Ítalski boltinn

Fréttamynd

Pogba segist vera kominn heim en hafa orðið að manni í Manchester

„Stundum tekur maður ákvarðanir sem falla ekki með manni en ég er ánægður með árin mín í Manchester, þar ólst ég upp, þar lærði ég og þar varð ég að manni,“ segir Paul Pogba en hann samdi á dögunum við Juventus eftir að samningur hans við Manchester United rann út.

Fótbolti
Fréttamynd

Dybala gæti fyllt skarð Ronaldo hjá United

Paulo Dybala er laus allra mála hjá Juventus eftir að samningur hans við félagið rann út í maí. Talið var að Dybala myndi skrifa undir samning við Inter Milan en nú virðist Manchester United vera líklegari áfangastaður.

Enski boltinn
Fréttamynd

Di Maria semur við Juventus og Pogba á leiðinni

Ítalska liðið Juventus tilkynnti í kvöld að hinn argentínski Angel Di Maria væri búinn að skrifa undir eins árs samning við félagið. Stuttu síðar lenti Paul Pogba lenti í Tórínó til að ganga frá sínum samningi við liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Þessir þurfa að sanna sig upp á nýtt

Stærstu knattspyrnufélög Evrópu eru byrjuð að æfa fyrir komandi leiktíð. Þó nokkur félagaskipti hafa vakið athygli en mögulega eru það helst leikmenn sem eiga enn eftir að staðfesta hvar þeir spila á komandi tímabili sem hafa mest að sanna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Af hverju er Sara númer 77?

Sara Björk Gunnarsdóttir hefur nýtt ævintýri á Ítalíu eftir Evrópumótið í júlí þegar hún byrjar að æfa og svo spila með fimmföldum meisturum Juventus. Það mun hún gera í treyju númer 77.

Fótbolti
Fréttamynd

Sara semur við Juventus

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, hefur samið við Ítalíumeistara Juventus.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir fertugan Zlatan at­hyglis­sjúkan

Það fer ekkert á milli mála að sænski framherjinn Zlatan Ibrahimović elskar sviðsljósið. Einn af hans fyrrverandi samherjum, Hakan Çalhanoğlu, hefur litla þolinmæði er kemur að skrípalátum Svíans.

Fótbolti
Fréttamynd

Eigendur City bæta félagi í safnið

Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að City Football Group, sem á meðal annars Englandsmeistara Manchester City, sé við það að ganga frá kaupum á Palermo á Ítalíu. Það verður ellefta félagið í eigu fjárfestingahópsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Hákon Arnar orðaður við Venezia í ítölskum fjöl­miðlum

Svo virðist sem staðarmiðlar í Feneyjum séu búnir að átta sig á að líklega sé Íslendingur sóttur í hvert sinn sem félagaskiptaglugginn opnar. Nú er Hákon Arnar Haraldsson, nýjasti A-landsliðsmaður Íslands í fótbolta, orðaður við Íslendingalið Venezia.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho orðaður við PSG

Forráðamenn franska félagsins Paris Saint-Germain eru sagðir horfa til hins portúgalska Jose Mourinho sem næsta knattspyrnustjóra liðsins.

Fótbolti