Viðskipti Tap Dagsbrúnar 3,2 milljarðar króna Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð verri afkoma en reiknað var með en gert var ráð fyrir 2,8 milljarða króna tapi. Þá tapaði félagið 4.678 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 554 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins þrefölduðust á milli ára. Innlent 29.11.2006 16:50 38.000 skrifa undir starfslokasamning hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford greindi frá því í dag að um 38.000 starfsmenn hafi skrifað undir starfslokasamninga. Þetta jafngildir um helmingi starfsmanna hjá Ford í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 29.11.2006 15:48 Bogi hættir hjá Icelandic Group Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group hf., hefur ákveðið að láta af störfum. Starfslok hans verða um miðjan desember.Bogi hefur gegnt starfinu frá því í júní 2004. Viðskipti innlent 29.11.2006 13:58 Erfitt að stjórna verðbólgu í litlum hagkerfum Það er erfiðara er að hafa stjórn á verðbólgu í litlum hagkerfum líkt og á Íslandi en í stórum hagkerfum. Þetta segir í nýrri vinnuskjali sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag. Viðskipti innlent 29.11.2006 11:37 Ryanair með fjórðungshlut í Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska innanlandsflugfélaginu Aer Lingus og á nú fjórðung í félaginu. Dermont Mannion, forstjóri Aer Lingus, staðfesti þetta í gær. Ryanair vinnur að óvinveittri yfirtöku á flugfélaginu. Viðskipti erlent 29.11.2006 11:08 HB Grandi tapaði 1 milljarði króna Útgerðarfélagið HB Grandi tapaði rúmum einum milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður félagsins á þriðja fjórðunig ársins nam hins vegar rúmum 1,5 milljörðum króna samanborið við 585 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 29.11.2006 10:25 Danir vilja efsta skattþrepið í burt Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:56 Fáir nota netvarpið Niðurstöður nýlegrar könnunar sem bandaríska stofnunin Pew Internet and American Life Project gerði í Bandaríkjunum fyrir nokkru, benda til að þeim fjölgi sem hafa nýtt sér netvarp (e. podcast), en það er hljóð-, mynd- eða myndbandsefni sem hægt er að hala niður af netinu og hlusta og horfa á í spilurum á borð við iPod, sem geta ráðið við stafrænt efni á samþjöppuðu formi. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:55 Botninum náð á fasteignamarkaði Vísbendingar eru um að fasteignamarkaður á höfuðborgarsvæðinu sé að taka við sér á ný með aukinni veltu. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Fitch staðfestir lánshæfi LÍ Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch hefur í kjölfar árvissrar skoðunar staðfest óbreyttar lánshæfimatseinkunnir Landsbankans. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Finna fyrir erlendum áhuga á Icelandair Útboði á hlutafé í eignarhaldsfélagi Icelandair lýkur á mánudag. Starfsmönnum, almenningi og fagfjárfestum býðst að kaupa fyrir tæpa fimm milljarða króna. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Exista undir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Existu hefur verið að lækka að undanförnu. Nú er svo komið að gengið er komið undir 21,5 sem var útboðsgengi við sölu á hlutafé í eigu Kaupþings. Hluturinn stóð í 21 krónu í gær. Helsta sýnilega ástæðan fyrir þessari lækkun er lækkandi virði eignarhlutar Existu í Kaupþingi. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Aðhalds enn þörf að mati OECD Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:55 Galli í skrá Firefox Galli hefur fundist í Firefox-vafranum frá Mozilla sem gerir það að verkum að tölvuþrjótar geta rænt upplýsingum frá þeim netverjum sem nota vafrann. Sama galla er að finna í Internet Explorer frá Microsoft. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:55 Framkvæmdastjórinn er hættur að fara heim klukkan fjögur Á nokkrum mánuðum hafa stjórnendur Fons umbylt rekstri sænsku ferðaskrifstofukeðjunnar Ticket og skilaði félagið nýverið mesta hagnaði í sextán ára sögu þess. Stjórnendur félagsins ætla sér að búa til stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Skandinavíu með Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Minni vöxtur í jólaverslun í ár Gert er ráð fyrir minni vexti í smásöluverslun um jólin en í fyrra og árið á undan. Rannsóknasetur verslunarinnar við háskólann á Bifröst segir um metár að ræða bæði árin á undan en líkur séu á að metið verði ekki slegið nú um jólin. Vöxturinn er sambærilegur og í Svíþjóð. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55 Rafræn skráning innherja Rafræn skránin og umsýsla innherjalista fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands tekur gildi næstkomandi mánudag. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Ná þarf tökum á launamálum Framkvæmdastjóri SA segir með ólíkindum hversu illa gangi að ná stjórn á fjármálum Landspítalans. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55 Minnkandi væntingar Brúnin hefur þyngst á neytendum undanfarnar vikur ef marka má væntingavísitölu Gallup fyrir nóvember. Væntingavísitala Gallup mælist nú 118,6 stig og lækkar úr 136,2 stigum frá því í október. Um 44 prósent neytenda telja efnahagsástandið gott en 17 prósent þeirra telja það hins vegar slæmt. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Átján þúsund í hagnaðarlausa geiranum Vísbendingar eru um að hér nemi velta svonefnds félagshagkerfis um 47 prósentum af landsframleiðslu. Frá þessu er greint í nýju riti, Félagshagkerfið á Íslandi, eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55 Hannes Smárason kaupir í Sparisjóði Hafnarfjarðar Fjárfestingarfélagið Prímus, sem er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, er komið í hóp stofnfjáreigenda í SPH. Hann mun hafa keypt stofnfjárhlutina af SPV sem seldi bréfin vegna fyrirhugaðs samruna við SPH. Við sameiningu sparisjóðanna hefði SPV orðið að færa bréfin á nafnvirði sem hefði rýrt eignarhlutinn allverulega, enda mjög hátt yfirverð á stofnfjárhlutum í SPH. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55 Norska ríkið selur í Storebrand Folketrygdfondet, sjóður í eigu norska ríksins, er ekki lengur stærsti hluthafinn í fjármálafyrirtækinu Storebrand. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:56 Gaman að teika Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55 Styrmir í stjórn SPH/SPV Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka, tekur sæti í nýrri stjórn sameinaðs sparisjóðs SPV og SPH samþykki stofnfjáreigendur samrunatillögur stjórna sparisjóðanna. Önnur framboð, sem hafa borist, eru frá Jóni Þorsteini Jónssyni, núverandi stjórnarformanni SPV, Agli Ágústssyni, framkvæmdastjóra Íslensk-Ameríska, Magnúsi Ármann og Matthíasi Páli Imsland. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Hafa lokið þéttingu nets Vodafone hefur lokið við að fjölga GSM-sendum og þétta kerfi sitt víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðina segir fyrirtækið til komna vegna síaukinnar notkunar í símkerfi fyrirtækisins. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Íslendingarnir hleyptu miklu lífi í félagið Lennart Käll tók við forstjórastarfinu hjá Ticket fyrir þremur og hálfu ári, en hann starfaði áður á fjármálamarkaði. Breytingar þær sem urðu á eignarhaldi og stjórnun félagsins með innkomu Fons styrktu fyrirtækið og hleyptu miklu lífi inn í æðstu stjórn fyrirtæksins. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 Google sagt brjóta á blaðaútgefendum Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:55 Ticket horfir til Danmerkur Stjórnendur Ticket, sænsku ferðaskrifstofukeðjunnar, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, stefna á 45-50 milljarða veltu á þessu ári eftir að félagið yfirtók viðskiptaferðaskrifstofuna MZ Travel Group á dögunum. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:56 HugurAx kaupir Mekkanis HugurAx hefur keypt Mekkanis hugbúnaðarstofu. Eigendur fyrirtækjanna skrifuðu undir samning þess efnis fyrir stuttu og verða félögin sameinuð í framhaldinu. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55 Engan leka takk fyrir Viðskiptatímaritið Economist er frægt fyrir að leggja mikið upp úr því að hafa skemmtilegar fyrirsagnir á greinum sínum. Blaðinu er dreift um heim allan og hefur því efni á að leyfa sér að halda úti sérstöku teymi fyrirsagnasmiða sem sagan segir að geri lítið annað en að upphugsa eitthvað skemmtilegt. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56 « ‹ 99 100 101 102 103 104 105 106 107 … 223 ›
Tap Dagsbrúnar 3,2 milljarðar króna Dagsbrún tapaði 3,2 milljörðum króna á þriðja fjórðungi ársins. Þetta er nokkuð verri afkoma en reiknað var með en gert var ráð fyrir 2,8 milljarða króna tapi. Þá tapaði félagið 4.678 milljónum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 554 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Tekjur félagsins þrefölduðust á milli ára. Innlent 29.11.2006 16:50
38.000 skrifa undir starfslokasamning hjá Ford Bandaríski bílaframleiðandinn Ford greindi frá því í dag að um 38.000 starfsmenn hafi skrifað undir starfslokasamninga. Þetta jafngildir um helmingi starfsmanna hjá Ford í Bandaríkjunum. Viðskipti erlent 29.11.2006 15:48
Bogi hættir hjá Icelandic Group Bogi Nils Bogason, framkvæmdastjóri fjármála hjá Icelandic Group hf., hefur ákveðið að láta af störfum. Starfslok hans verða um miðjan desember.Bogi hefur gegnt starfinu frá því í júní 2004. Viðskipti innlent 29.11.2006 13:58
Erfitt að stjórna verðbólgu í litlum hagkerfum Það er erfiðara er að hafa stjórn á verðbólgu í litlum hagkerfum líkt og á Íslandi en í stórum hagkerfum. Þetta segir í nýrri vinnuskjali sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn birti í dag. Viðskipti innlent 29.11.2006 11:37
Ryanair með fjórðungshlut í Aer Lingus Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair hefur aukið við hlut sinn í írska innanlandsflugfélaginu Aer Lingus og á nú fjórðung í félaginu. Dermont Mannion, forstjóri Aer Lingus, staðfesti þetta í gær. Ryanair vinnur að óvinveittri yfirtöku á flugfélaginu. Viðskipti erlent 29.11.2006 11:08
HB Grandi tapaði 1 milljarði króna Útgerðarfélagið HB Grandi tapaði rúmum einum milljarði króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Hagnaður félagsins á þriðja fjórðunig ársins nam hins vegar rúmum 1,5 milljörðum króna samanborið við 585 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 29.11.2006 10:25
Danir vilja efsta skattþrepið í burt Rannsóknastofnun í Danmörku hefur lagt til í nýrri skýrslu að efsta tekjuskattþrep landsins verði aflagt. Verði það gert megi gera ráð fyrir auknum tekjum í danska ríkiskassann. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:56
Fáir nota netvarpið Niðurstöður nýlegrar könnunar sem bandaríska stofnunin Pew Internet and American Life Project gerði í Bandaríkjunum fyrir nokkru, benda til að þeim fjölgi sem hafa nýtt sér netvarp (e. podcast), en það er hljóð-, mynd- eða myndbandsefni sem hægt er að hala niður af netinu og hlusta og horfa á í spilurum á borð við iPod, sem geta ráðið við stafrænt efni á samþjöppuðu formi. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:55
Botninum náð á fasteignamarkaði Vísbendingar eru um að fasteignamarkaður á höfuðborgarsvæðinu sé að taka við sér á ný með aukinni veltu. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Fitch staðfestir lánshæfi LÍ Lánshæfimatsfyrirtækið Fitch hefur í kjölfar árvissrar skoðunar staðfest óbreyttar lánshæfimatseinkunnir Landsbankans. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Finna fyrir erlendum áhuga á Icelandair Útboði á hlutafé í eignarhaldsfélagi Icelandair lýkur á mánudag. Starfsmönnum, almenningi og fagfjárfestum býðst að kaupa fyrir tæpa fimm milljarða króna. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Exista undir útboðsgengi Gengi hlutabréfa í Existu hefur verið að lækka að undanförnu. Nú er svo komið að gengið er komið undir 21,5 sem var útboðsgengi við sölu á hlutafé í eigu Kaupþings. Hluturinn stóð í 21 krónu í gær. Helsta sýnilega ástæðan fyrir þessari lækkun er lækkandi virði eignarhlutar Existu í Kaupþingi. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Aðhalds enn þörf að mati OECD Í nýútkominni hagspá Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) fyrir aðildarríkin er gert ráð fyrir að efnahagslegt ójafnvægi verði áfram umtalsvert á Íslandi þrátt fyrir að draga muni saman í hagkerfinu á næstu misserum. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:55
Galli í skrá Firefox Galli hefur fundist í Firefox-vafranum frá Mozilla sem gerir það að verkum að tölvuþrjótar geta rænt upplýsingum frá þeim netverjum sem nota vafrann. Sama galla er að finna í Internet Explorer frá Microsoft. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:55
Framkvæmdastjórinn er hættur að fara heim klukkan fjögur Á nokkrum mánuðum hafa stjórnendur Fons umbylt rekstri sænsku ferðaskrifstofukeðjunnar Ticket og skilaði félagið nýverið mesta hagnaði í sextán ára sögu þess. Stjórnendur félagsins ætla sér að búa til stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Skandinavíu með Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Minni vöxtur í jólaverslun í ár Gert er ráð fyrir minni vexti í smásöluverslun um jólin en í fyrra og árið á undan. Rannsóknasetur verslunarinnar við háskólann á Bifröst segir um metár að ræða bæði árin á undan en líkur séu á að metið verði ekki slegið nú um jólin. Vöxturinn er sambærilegur og í Svíþjóð. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55
Rafræn skráning innherja Rafræn skránin og umsýsla innherjalista fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöll Íslands tekur gildi næstkomandi mánudag. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Ná þarf tökum á launamálum Framkvæmdastjóri SA segir með ólíkindum hversu illa gangi að ná stjórn á fjármálum Landspítalans. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55
Minnkandi væntingar Brúnin hefur þyngst á neytendum undanfarnar vikur ef marka má væntingavísitölu Gallup fyrir nóvember. Væntingavísitala Gallup mælist nú 118,6 stig og lækkar úr 136,2 stigum frá því í október. Um 44 prósent neytenda telja efnahagsástandið gott en 17 prósent þeirra telja það hins vegar slæmt. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Átján þúsund í hagnaðarlausa geiranum Vísbendingar eru um að hér nemi velta svonefnds félagshagkerfis um 47 prósentum af landsframleiðslu. Frá þessu er greint í nýju riti, Félagshagkerfið á Íslandi, eftir dr. Ívar Jónsson, prófessor við Háskólann á Bifröst. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55
Hannes Smárason kaupir í Sparisjóði Hafnarfjarðar Fjárfestingarfélagið Prímus, sem er í eigu Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, er komið í hóp stofnfjáreigenda í SPH. Hann mun hafa keypt stofnfjárhlutina af SPV sem seldi bréfin vegna fyrirhugaðs samruna við SPH. Við sameiningu sparisjóðanna hefði SPV orðið að færa bréfin á nafnvirði sem hefði rýrt eignarhlutinn allverulega, enda mjög hátt yfirverð á stofnfjárhlutum í SPH. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55
Norska ríkið selur í Storebrand Folketrygdfondet, sjóður í eigu norska ríksins, er ekki lengur stærsti hluthafinn í fjármálafyrirtækinu Storebrand. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:56
Gaman að teika Þessi pistill er ekki við hæfi barna og gjalda ber varhug við þeim glæfrum sem í honum er lýst. Ég ætla að gera játningu. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55
Styrmir í stjórn SPH/SPV Styrmir Þór Bragason, framkvæmdastjóri MP Fjárfestingarbanka, tekur sæti í nýrri stjórn sameinaðs sparisjóðs SPV og SPH samþykki stofnfjáreigendur samrunatillögur stjórna sparisjóðanna. Önnur framboð, sem hafa borist, eru frá Jóni Þorsteini Jónssyni, núverandi stjórnarformanni SPV, Agli Ágústssyni, framkvæmdastjóra Íslensk-Ameríska, Magnúsi Ármann og Matthíasi Páli Imsland. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Hafa lokið þéttingu nets Vodafone hefur lokið við að fjölga GSM-sendum og þétta kerfi sitt víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Aðgerðina segir fyrirtækið til komna vegna síaukinnar notkunar í símkerfi fyrirtækisins. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Íslendingarnir hleyptu miklu lífi í félagið Lennart Käll tók við forstjórastarfinu hjá Ticket fyrir þremur og hálfu ári, en hann starfaði áður á fjármálamarkaði. Breytingar þær sem urðu á eignarhaldi og stjórnun félagsins með innkomu Fons styrktu fyrirtækið og hleyptu miklu lífi inn í æðstu stjórn fyrirtæksins. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56
Google sagt brjóta á blaðaútgefendum Búist er við að úrskurður liggi fyrir snemma á næsta ári í máli Copiepresse, samtaka frönskumælandi blaðaútgefenda í Belgíu, sem þeir höfðuðu gegn bandaríska netfyrirtækinu Google. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:55
Ticket horfir til Danmerkur Stjórnendur Ticket, sænsku ferðaskrifstofukeðjunnar, sem er að fjórðungshluta í eigu Fons, stefna á 45-50 milljarða veltu á þessu ári eftir að félagið yfirtók viðskiptaferðaskrifstofuna MZ Travel Group á dögunum. Viðskipti erlent 28.11.2006 21:56
HugurAx kaupir Mekkanis HugurAx hefur keypt Mekkanis hugbúnaðarstofu. Eigendur fyrirtækjanna skrifuðu undir samning þess efnis fyrir stuttu og verða félögin sameinuð í framhaldinu. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:55
Engan leka takk fyrir Viðskiptatímaritið Economist er frægt fyrir að leggja mikið upp úr því að hafa skemmtilegar fyrirsagnir á greinum sínum. Blaðinu er dreift um heim allan og hefur því efni á að leyfa sér að halda úti sérstöku teymi fyrirsagnasmiða sem sagan segir að geri lítið annað en að upphugsa eitthvað skemmtilegt. Viðskipti innlent 28.11.2006 21:56