Valur

Fréttamynd

„Við munum mæta mjög orkumiklir“

Aron Dagur Pálsson segir að Valsmenn mæti dýrvitlausir til leiks í kvöld í hálfgerðan úrslitaleik á Hlíðarenda gegn franska liðinu PAUC, í baráttunni um sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta.

Handbolti
Fréttamynd

„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda.

Körfubolti
Fréttamynd

Stefnir í að Donni verði með gegn Val annað kvöld

Donni, Kristján Örn Kristjánsson, verður að öllum líkindum með franska liðinu PAUC þegar það heimsækir Val í Evrópudeildinni í handbolta annað kvöld. Stutt er síðan Donni fékk leyfi frá störfum þar sem hann glímdi við kulnun.

Handbolti
Fréttamynd

Kristófer: Sýndum svægi í seinni hálfleik

Kristófer Acox, fyrirliði Vals, leiddi sína menn til sigurs á gömlu félögum sínum með stórleik þegar Valur vann KR 90-71 í 17. umferð Subway deildarinnar í körfuknattleik karla. Kappinn skilaði af sér 24 stigum og átta fráköstum og samtals 34 framlagspunktum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta eru fáránleg forréttindi“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, var eðlilega stoltur af sínu liði eftir öruggan sex marka sigur gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Með sigrinum lyftu Valsmenn sér upp í þriðja sæti B-riðils og eiga enn góðan möguleika á sæti í 16-liða úrslitum.

Handbolti
Fréttamynd

„Það eru skrambi margar dósir, Gaupi“

Það er í mörg horn að líta hjá Valsmönnum fyrir leikinn mikilvæga gegn Benidorm í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld. Guðjón Guðmundsson kíkti á Hlíðarenda og fylgdist með undirbúningnum.

Handbolti
Fréttamynd

Andri Rúnar til Vals

Andri Rúnar Bjarnason er genginn í raðir Vals. Hann skrifaði undir eins árs samning við félagið með möguleika á árs framlengingu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Mikilvægið er eins og þú sért í úrslitaleik“

Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, segir að leikurinn gegn Benidorm í kvöld sé úrslitaleikur fyrir liðið í baráttunni um að komast í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar. Hann hefur gaman að því að greina óhefðbundinn leikstíl Spánverjanna.

Handbolti
Fréttamynd

Björgvin brunaði á bráðamóttökuna: „Sé bara ofan í höndina á mér“

Björgvin Páll Gústavsson var illa útleikinn eftir sigur Vals á KA í Olís-deild karla í gærkvöld og þurfti að sauma fingrakjúku hans saman á sjúkrahúsi. Það kom sér vel að leiknum var flýtt, líkt og Björgvin hafði kallað eftir fyrr um daginn, þar sem hann gat brunað á bráðamóttökuna í Fossvogi eftir flug Valsmanna suður.

Handbolti