Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Grindavík gerir Liverpool freistandi tilboð

Vonir standa til þess að hægt verði að hefja keppni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta að nýju þann 12. júní, eftir langt hlé vegna kórónuveirufaraldursins. Grindvíkingar hafa boðið Liverpool aðstoð við undirbúninginn.

Enski boltinn
Fréttamynd

Rembingskoss þvert á öll tilmæli

Það tókst ekki öllum í dag að fara eftir þeim mörgu tilmælum sem leikmönnum í þýska fótboltanum er uppálagt að fara eftir í leikjum, nú þegar þeir eru byrjaðir að spila aftur eftir kórónuveiruhléið.

Fótbolti
Fréttamynd

Keppni í tennis frestað fram á haust

Öllum stærstu mótaröðunum í tennis hefur verið frestað þangað til í ágúst hið minnsta. Ekkert atvinnumannamót hefur farið fram síðan í byrjun marsmánaðar.

Sport
Fréttamynd

Tími fyrir fisk

Nú er lag. Tækifæri til markaðssetningar á hvítum fiski hafa sjaldan blasað eins vel við en í kjölfar Covid – 19 hefur komið í ljós hversu viðkvæmur hvítfiskmarkaðurinn er víða.

Skoðun
Fréttamynd

Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum

Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum.

Erlent
Fréttamynd

Keflvíkingar grilluðu fyrir framlínufólk

„Það er gaman að geta gert eitthvað svona fyrir framlínufólkið okkar,“ segir Kristján Helgi Jóhannsson, stjórnarmaður í körfuknattleiksdeild Keflavíkur, en deildin bauð heilbrigðisstarfsfólki upp á grillaða hamborgara til að sýna þakklæti fyrir störf þess á tímum kórónuveirufaraldursins.

Körfubolti
Fréttamynd

Samið við Icelandair um lágmarksflugsamgöngur í sumar

Til greina kemur að bæta flugferðum til Kaupmannahafnar og New York við ferðir til Boston, London og Stokkhólms með nýjum samningi sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur gert við Icelandair. Samningurinn er sagður tryggja lágmarksflugferðir til Evrópu og Bandaríkjanna fram undir lok júní.

Innlent