureyri og hávaðasöm þvottavél voru meðal hluta sem tilkynnt var um.

Karlakór Akureyrar Geysir fagnar 100 ára afmæli sínu í dag
Það stendur mikið til í Hofi á Akureyri í dag því þar verður Karlakór Akureyrar með stórtónleika í tilefni af 100 ára afmæli kórsins. 42 karlar syngja með kórnum, sá yngsti 16 ára og sá elsti er að verða áttræður.

Akureyrarkirkja öðlast nýtt heiti
Sóknarnefnd Akureyrarkirkju samþykkti á fundi sínum í gær að formlegt heiti kirkjunnar yrði Akureyrarkirkja - kirkja Matthíasar Jochumssonar. Nafnabreytingin tók gildi samstundis.

Óviðunandi ástand fyrir Norðlendinga
Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur.

Ekkert plan og reksturinn ósjálfbær
Meirihlutinn á Akureyri kynnti svo vægt sé til orða tekið óábyrga fjárhagsáætlun á opnum fundi í gær. Samkvæmt framtíðarsýn Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og L-lista munu skuldir sveitarfélagsins aukast, hallarekstur verður viðvarandi og á sama tíma er ekki að sjá að ráðast eigi í brýn úrræði fyrir barnafjölskyldur í bænum.

„Pabbi var að lemja mömmu“
Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni.

Barnajólaópera sýnd í skólum á Norðurlandi
Nú þegar styttist óðum í aðventuna þá er sviðslistahópurinn „Hnoðri í norðri“ að æfa nýja barna jólaóperu fyrir öll 6-10 ára börn í grunnskólum á Norðurlandi, sem verður sýnd á aðventunni.

Ákall til bæjarfulltrúa um hófsemi!
Hart er lagt að verkalýðshreyfingunni að gæta hófsemi í launakröfum í yfirstandandi kjaraviðræðum, stefið er að of háar kröfur myndu hleypa verðbólgunni upp. Það gleymist hisvegar að það sem af er ári hafa heimilin sýnt gríðarlegan sveigjanleika til að mæta verðhækkunum á mat, eldsneyti og öðrum aðföngum í skugga stríðs og heimsfaraldurs. Þá er ótalin hækkun stýrivaxta með tilheyrandi áhrifum á lánaafborganir og leigugreiðslur.

Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“
Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð.