Umhverfismál

Fréttamynd

Skilagjald hækki um tvær krónur

Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis leggur til að skilagjald einnota drykkjarvöruumbúða hækki um tvær krónur, úr átján krónum í tuttugu. Gjaldið var síðast hækkað í fyrrasumar. 

Neytendur
Fréttamynd

Hreyfi­aflið í opin­berum inn­kaupum

Í opinberum innkaupum þar sem lögð er áhersla á sjálfbærni (e.Sustainable Public Procurement) liggur gífurlega öflugt hreyfiafl í átt að sjálfbærum viðskiptum, nýsköpun og mannvirkjagerð. Víða erum við að sjá stór skref tekin í að nýta þau til að færa okkur nær sjálfbærni og úr línulegu hagkerfi yfir í hringrásarhagkerfið. Þarna þarf markvisst samstarf löggjafans, ríkis, sveitarfélaga og einkageirans.

Skoðun
Fréttamynd

Selja ferska mjólk í sjálfssölum og þróa spennandi nýjungar

Fjölskyldan í Gunnbjarnarholti er drifin áfram af áhuga og metnaði fyrir heilnæmri, íslenskri framleiðslu og þar fæðast spennandi hugmyndir. Á síðasta ári hófu þau sölu á eigin framleiðslu úr ferskri, gerilsneyddri en ófitusprengdri mjólk undir vörumerkinu Hreppamjólk.

Samstarf
Fréttamynd

Mikilvægt að tryggja að í upplýsingagjöf fyrirtækja séu engar hálfsagðar sögur

„Grænþvottur á sér stað þegar fyrirtæki setur fram rangar eða villandi upplýsingar um það sem þau eru að gera í umhverfismálum. Þetta er ekkert alltaf gert viljandi. En það sem gerist þegar fyrirtæki eru uppvís að grænþvotti er að það getur skemmt út frá sér og dregið úr tiltrú fólks á umhverfismálin,“ segir Birgitta Steingrímsdóttir sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun.

Atvinnulíf
Fréttamynd

„Við eigum að fara að hegða okkur meira eins og ömmur okkar og afar“

„Íslendingar hafa margt oft sýnt og sannað hversu öflug og fljót við erum að aðlaga okkur breytingum. Ég er bjartsýnn að eðlisfari og tel því að allir eigi eftir að taka vel í þessar breytingar, fólki hér er annt um náttúruna og við viljum flest vera sjálfbær,“ segir Freyr Eyjólfsson, verkefnastjóri Hringrásarhagkerfisins hjá SORPU.

Atvinnulíf
Fréttamynd

Tvær til þrjár rusla­tunnur við sér­býli

Tvær til þrjár tunnur verða við sérbýli á höfuðborgarsvæðinu með lögum um hringrásarkerfi sem taka gildi um áramótin. Íbúum verður skylt að flokka heimilisúrgang í fjóra flokka við heimili; pappír, plastumbúðir, matarleifar og blandaður úrgangur.

Neytendur
Fréttamynd

Raf­mynta­grafarar í kröppum dansi

Lánveitendur hafa gengið að veðum í hundruð þúsundum véla sem eru notaðar til þess að grafa eftir rafmyntum í kjöfar falls rafmyntakauphallarinnar FTX í síðasta mánuði. Rafmyntagrafarar geta nú margir ekki staðið í skilum á lánum sínum þegar þrengir að þeim úr nokkrum áttum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Auðgandi við­skipta­módel

Um þessar mundir er náttúran að senda okkur skýr skilaboð um að yfirfærslan úr línulegu hagkerfi í öflugt hringrásarhagkerfi sé óumflýjanleg. Innan hringrásarhagkerfis höldum við auðlindum innan hringrásar bæði í framleiðslu og neyslu og stuðlum að tækniþróun og nýsköpun sem gera okkur kleift að nýta betur allar okkar auðlindir.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mæla því að Kóral­rifið verði sett á hættu­lista

Ástralska ríkisstjórnin ætlar að þrýsta á menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðananna að setja Kóralrifið mikla ekki á lista yfir heimsminjar í hættu. Stofnunin varaði við því að rifið væri í hættu yrði ekki gripið til róttækra aðgerða til þess að vernda það í gær.

Erlent
Fréttamynd

Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar sent Landsvirkjun til yfirlestrar

Orkustofnun hefur sent virkjunarleyfi vegna Hvammsvirkjunar í Þjórsá til umsækjandans, Landsvirkjunar, til yfirlestrar. Eitt og hálft ár er frá því Landsvirkjun sótti um virkjunarleyfið en umsóknin var send inn í júní árið 2021. Ári síðar, í júní 2022, auglýsti stofnunin umsóknina og gaf þeim sem málið varðar færi á að koma á framfæri sjónarmiðum sínum með skriflegum athugasemdum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Rangæingar segja Hekluskóga miklu stærri en Þorláksskóga

Rangæingar vilja ekki skrifa upp á þá staðhæfingu formanns bæjarráðs Ölfuss að Þorláksskógar séu stærsta skógræktarverkefni á Íslandi. Þeir segja að Hekluskógar í Rangárþingi ytra séu miklu stærri og vitna til upplýsinga frá Skógræktinni máli sínu til stuðnings.

Innlent
Fréttamynd

Veikari texti en fyrir ári séu vonbrigði

Ráðherra sem fór fyrir Íslands hönd á COP27-loftslagsráðstefnuna fagnar því að sögulegur samningur um loftslagshamfarasjóð hafi náðst á ráðstefnunni, einkum í ljósi þess að á tímabili hafi verið tvísýnt hvort samningur næðist yfir höfuð. Það séu þó vonbrigði að ekki hafi tekist að herða á orðalagi í samkomulagi ríkja heims um að draga úr losun. 

Erlent
Fréttamynd

Sam­staða náðist um lofts­lags­ham­fara­sjóð

Tinna Hallgrímsdóttir, formaður ungra umhverfissinna segir samstöðu hafa náðst um loftslagshamfarasjóð á COP27 ráðstefnunni í Egyptalandi. Beint samþykki sé þó eftir. Einhver tregða sé einnig til staðar hvað varðar samkomulag um samdrátt í losun.

Erlent
Fréttamynd

„Enginn getur allt en við getum öll gert eitthvað“

„Við eigum öll kost á að taka þátt í sjálfbærni sama hvort um er að ræða í stóru eða smáu samhengi“, segir Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastýra og stofnandi Vinnupalla og fjárfestir. Hún segir að góð leið sé að velja sér eitt eða nokkur af sautján sjálfbærnimarkmiðum Sameinuðu þjóðanna, vinna með þau í nærumhverfinu og æfa sig síendurtekið.

Lífið
Fréttamynd

Sóun er dottin úr tísku!

Á bak við hverja flík býr einhver saga, ekki einungis sagan af því hvernig hún varð til heldur einnig sagan sem eigandi hennar þræðir með því að klæðast henni og hirða um hana. Stundum kemur að sögulokum hjá eiganda og flík en þá er mikilvægt að þau séu farsæl og að eigandi gefi henni tækifæri til að bæta við sig kafla eða jafnvel heilli framhaldssögu þar sem hún fær nýtt upphaf með nýjum eiganda.

Skoðun
Fréttamynd

Segir mörg fjölbýlishús ekki reiðubúin fyrir nýtt sorpflokkunarkerfi

„Það er vitað mál að aðstæður í sumum húsum bjóða ekkert upp á þetta, fjölmörg hús þurfa að fara í að bæta sína aðstöðu og hefðu í raun þurft að vera búin að því,“ segir Daníel Árnason, framkvæmdastjóri Eignaumsjónar, um nýtt sorphirðukerfi sem tekur gildi um áramót.

Innlent
Fréttamynd

Grænþvottur: Allir þurfa að vera fullvissir um að loforð standist

Grænþvottur – Er allt vænt sem vel er grænt? er yfirskrift fundar sem IcelandSIF stendur fyrir næstkomandi mánudag, en IcelandSIF eru samtök fjármálafyrirtækja, lífeyrissjóða, tryggingafélaga og aukaaðila sem hefur það hlutverk að efla þekkingu félagsaðila á aðferðarfræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga.

Atvinnulíf