
TikTok

Kínverjar vara Bandaríkjamenn við að stíga á „rauðu strikin“
Utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, varar bandaríska kollega sinn Antony Blinken við því að stíga yfir svokölluð rauð strik sem Kínverjar hafi sett sér.

Sagðir vilja frekar loka TikTok en selja
Gangi lögsóknir þeirra í Bandaríkjunum ekki eftir vilja forsvarsmenn kínverska fyrirtækisins ByteDance, sem á samfélagsmiðlafyrirtækið TikTok, frekar loka miðlinum vinsæla en að selja hann. Það er vegna þess að kóðinn á bakvið samfélagsmiðillinn þykir of mikilvægur rekstri ByteDance og þeir vilja ekki að hann endi í annarra höndum.

Gera alvarlegar athugasemdir við verðlaunakerfi Tik Tok
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur hótað því að banna nýja þjónustu Tik Tok nema fyrirtækinu takist að fullvissa framkvæmdstjórnina um að hún muni ekki verða skaðleg börnum.

Frumvarp um bann við TikTok samþykkt
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í dag með miklum meirihluta frumvarp sem þvingar kínverska eigendur samfélagsmiðilsins TikTok til að selja hann en annars á miðillinn yfir höfði sér bann í Bandaríkjunum.

Með milljónir fylgjenda og lætur drauminn rætast í London
„Mér finnst rosalega erfitt að koma fram fyrir framan fólk en mér finnst ekkert mál að vera fyrir framan myndavél fyrir Tiktok, því þá hef ég hef fulla stjórn,“ segir samfélagsmiðlastjarnan Embla Wigum.

Slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn að TikTok og Universal náðu ekki saman
Fari svo að Bandaríkin loki á TikTok myndi það hafa mikil áhrif á upplifun íslenskra notenda því uppistaðan af efni sem við horfum á kemur frá bandarískum áhrifavöldum. Slit á samstarfi samfélagsmiðilsins við tónlistarútgáfuna Universal Music eru slæm tíðindi fyrir íslenska tónlistarmenn, segir framkvæmdastjóri og stofnandi OverTune.

Barn ók leigubíl í leyfisleysi
Myndskeið af ungu barni aka leigubíl um götur Breiðholts hefur verið í mikilli dreifingu á samfélagsmiðlum um helgina. Lögreglan segir málið unnið í samstarfi við foreldra og barnaverndaryfirvöld.

Alvarlegt mál þegar TikTok-stjarna kyssti skjólstæðing
Stjórnendur heilsusetursins Sóltúns í Hafnarfirði líta mál sem kom upp síðustu helgi á setrinu þegar TikTok stjarna tók upp myndband af skjólstæðingi heimilisins alvarlegum augum. Forstjóri segir verkferla hafa verið virkjaða og að málinu sé lokið.

Fékk draumastarfið hjá Forlaginu vegna TikTok-reiknings
Embla Rún hóf að birta myndbönd á samfélagsmiðlinum TikTok árið 2022 þar sem hún gaf fylgjendum innsýn í daglegt líf með þunglyndi og kvíða.

TikTok-frumvarpið fer léttilega gegnum fulltrúadeildina
Yfirgnæfandi meirihluti þingmanna fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp sem ætlað er að koma böndum á samfélagmiðilinn TikTok. Frumvarpið fer nú til öldungadeildarinnar, þar sem framtíð þess þykir óljós.

Fjarlægja tónlist Taylor Swift og Harry Styles af TikTok
Notendur Tiktok geta átt von á því á morgun að geta ekki lengur notað lög vinsælla tónlistarmanna eins og Taylor Swift, Drake eða Adele við myndböndin sem þau búa til á miðlinum.

TikTok-takkó sem slær öllu við
Helga Margrét Gunnarsdóttir, betur þekkt sem Helga Magga, næringarþjálfari og matarbloggari, birti uppskrift af Smashburger taco á vefsíðu sinni. Rétturinn hefur verið einn sá vinsælasti á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarna mánuði.

Mafíu-trendið sem tröllríður TikTok
Samfélagsmiðlar geta haft gríðarleg áhrif á tískubylgjur hvort sem það er í fatnaði, förðun, tónlist, kvikmyndum eða öðru. Nýtt trend tröllríður nú samfélagsmiðlum á borð við TikTok og Instagram. Það snýr að ýktum glamúr stíl sem kallast mafíu-eiginkonu fagurfræðin eða „Mob wife aesthetic“.

Snorri hafði sigur í TikTok-málinu
Klippa sem Snorri Másson ritstjóri hafði sett inn á TikTok var eytt þaðan á þeim forsendum að um væri að ræða hatursorðræðu. Snorri veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið.

TikTok eyðileggi samhljóm þjóðarinnar
Fjarskipta- og upplýsingatækniráðherra Nepal hefur gefið út að samfélagsmiðillinn TikTok verði héðan í frá bannaður þar. Segir ráðherrann að miðillinn sé notaður til þess að dreifa efni sem skemmir fjölskyldur og eyðileggur „samhljóm“ þjóðarinnar.

Ungt fólk að segja upp vinnunni í beinni á TikTok
Í gegnum árin hefur venjan verið sú að fólk segir upp formlega í vinnunni. Ræðir við yfirmanninn. Skilar inn uppsagnarbréfi. Sendir tölvupóst með uppsögn og svo framvegis.

Europol og Tik Tok æfðu viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni
Hryðjuverkasvið Europol, fulltrúar löggæsluyfirvalda í ellefu ríkjum og samskiptamiðill Tik Tok tóku þátt í sameiginlegri æfingu hinn 28. september síðastliðinn, til að æfa viðbrögð við hryðjuverkatengdu efni á miðlinum.

ESB sektar TikTok um rúmlega fimmtíu milljarða
Samfélagsmiðillinn TikTok hefur hlotið sekt upp á rúmlega fimmtíu milljarða króna vegna brota á gagnalögum Evrópusambandsins. Sektin er sú stærsta sem lögð hefur verið á forritið af eftirlitsaðilum.

Barnalæknar og sálfræðingar vara við nýju Tik Tok-æði
Læknar og sálfræðingar í Bandaríkjunum eru afar gagnrýnir á og vara við nýju Tik Tok-æði, þar sem fólki er komið að óvörum þegar egg er brotið á höfði þeirra að því forspurðu.

Nýjar reglur leyfa samfélagsmiðlanotendum að losna undan algríminu
Notendur samfélagsmiðla fá aukið val um hvaða efni þeim er sýnt á miðlunum með nýjum evrópskum reglum sem tóku gildi fyrir umsvifamestu tæknifyrirtækin í dag. Reglurnar leggja meðal annars blátt bann við því að beina auglýsingum að börnum sem byggja á sjálfvirkri vinnslu persónuupplýsinga.

Mínimalískur lífstíll íslenskrar fjölskyldu vekur athygli erlendis
Dagbjört Jónsdóttir byrjaði að taka upp mínimalískan lífsstíl fyrir tíu árum eftir að henni ofbauð hversu mörgum hlutum hún og fjölskylda hennar höfðu sankað að sér í gegnum tíðina. Síðan þá hefur fjölskyldan losað sig við yfir þúsund hluti af heimilinu og í dag á hver fjölskyldumeðlimur til að mynda einungis einn disk og eitt hnífapar til afnota, og eitt handklæði.

Undarlegt æði skekur TikTok: „Mmm ísinn svo góður“
„Mmm ísinn svo góður. Takk Lopez. Vegðu haha. Mmm ísinn svo góður. Mmm ísinn svo góður. Já já já. Úú já já já,“ segir kona í beinni útsendingu á TikTok meðan hún poppar maísbaun með sléttujárni. Mörg þúsund manns fylgjast með henni og græðir hún þúsundir Bandaríkjadala fyrir verknaðinn.

Gísli Örn óvænt stjarna á TikTok
Gísli Örn Garðarsson, sem lengi hefur verið einn vinsælasti leikari landsins, er óvænt stjarna á samfélagsmiðlinum TikTok.

Bað Ása um að leysa sig af og kenna rassatíma
Sara Davíðsdóttir, flugfreyja og einkaþjálfari, hefur farið á kostum á samfélagsmiðlinum TikTok undanfarið með óvanalegum beiðnum til unnustans og hlaðvarpsstjórnandans Ásgríms Geirs Logasonar, betur þekktur sem Ási.

„Ég myndi horfa á það hvað er að gerast á bak við skjáinn“
Hilmar Veigar Pétursson, forstjóri CCP, telur það ekki aðalatriði fyrir foreldra að fylgjast með klukkustundum í skjátíma hjá börnum í snjallsímum á degi hverjum, heldur mun frekar hvað börnin eru að gera í símunum. Sjá má viðtal við Hilmar í innslaginu hér að ofan þar sem hann ræðir þetta atriði og nýja stóra erlenda fjárfestingu í verkefni á vegum fyrirtækisins.

Ákærð fyrir að myrða mann sem kúgaði móður hennar með kynlífsmyndbandi
TikTok-áhrifavaldur ætlaði að leggja gildru fyrir mann sem var að fjárkúga móður hennar með kynlífsmyndbandi. Menn á hennar vegum þvinguðu bíl mannsins af veginum með þeim afleiðingum að hann og vinur hans létust. Konan og móðir hennar hafa verið ákærðar fyrir morð ásamt sex öðrum.

Svona færðu fullkomnar krullur án þess að nota hita á hárið
Hárgreiðsla getur gengt mikilvægu hlutverki þegar kemur að heildarútlitinu. Fallegar krullur eða vel blásið hár geta til dæmis lyft hversdagslegu lúkki upp á nýjar hæðir. Á sama tíma og við viljum vera með fallegt og vel stíliserað hár eru þó margir sem forðast það að nota of mikinn hita á hárið.

TikTok bregst við Benadryl-áskorun eftir andlát drengs
Samfélagsmiðillinn TikTok hefur gefið út tilkynningu um hina svokölluðu Benadryl-áskorun í kjölfar andláts drengs í Ohio sem hafði tekið þátt í áskoruninni á forritinu. Áskorunin gekk út á það að innbyrða óhóflegt magn af ofnæmislyfinu Benadryl en TikTok hefur nú lokað fyrir mögulega leit notenda að áskoruninni.

Meinhollur ís sem þú verður að prófa um helgina
Kotasælu þekkja allir en það eru eflaust fáir sem vita að úr henni er hægt að búa til ljúffengan ís sem að auki er próteinríkur og meinhollur.

Svarar líkamsgagnrýninni: „Ég leit út fyrir að vera heilbrigð en var það alls ekki“
Tónlistarkonan Ariana Grande talaði við aðdáendur sína á einlægum nótum í myndbandi sem hún birti á TikTok síðu sinni í gær. Þar svaraði hún þeim fjölmörgu athugasemdum sem hún hefur fengið á líkamlegt útlit sitt undanfarin misseri.