Verðlag

Hagnaðardrifna verðbólgan
Þegar hagfræðingar samtímans eru spurðir um samhengi verðmyndunar og ástæður verðbólgu eftir heimsfaraldur eru svörin flest á eina leið. Hökt í aðfangakeðjum, lækkun vaxta á heimsvísu, aukning peningamagns í umferð, sparnaður í heimsfaraldri, Úkraínustríð, vítahringur verðbólguvæntinga og verðlags og ósjálfbærar launahækkanir.

Greiningardeildir bjartsýnni á verðbólguhorfur en Hagar
Bæði Íslandsbanki og Landsbankinn spá því að vísitala neysluverðs hækki í janúar, en árstaktur verðbólgunnar lækki frá því í desember. Samkvæmt spá Íslandsbanka sem birtist nú í morgunsárið mun árstaktur verðbólgunnar lækka í 9,2 prósent þegar janúarmæling Hagstofunnar verður gerð opinber. Fyrr í vikunni spáði Landsbankinn því að árstaktur verðbólgunnar lækkaði í 9,4 prósent í janúar.

Gjaldskrá Lyfjastofnunar hækkar um 10,6 prósent
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið gjaldskrá Lyfjastofnunar 2023 sem hækkar að meðaltali um 10,6 prósent miðað við síðasta ár. Breytingin mun taka gildi 1. mars næstkomandi.

Sjónvarpskaupendum velkomið að fá mismuninn endurgreiddan
Raftækjaverslunin Elko lækkaði verð á sjónvarpi um eitt hundrað þúsund krónur í gær eftir að athugull neytandi vakti athygli á gríðarlegum verðmun á sjónvarpinu milli verslana. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir neytendur almennt fljóta að láta vita þegar ekki er brugðist nægilega hratt við verðþróun.

Sjónvarpið lækkaði um hundrað þúsund eftir verðsamanburð
Það getur margborgað sig að gera verðsamanburð þegar leggja á í dýr tækjakaup, líkt og sannaði sig þegar Ellý Hauksdóttir Hauth keypti sér nýtt sjónvarp á dögunum. Við verðsamanburð tók hún eftir rúmlega 170 þúsund króna verðmun á sjónvarpi af sömu gerð og stærð milli Ormsson og ELKO. Síðan hefur sjónvarpið lækkað um hundrað þúsund krónur hjá ELKO.

Krefjast fundar með ráðherrum sem allra fyrst vegna tolla
VR, Landssamband íslenzkra verzlunarmanna, Rafiðnaðarsambandið og Félag atvinnurekenda hafa óskað eftir fundi með Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra til að ræða lækkun og niðurfelllingu tolla í þágu neytenda.

„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“
Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð.

Domino's hækkar aftur verð á þriðjudagstilboði sínu
Domino's á Íslandi hefur hækkað verð á þriðjudagstilboði sínu úr 1.100 krónum í 1.200 krónur. Rúmt ár er síðan fyrirtækið hækkaði verð á tilboðinu úr þúsund krónum í 1.100 eftir að verðið hafði þá haldist óbreytt í ellefu ár.

Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum
Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti.

Sekta fimmtán veitingastaði í mathöllum
Fimmtán veitingastaðir í mathöllum landsins hafa verið sektaðir um fimmtíu þúsund krónur fyrir að bregðast ekki við athugasemdum Neytendastofu um ófullnægjandi verðmerkingar. Alls gerði Neytendastofu athugasemd við merkingar hjá 37 af 54 veitingastöðum.

Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát
Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka?

Margvíslegar verðhækkanir um áramót
Landsmenn geta átt von á margvíslegum verðhækkunum um áramótin en misjafnt er hvað snertir hvern. Vísir fór á stúfana og skautaði yfir landslagið hvað varðar verðhækkanir á þjónustu á landinu. Eðli máls samkvæmt er listinn þó langt í frá tæmandi.

Aflétting allra takmarkana vegna heimsfaraldursins eitt það jákvæðasta á árinu
Aflétting allra takmarkana vegna Covid-19 heimsfaraldursins var eitt það jákvæðasta sem átti sér stað á árinu sem er að líða, að mati Ara Fenger, formanns Viðskiptaráðs og forstjóra 1912 sem rekur Nathan & Olsen, Ekruna og Emmessís. Fyrirtækið fagnaði 110 ára starfsafmæli á árinu.

Verð á flugeldum hækkar vegna gengissveiflu
Flugeldasala björgunarsveitanna hefst formlega í dag en verð á flugeldum hækkar frá því í fyrra vegna gengissveiflu. Formaður Landsbjargar segir flugeldasölu langmikilvægasta fjáröflunarliðinn þrátt fyrir að síðustu ár hafi björgunarsveitirnar reynt að hafa eggin í fleiri körfum.

Viðstöðulausar verðhækkanir dynji á landsmönnum
Neytendur finna vel fyrir verðhækkunum fyrir þessi jólin, sérstaklega þegar kemur að matnum. Verðbólgan er farin að bíta hressilega og hagfræðingur ASÍ segir viðstöðulausar hækkanir dynja á landsmönnum á sama tíma og arðsemi fyrirtækja eykst.

Verðið á jólamatnum hækkar hressilega milli ára
Þó flestir loki augunum í aðdraganda jóla, vilji „njódda og livva“ eins og skáldið sagði, og leyfa sér er hætt við að þeim hinum sömu bregði í brún þegar kreditkortafyrirtækin senda út sína reikninga eftir jól.

Tímabundið bakslag í verðbólguhjöðnun var viðbúið
Stjórnmálamenn munu ekki hefja nýtt ár á að skora Hagstofuna á að breyta því hvernig vísitala neysluverðs er samsett. Það er vegna þess að vísitalan án húsnæðis hækkaði meira á milli mánaða í desember en sú sem inniheldur húsnæði. Nokkuð ljóst er að innlend fyrirtæki standa frammi fyrir miklum kostnaðarhækkunum þökk sé nýundirrituðum kjarasamningum sem gætu aukið innlendan verðbólguþrýsting á komandi mánuðum.

Verðbólgan mjakast upp á við og mælist 9,6 prósent
Verðbólga síðustu tólf mánaða hækkaði lítillega á milli mánaða. Mælist hún nú 9,6 prósent en stóð í 9,3 prósent í síðasta mánuði.

Verðhækkanir hjá Póstinum um áramótin
Þann 1. janúar 2023 mun Pósturinn breyta verði á bréfum, fjölpósti og pakkasendingum innanlands. Verðhækkunin er til komin vegna aukins flutningskostnaðar, svo sem vegna launa og eldsneytis.

Bíómiðinn kominn yfir tvö þúsund kall og neytendur jafn hneykslaðir og 2008
Þau tímamót urðu nýverið að verð á bíómiða er í fyrsta sinn komið yfir tvö þúsund krónur. Neytendur sem fréttastofa tók tali sögðu verðið sláandi en lýsandi fyrir efnahagsástandið í landinu. Þá bíti verðbólgan fast í jólainnkaupunum þetta árið.

Viðskiptafréttir ársins 2022: Skattsvik, klikkaður fasteignamarkaður og úrræðagóðir Akureyringar
Árið 2022 í viðskiptalífinu einkenndist af því að í fyrsta sinn frá því snemma árs 2020 komst lífið aftur í venjubundið horft eftir tveggja ára kórónuveirufaraldur.

Gríðarleg lækkun á tollum skili sér ekki til neytenda
Tollar á frönskum kartöflum hafa verið lækkaðir um þrjátíu prósentustig en eru enn hæstu tollar sem finnast á Íslandi. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir tollalækkunina ekki skila sér til neytenda í lægra verði heldur auknu framboði.

Sólveig Anna fullviss um að ná fram kröfum Eflingar
Formaður Eflingar segir launahækkanir í samningi Starfsgreinasambandsins ekki duga hennar fólki og telur ólíklegt að samningar takist fyrir jól. Framkvæmdastjóri SA segir samninginn aftur á móti tryggja verkafólki kaupmáttaraukningu og meira væri ekki í boði.

Lítill munur á verði á jólamat milli Bónuss og Krónunnar
Bónus var oftast með lægsta verðið í nýlegri verðkönnun verðlagseftirlits ASÍ á jólamat. Könnunin var gerð í átta matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Tilboð eru víða í matvöruverslunum nú fyrir hátíðarnar, verðbreytingar tíðar og hvetur ASÍ neytendur til að vera vel vakandi vilji þeir gera hagstæð innkaup á jólamatnum.

Umsamdar kauphækkanir sagðar meiri en góðu hófi gegnir
Stjórnendur sem Innherji ræddi við eru sammála um að ánægjulegt sé að lending hafi náðst í kjaraviðræðum. Hins vegar séu umfang kauphækkana í einhverjum tilfellum umfram þeirra væntingar og þær ekki til þess fallnar að auka verðstöðugleika. Forstjóri Húsasmiðjunnar segir að samningarnir muni kosta rekstur fyrirtækisins hundruð milljóna á næsta ári.

Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis
Eftir þungt ár er farið að rofa til varðandi verðbólguhorfur erlendis. Bandaríski Seðlabankinn er því kominn nær endastöð þegar litið er til vaxtahækkana. Almennt eru betri verðbólguhorfur erlendis jákvæðar fyrir vöruverðbólgu á Íslandi en veiking krónunnar síðustu mánuði vinnur gegn þessari þróun að einhverju leyti, segir sjóðstjóri hjá Akta.

Verð á þotueldsneyti er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu
Verð á þotueldsneyti, sem er helsti útgjaldaliður flugfélaga, er nú lægra en fyrir innrás Rússlands í Úkraínu. Af þeim sökum ættu flugfargjöld ekki að hækka mikið í desember, samkvæmt verðbólguspá fyrir desembermánuð. Í henni er gert ráð fyrir 15 prósent hærri flugfargjöldum.

Seðlabankinn líti á niðurstöðu kjarasamninga með „jákvæðum augum“
Með undirritun kjarasamninga við stóran hluta alls almenns vinnumarkaðar, sem kveða á um launahækkanir sem eru í takti við flestar efnahagsspár, er „stór óvissuþáttur“ að baki, að mati hagfræðinga. Þeir segja að með samningunum sé búið að minnka óvissu um verðbólguhorfur sem gæti stutt við lækkun vaxta horft fram á við.

„Góðar líkur“ á að samningurinn skili launafólki auknum kaupmætti
Verði sá kjarasamningur sem hefur verið undirritaður milli SA og VR, LÍV og samflots iðnaðarmanna staðfestur mun það „vafalítið“ verða mörgum léttir, bæði launafólki og atvinnurekendum, að fá meiri vissu um fjárráð og rekstrarkostnað næsta árið, að sögn hagfræðings. Samningurinn sé nálægt grunnspá Seðlabankans um launaþróunina og gangi verðbólguspár eftir er útlit fyrir að hann muni skila launafólki almennt nokkurri kaupmáttaraukningu á komandi ári.

Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu
Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu.