Þingvellir

Fréttamynd

Tíu stofnanir verða að þremur

Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 

Innlent
Fréttamynd

„Það er á­hættu­at­riði að fara hér um á veturna“

Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. 

Innlent
Fréttamynd

Féll í gjá við Öxar­á

Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. 

Innlent
Fréttamynd

Fullveldisbækur afhentar forseta Alþingis

Útgáfu tveggja bóka var fagnað við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær en samið var um útgáfu þeirra árið 2018 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. 

Menning
Fréttamynd

Tíu ferða­manna­staðir verði á­hættu­metnir

Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin.

Innlent
Fréttamynd

Erlendur ferðamaður lést í Almannagjá

Erlendur ferðamaður um sjötugt hneig niður á gangi í Almannagjá á Þingvöllum á laugardag. Bráðaliðar hjá þjóðgarðinum komu fljótt á vettvang, að sögn þjóðgarðsvarðar, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Lögreglan segir málið vera í rannsókn en það sé enginn grunur um neitt saknæmt.

Innlent
Fréttamynd

Þing­vellir fengu fyrsta heiðurs­merki Vörðu

Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum.

Innlent
Fréttamynd

Banna köfun að flakinu í Þing­valla­vatni til að tryggja sönnunar­gögn

Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. 

Innlent
Fréttamynd

Tuttugu og tveir kafarar taka þátt

Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda.

Innlent
Fréttamynd

Kynnti fyrstu fjóra fyrir­myndar­á­fanga­staðina á Íslandi

Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón verða fyrstu áfangastaðirnir til að hefja ferli til að verða svonefndar Vörður. Um er að ræða nýtt verkefni á vegum stjórnvalda sem er ætlað að leggja drög að fyrirmyndaráfangastöðum sem teljast einstakir á lands- og heimsvísu.

Innlent