Þingvellir Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. Innlent 1.2.2023 10:51 „Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Innlent 17.1.2023 19:21 Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. Innlent 16.1.2023 18:27 Synt í kringum einiberjarunn í Þingvallavatni Jólaball Sportkafarafélags Íslands var haldið í morgun í blíðskaparveðri ofan í Þingvallavatni. Ballið er haldið í byrjun desember ár hvert og tóku tugir kafara þátt í þetta sinn. Innlent 10.12.2022 22:01 Fullveldisbækur afhentar forseta Alþingis Útgáfu tveggja bóka var fagnað við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær en samið var um útgáfu þeirra árið 2018 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. Menning 1.12.2022 17:06 Þungar áhyggjur af ástandi bleikjunnar í Þingvallavatni Þingvallavatn er einstakt á heimsvísu, veiðimenn tala um vatnið sem draumaveröld stangveiðimannsins; vatnið er án hliðstæðu – slíkur er fjölbreytileikinn. Innlent 24.11.2022 08:00 Fyrst fór murtan og þá er urriðinn væntanlega á förum líka Bjarni Brynjólfsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er þaulvanur stangveiðimaður til fjölmargra ára og áratuga. Hann telur að brátt geti orðið um ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Innlent 18.11.2022 15:03 Tók saman kort með andlátum ferðamanna á Íslandi undanfarin ár Kristján Hlynur Ingólfsson hefur undanfarin tvö ár tekið saman upplýsingar um dauðsföll ferðamanna á Íslandi og er núna búinn að búa til kortasjá sem sýnir hvar á landinu ferðamenn hafa dáið. Hann segir þrjá staði á Suður- og Suðvesturlandi vera stærstu álagssvæðin. Innlent 18.7.2022 15:40 Tíu ferðamannastaðir verði áhættumetnir Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin. Innlent 8.7.2022 13:01 Erlendur ferðamaður lést í Almannagjá Erlendur ferðamaður um sjötugt hneig niður á gangi í Almannagjá á Þingvöllum á laugardag. Bráðaliðar hjá þjóðgarðinum komu fljótt á vettvang, að sögn þjóðgarðsvarðar, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Lögreglan segir málið vera í rannsókn en það sé enginn grunur um neitt saknæmt. Innlent 4.7.2022 17:06 Þingvellir fengu fyrsta heiðursmerki Vörðu Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum. Innlent 23.6.2022 08:49 Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Þingvallavatn er vel sótt af veiðimönnum yfir sumarið en besti tíminn hefur yfirleitt verið frá maílokum og inn í júlí. Veiði 23.5.2022 09:34 Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau. Innlent 23.4.2022 13:00 Urriðinn mættur við Kárastaði Kárastaðir við Þingvallavatn er oft á tíðum ansi magnað svæði og á góðum degi má gera frábæra veiði þarna. Veiði 7.4.2022 11:17 Samið um smíði þjóðargjafar vegna afmælis fullveldisins Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður nú síðdegis. Áætlað er smíðin kosti um 4,7 milljarða króna og á skipið að vera tilbúið haustið 2024, eftir 30 mánuði. Innlent 31.3.2022 22:22 Banna köfun að flakinu í Þingvallavatni til að tryggja sönnunargögn Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. Innlent 1.3.2022 16:32 Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. Innlent 15.2.2022 16:39 Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. Innlent 15.2.2022 13:58 Allir hinir látnu fundnir: Sóttu líkin með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku. Innlent 10.2.2022 17:48 Tuttugu og tveir kafarar taka þátt Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. Innlent 9.2.2022 19:08 Krefjandi útkall í hörkufrosti á Þingvöllum Fjölmennt lið björgunarssveita á Suðurlandi kom manni til aðstoðar sem slasaðist á fæti er hann féll við klifur nálægt Öxará á Þingvöllum. Aðstæður til björgunar voru krefjandi. Innlent 4.1.2022 22:32 Flott kvöldveiði við Þingvallavatn Það er óhætt að segja að sumarið sé mætt af fullum krafti og það hefur heldur betur ræst úr vatnaveiðinni við hlýindin. Veiði 29.6.2021 12:16 Stúlkurnar voru í uppblásinni sundlaug á Þingvallavatni Stúlkurnar þrjár sem bjargað var úr Þingvallavatni að morgni föstudagsins 18. júní voru í uppblásinni sundlaug á vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi en áður hafði komið fram að um uppblásin bát væri að ræða. Innlent 22.6.2021 14:57 Hrútur olli miklum skemmdum á Þingvöllum Mannýgur hrútur olli miklu tjóni á Þingvöllum í vikunni þegar hann stangaði rúðu á gestastofunni á Þingvöllum. Morgunblaðið greindi frá atvikinu í morgun. Innlent 19.6.2021 13:29 Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er. Innlent 18.6.2021 12:05 Mikill viðbúnaður við Þingvallavatn vegna þriggja stúlkna í neyð Mikill viðbúnaður var upp úr klukkan sjö í morgun eftir að tilkynning barst Neyðarlínu um þrjár stúlkur í vandræðum á bát í Þingvallavatni. Innlent 18.6.2021 08:21 Taka við veitinga- og verslunarrekstri á Þingvöllum Icewear hefur tekið við veitinga- og verslunarrekstri Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjónustumiðstöðinni á Leirum og einnig Gestastofu sem er staðsett rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá. Viðskipti innlent 16.6.2021 11:42 Kynnti fyrstu fjóra fyrirmyndaráfangastaðina á Íslandi Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón verða fyrstu áfangastaðirnir til að hefja ferli til að verða svonefndar Vörður. Um er að ræða nýtt verkefni á vegum stjórnvalda sem er ætlað að leggja drög að fyrirmyndaráfangastöðum sem teljast einstakir á lands- og heimsvísu. Innlent 21.4.2021 16:24 Bannað að leigja út bústaði í Þingvallaþjóðgarði í gegnum Airbnb Þingvallanefnd hefur ákveðið að bannað verði að leigja út sumarbústaði sem eru í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum í gegnum Airbnb eða aðrar sambærilegar leigur. Nefndin samþykkti að slíkt ákvæði færi inn í lóðaleigusamninga á fundi í desember. Ákvæðið gildir til næstu tíu ára. Innlent 21.1.2021 06:59 Umhugsunarvert að nægt fjármagn til Þingvalla sé ekki tryggt í fjárlögum Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Innlent 12.10.2020 22:09 « ‹ 1 2 3 4 5 … 5 ›
Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. Innlent 1.2.2023 10:51
„Það er áhættuatriði að fara hér um á veturna“ Betur fór en á horfðist þegar kona lenti í lífsháska er hún féll ofan í gjá við Öxará á Þingvöllum á sunnudag. Konan fór á bólakaf í ískalt vatnið en um átján gráðu frost var á svæðinu. Þjóðgarðsvörður segir ljóst að mun verr hefði getað farið en aðeins er tæpt ár frá því að ungt barn féll ofan í sprungu á svipuðum stað. Innlent 17.1.2023 19:21
Féll í gjá við Öxará Gestur þjóðgarðsins á Þingvöllum lenti í lífsháska eftir að hann féll ofan í vatnsgjá við Öxará í gær. Gesturinn fór á bólakaf í vatnið en samferðamaður hans og annar gestur þjóðgarðsins komu honum til bjargar. Innlent 16.1.2023 18:27
Synt í kringum einiberjarunn í Þingvallavatni Jólaball Sportkafarafélags Íslands var haldið í morgun í blíðskaparveðri ofan í Þingvallavatni. Ballið er haldið í byrjun desember ár hvert og tóku tugir kafara þátt í þetta sinn. Innlent 10.12.2022 22:01
Fullveldisbækur afhentar forseta Alþingis Útgáfu tveggja bóka var fagnað við hátíðlega athöfn í Skála Alþingis í gær en samið var um útgáfu þeirra árið 2018 í tilefni 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Um er að ræða samstarfsverkefni Alþingis og Hins íslenska bókmenntafélags. Menning 1.12.2022 17:06
Þungar áhyggjur af ástandi bleikjunnar í Þingvallavatni Þingvallavatn er einstakt á heimsvísu, veiðimenn tala um vatnið sem draumaveröld stangveiðimannsins; vatnið er án hliðstæðu – slíkur er fjölbreytileikinn. Innlent 24.11.2022 08:00
Fyrst fór murtan og þá er urriðinn væntanlega á förum líka Bjarni Brynjólfsson, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg og fyrrverandi upplýsingafulltrúi, er þaulvanur stangveiðimaður til fjölmargra ára og áratuga. Hann telur að brátt geti orðið um ísaldarurriðann í Þingvallavatni. Innlent 18.11.2022 15:03
Tók saman kort með andlátum ferðamanna á Íslandi undanfarin ár Kristján Hlynur Ingólfsson hefur undanfarin tvö ár tekið saman upplýsingar um dauðsföll ferðamanna á Íslandi og er núna búinn að búa til kortasjá sem sýnir hvar á landinu ferðamenn hafa dáið. Hann segir þrjá staði á Suður- og Suðvesturlandi vera stærstu álagssvæðin. Innlent 18.7.2022 15:40
Tíu ferðamannastaðir verði áhættumetnir Verkefnastjórn um öryggismál stjórnvalda og ferðaþjónustu aðila hefur óskað eftir því Fimmvörðuháls, Laugavegur, Þingvellir, Stuðlagil, Reynisfjara, Sólheimasandur, Sólheimajökull, Hvannadalshnjúkur, Reykjadalur og Djúpalónssandur verði öll áhættumetin fyrir ferðamenn. Einnig þurfi að útbúa viðbragðsáætlanir fyrir svæðin. Innlent 8.7.2022 13:01
Erlendur ferðamaður lést í Almannagjá Erlendur ferðamaður um sjötugt hneig niður á gangi í Almannagjá á Þingvöllum á laugardag. Bráðaliðar hjá þjóðgarðinum komu fljótt á vettvang, að sögn þjóðgarðsvarðar, en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Lögreglan segir málið vera í rannsókn en það sé enginn grunur um neitt saknæmt. Innlent 4.7.2022 17:06
Þingvellir fengu fyrsta heiðursmerki Vörðu Þingvellir voru í gær viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi, en um er að ræða viðurkenning merkisstaða á Íslandi sem teljast einstakir á lands- og/eða heimsvísu. Með Vörðu skuldbindur umsjónaraðili áfangastaðar ferðamanna sig til að vera til fyrirmyndar við stjórnun og umsjón hans og að við áframhaldandi þróun sé sífellt unnið að sjálfbærni á öllum sviðum. Innlent 23.6.2022 08:49
Bleikjan mætt í þjóðgarðinn Þingvallavatn er vel sótt af veiðimönnum yfir sumarið en besti tíminn hefur yfirleitt verið frá maílokum og inn í júlí. Veiði 23.5.2022 09:34
Hafa ákveðnar vísbendingar um tildrög slyssins Flak flugvélarinnar TF-ABB var híft upp úr Þingvallavatni í gærkvöldi. Nú tekur við viðamikil rannsókn á tildrögum slyssins og er vonast til að búnaður úr vélinni geti varpað ljósi á þau. Innlent 23.4.2022 13:00
Urriðinn mættur við Kárastaði Kárastaðir við Þingvallavatn er oft á tíðum ansi magnað svæði og á góðum degi má gera frábæra veiði þarna. Veiði 7.4.2022 11:17
Samið um smíði þjóðargjafar vegna afmælis fullveldisins Samningur um smíði nýs hafrannsóknaskips var undirritaður nú síðdegis. Áætlað er smíðin kosti um 4,7 milljarða króna og á skipið að vera tilbúið haustið 2024, eftir 30 mánuði. Innlent 31.3.2022 22:22
Banna köfun að flakinu í Þingvallavatni til að tryggja sönnunargögn Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. Innlent 1.3.2022 16:32
Bjargaði konu í blindbyl í gær og stráknum í sprungunni í dag Hreinn Heiðar Jóhannsson, gröfumaður og björgunarsveitarmaður, brást skjótt við þegar hann heyrði konu á Þingvöllum kalla eftir hjálp. Strákur á leikskólaldri hafði fallið ofan í sprungu. Innlent 15.2.2022 16:39
Barnið komið upp úr sprungunni og aðgerðir afturkallaðar Betur fór en á horfðist þegar barn féll í sprungu nærri Hakinu, þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum, á öðrum tímanum í dag. Fjölmennt lið björgunarsveitarfólks var kallað út og þyrla Gæslunnar ræst út. Innlent 15.2.2022 13:58
Allir hinir látnu fundnir: Sóttu líkin með kafbáti vegna erfiðra aðstæðna Aðstæður til köfunar í Þingvallavatni þóttu of erfiðar köfurum í dag vegna mikils kulda og ísmyndunar á Þingvallavatni. Því var smákafbátur með myndavélabúnaði og griparm notaður til að sækja lík þeirra sem létust í flugslysinu í síðustu viku. Innlent 10.2.2022 17:48
Tuttugu og tveir kafarar taka þátt Ríflega tuttugu kafarar koma að því að ná þeim sem fórust með flugvélinni í Þingvallavatni og flugvélinni sjálfri upp á yfirborðið. Aðgerðin sem hefst í fyrramáli er mjög flókin þar sem kafarar geta ekki athafnað sig nema í örfáar mínútur á svo miklu dýpi og kulda. Innlent 9.2.2022 19:08
Krefjandi útkall í hörkufrosti á Þingvöllum Fjölmennt lið björgunarssveita á Suðurlandi kom manni til aðstoðar sem slasaðist á fæti er hann féll við klifur nálægt Öxará á Þingvöllum. Aðstæður til björgunar voru krefjandi. Innlent 4.1.2022 22:32
Flott kvöldveiði við Þingvallavatn Það er óhætt að segja að sumarið sé mætt af fullum krafti og það hefur heldur betur ræst úr vatnaveiðinni við hlýindin. Veiði 29.6.2021 12:16
Stúlkurnar voru í uppblásinni sundlaug á Þingvallavatni Stúlkurnar þrjár sem bjargað var úr Þingvallavatni að morgni föstudagsins 18. júní voru í uppblásinni sundlaug á vatninu. Þetta kemur fram í tilkynningu Lögreglunnar á Suðurlandi en áður hafði komið fram að um uppblásin bát væri að ræða. Innlent 22.6.2021 14:57
Hrútur olli miklum skemmdum á Þingvöllum Mannýgur hrútur olli miklu tjóni á Þingvöllum í vikunni þegar hann stangaði rúðu á gestastofunni á Þingvöllum. Morgunblaðið greindi frá atvikinu í morgun. Innlent 19.6.2021 13:29
Þjóðgarðsvörður segir stúlkurnar heppnar að vera enn á lífi Stúlkurnar þrjár sem komust í hann krappann á uppblásnum báti á Þingvallavatni snemma í morgun eru heppnar að vera enn á lífi, segir þjóðgarðsvörður. Þingvallavatn sé stórhættulegt og það beri að varast á hvaða árstíma sem er. Innlent 18.6.2021 12:05
Mikill viðbúnaður við Þingvallavatn vegna þriggja stúlkna í neyð Mikill viðbúnaður var upp úr klukkan sjö í morgun eftir að tilkynning barst Neyðarlínu um þrjár stúlkur í vandræðum á bát í Þingvallavatni. Innlent 18.6.2021 08:21
Taka við veitinga- og verslunarrekstri á Þingvöllum Icewear hefur tekið við veitinga- og verslunarrekstri Þjóðgarðsins á Þingvöllum, Þjónustumiðstöðinni á Leirum og einnig Gestastofu sem er staðsett rétt við útsýnisskífuna á Hakinu, þar sem gengið er niður í Almannagjá. Viðskipti innlent 16.6.2021 11:42
Kynnti fyrstu fjóra fyrirmyndaráfangastaðina á Íslandi Gullfoss, Geysir, Þingvallaþjóðgarður og Jökulsárlón verða fyrstu áfangastaðirnir til að hefja ferli til að verða svonefndar Vörður. Um er að ræða nýtt verkefni á vegum stjórnvalda sem er ætlað að leggja drög að fyrirmyndaráfangastöðum sem teljast einstakir á lands- og heimsvísu. Innlent 21.4.2021 16:24
Bannað að leigja út bústaði í Þingvallaþjóðgarði í gegnum Airbnb Þingvallanefnd hefur ákveðið að bannað verði að leigja út sumarbústaði sem eru í landi þjóðgarðsins á Þingvöllum í gegnum Airbnb eða aðrar sambærilegar leigur. Nefndin samþykkti að slíkt ákvæði færi inn í lóðaleigusamninga á fundi í desember. Ákvæðið gildir til næstu tíu ára. Innlent 21.1.2021 06:59
Umhugsunarvert að nægt fjármagn til Þingvalla sé ekki tryggt í fjárlögum Landvarðafélagið harmar ákvörðun Þjóðgarðsins á Þingvöllum að segja upp öllum starfandi landvörðum hjá þjóðgarðinum. Innlent 12.10.2020 22:09