
Valur

Valgeir Lunddal orðaður við Strömsgödet
Norska félagið Strømsgodset er nýbúið að festa kaup á Valdimar Þór Ingimundarsyni og stefna á að næla í annan íslenskan leikmann. Það ku vera Valgeir Lunddal Friðriksson, vinstri bakvörður Vals.

Sjáðu mörkin sem komu Val á toppinn og fjörið í nýliðaslagnum
Sjö mörk voru skoruð í leikjunum tveimur í Pepsi Max-deild kvenna í gærkvöldi. Valur sigraði Stjörnuna og nýliðarnir, Þróttur og FH, gerðu jafntefli.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Víkingur 2-0 | Ekkert fær stöðvað Valsmenn
Valsmenn hafa fagnað saman sumarlangt, eins og þeir sungu saman í klefanum að hætti Eyjamanna í kvöld eftir 2-0 sigur á Víkingi í Pepsi Max-deildinni.

Gunnhildur: Sem betur fer þá er hún í marki
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir mætti unnustu sinni á fótboltavellinum í dag þegar Valur og Stjarnan áttust við í Pepsi Max deild kvenna.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Valur 0-3 | Þægilegur Vals sigur á Samsung
Valur trónir á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir öruggan sigur í Garðabæ.

Snorri Steinn: Eflaust góður sjónvarpsleikur
Þjálfari Vals var mun ánægðari með frammistöðu sinna manna í seinni hálfleiknum gegn FH en í þeim fyrri.

Umfjöllun og viðtöl: FH - Valur 30-33 | Valsarar sóttu sigur í Kaplakrika
Valur hafði betur gegn FH, 30-33, í stórleik 1. umferðar Olís-deild karla í Kaplakrika í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Haukar 31-23 | Öruggt hjá Val
Valur byrjar Olís deild kvenna af krafti.

Kristófer Acox rýfur þögnina um félagaskiptin
Kristófer Acox segir að breytingarnar, að skipta KR út fyrir Val, hafi verið nauðsynlegar því hann hafi vitað að hann yrði ekki ánægður í Vesturbænum yrði hann þar áfram.

Kristófer genginn í raðir Vals
Kristófer Acox hefur skrifað undir samning við Val.

Spáin fyrir Olís-deild kvenna 2020-21: Fleiri lið en bara Fram og Valur í titilbaráttunni (1.-3. sæti)
Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild kvenna og nú er komið að liðunum sem munu berjast um deildarmeistaratitilinn.

Umfjöllun: Valur - HK 2-1 | Valsmenn í undanúrslit eftir framlengingu
Valsmenn urðu í kvöld fjórða og síðasta liðið til að komast í undanúrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta með 2-1 sigri á HK í framlengdum leik.

Sjáðu markið mikilvæga hjá Val á Selfossi og markaregnið úr 9. umferðinni
Heil umferð fór fram í Pepsi Max deild kvenna í gærkvöldi. Valur og Breiðablik halda áfram að vinna sína leiki og það er að færast rosalegt líf í fallbaráttuna.

Spáin fyrir Olís-deild karla 2020-21: Leggja allt undir til að vinna þann stóra (1.-3. sæti)
Vísir spáir fyrir um gengi liðanna í Olís-deild karla og nú er komið að liðunum sem munu berjast um deildarmeistaratitilinn.

Slæmar fréttir fyrir Val
Ragnheiður Sveinsdóttir verður á meiðslalistanum næstu mánuðina. Handbolti.is greinir frá þessu.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-2 | Hlín kom Val til bjargar í blálokin
Selfoss sló Íslandsmeistara Val út úr bikarnum í síðustu viku en Valskonur unnu nauman sigur, 2-1, í háspennuleik þegar liðin mættust í Pepsi Max-deildinni í dag.

„Vanvirðing við leikinn að láta Dóru Maríu ekki spila alltaf“
Miðjumenn Vals voru til umræðu í Pepsi Max mörkum kvenna í gær. Kristín Ýr Bjarnadóttir skilur ekki af hverju Dóra María Lárusdóttir fær ekki að spila meira.

Fram og Val spáð sigri í Olís deildunum
Framkonur og Valskarlar verða Íslandsmeistarar í handbolta næsta vor ef marka má spá fyrirliða, forráðamanna og þjálfara liðanna í deildinni.

Arna skoraði án þess að koma inn á völlinn samkvæmt skýrslu dómarans
Valsarinn Arna Eiríksdóttir kann greinilega ýmislegt fyrir sér þar á meðal að skora mark í Pepsi Max deild kvenna frá varamannabekknum.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 24-26 | ÍBV hafði betur á Hlíðarenda
Bikarmeistarar ÍBV höfðu betur gegn deildarmeisturum Vals í Meistarakeppni HSÍ.

Umfjöllun og viðtöl: Valur 4-0 ÍBV | Sannfærandi hjá Íslandsmeisturunum
Valur vann sannfærandi sigur á ÍBV á Hlíðarenda, 4-0, og er á toppi Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta.

Valsmenn segja þvælu að þeir tali við samningsbundna leikmenn
Körfuknattleiksdeild Vals gagnrýnir frétt Körfunnar harkalega í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í dag.

Valur gæti fengið enn eina stjörnuna úr KR
Orðrómar þess efnis að Kristófer Acox, leikmaður KR í Domino´s-deild karla í körfubolta, sé á leið í Val verða háværari með hverjum deginum.

Knattspyrnufélagið Valur fékk langstærsta styrkinn frá ÍSÍ
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf íþróttahreyfingu landsins 150 milljónir í dag til viðbótar við þær 300 sem voru greiddar út fyrr í sumar. Þetta kom fram í tilkynningu sem ÍSÍ gaf út í dag og Vísir greindi frá.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 1-0 | Mikil dramatík er bikarmeistararnir komust í undanúrslit
Bikarmeistarar Selfoss eru komnir í undanúrslit Mjólkurbikars kvenna eftir 1-0 sigur á Íslandsmeisturum Vals.

Stjarnan fær margfaldan Íslandsmeistara frá Val
Málfríður Erna Sigurðardóttir er gengin í raðir Stjörnunnar frá Val og mun klára tímabilið í Garðabænum.

Atli bestur og Valdimar í liði umferðarinnar í sjötta sinn
KR-ingurinn Atli Sigurjónsson var besti leikmaður helgarinnar í Pepsi Max-deild karla í fótbolta að mati sérfræðinga Pepsi Max-stúkunnar sem gerðu upp leikina í 15. umferð í gærkvöld.

Afturelding mætir gamla liðinu hans Gintaras
Karlalið Aftureldingar mætir liði frá Litháen í Evrópubikarnum en kvennalið Vals fer til Spánar.

Elín Metta fékk ekki bæði mörkin skráð á sig fyrir norðan
Elín Metta Jensen fagnaði markinu eins og hún hefði skorað en henna tókst þó ekki að sannfæra dómara leiksins.

Sjáðu mörkin á Meistaravöllum, sigurmark Pedersen og glæsimörkin á Nesinu
Fjórir leikir fóru fram í Pepsi Max-deild karla í gær og voru skoruð átta mörk í þeim. Fimm þeirra komu í leik KR og ÍA á Meistaravöllum.