Festi

Fréttamynd

Markaðurinn tók dýfu eftir vonbrigði með uppgjör Marel og Festi

Úrvalsvísitalan lækkaði í dag um 7,5 prósent, sem er þriðja mesta lækkun vísitölunnar frá fjármálahruni og endurspeglar vonbrigði markaðarins með uppgjör Marels og Festi. Fjárfestar óttast að uppgjörin, sem litast einkum af áhrifum hækkandi vaxta og verðbólgu, kunni að vera vísbending um það sem er í vændum hjá öðrum skráðum félögum.

Innherji
Fréttamynd

Hefja við­ræður um kaup Festi á Lyfju fyrir um 7,8 milljarða króna

Forsvarsmenn Festi hf. og SID ehf. undirrituðu í dag samkomulag um helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa Festi á öllu útgefnu hlutafé Lyfju hf.. Samkomulagið felur í sér að heildarvirði Lyfju sé 7,8 milljarðar króna en endanlegt kaupverð hlutafjár mun ráðast af skuldastöðu félags við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kr. í Þor­láks­höfn og Vík verða að Krónunni

Verslununum Kr. í Þorlákshöfn og Vík í Mýrdal hefur verið breytt í Krónuverslanir. Verðið þar breytist í dag og verða verslunirnar teknar í gegn eftir áramót. Verslunarstjórinn í Þorlákshöfn segir breytingarnar muna öllu fyrir bæjarbúa. 

Neytendur
Fréttamynd

Ásta ráðin for­stjóri Festi

Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin forstjóri Festi og tekur við starfinu frá og með deginum í dag. Hún hefur verið framkvæmdastjóri Krónunnar frá árinu 2020 og mun sinna því starfi samhliða forstjórastöðunni fyrst um sinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Kostnaður Festar vegna starfsloka Eggerts um 76 milljónir

Smásölufyrirtækið Festi, sem rekur meðal annars eldsneytisstöðvar undir merkjum N1 og verslanir Krónunnar og Elko, gjaldfærir hjá sér kostnað sem nemur samtals um 76 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi vegna samkomulags sem stjórn félagsins gerði í byrjun júní vegna starfsloka Eggerts Þórs Kristóferssonar, fráfarandi forstjóra.

Innherji
Fréttamynd

Stjórnum ber ekki að lýsa starfslokum forstjóra í smáatriðum

Stjórnum skráðra fyrirtækja ber ekki að hafa samráð við hluthafa um starfslok forstjóra né að rekja í smáatriðum hvernig staðið var að starfslokunum. Þetta segir Helga Hlín Hákonardóttir, meðeigandi hjá ráðgjafafyrirtækinu Strategíu, sem hefur um árabil veitt stjórnum, fjárfestum og hinu opinbera ráðgjöf á sviði lögfræði og stjórnhátta.

Innherji
Fréttamynd

Gildi kaus gegn því að stokka upp í stjórn Festar

Gildi lífeyrissjóður, annars stærsti hluthafi Festar, kaus með óbreyttri stjórn á hluthafafundi smásölufélagsins sem var haldinn fyrr í dag. Þetta kemur fram á heimasíðu Gildis þar sem sjóðurinn greinir frá því að hann hafi greitt öllum sitjandi stjórnarmönnum atkvæði í margfeldiskosningunni sem var viðhöfð á fundinum. 

Innherji