Bandaríkin

Fréttamynd

Harð­lega gagn­rýndur af bæði Demó­krötum og Repúblikönum

Robert F. Kennedy yngri, heilbrigðismálaráðherra Bandaríkjanna, deildi við öldungadeildarþingmenn beggja flokka í gær. Kennedy mætti á fund fjármálanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings og varði hann stórum hluta af fundinum, sem stóð yfir í um þrjá tíma í að verja sig gegn ásökunum þingmanna.

Erlent
Fréttamynd

„Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu

Bandarískir sérsveitarmenn skutu óvopnaða Norður-Kóreumenn til bana í misheppnaðri leyniaðgerð í upphafi árs 2019. Þar voru þeir til að koma fyrir hlerunarbúnaði sem vonast var til að gæti verið notaður til að hlera samskipti Kims Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, þegar Bandaríkjamenn voru í viðræðum við hann um kjarnorkuvopnaáætlun ríkisins.

Erlent
Fréttamynd

Sophie Turner verður Lara Croft

Breska leikkonan Sophie Turner, sem er þekktust fyrir að leika Sönsu Stark í Game of Thrones, mun leika fornleifafræðinginn og ævintýrakonuna Löru Croft í sjónvarpsþáttunum Tomb Raider á Prime Video.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Skoða að banna trans fólki að eiga skot­vopn

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skoðar nú að banna trans fólki að bera skotvopn, í kjölfar skotárásar í kaþólskum skóla í Minneapolis í síðustu viku. Tvö börn létust en 23 ára trans kona er grunuð um árásina.

Erlent
Fréttamynd

Gekkst undir að­gerð vegna húðkrabbameins

Joe Biden, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, gekkst nýlega undir aðgerð á höfði til að fjarlægja húðkrabbamein. Þetta staðfestir talsmaður hans í kjölfar þess að myndir voru birtar af Biden með sár á höfðinu.

Erlent
Fréttamynd

Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks

Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar að undirrita forsetatilskipun á morgun þess efnis að nafni varnarmálaráðuneytisins verður breytt í stríðsmálaráðuneytið. Þá verður embættisheiti Pete Hegseth varnarmálaráðherra breytt í stríðsmálaráðherra. 

Erlent
Fréttamynd

Mátti ekki stöðva fjár­veitingar til Harvard

Alríkisdómari í Boston skipaði í gær ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, að skila umfangsmiklum fjárveitingum til Harvard-háskólans, sem ríkisstjórnin hafði fellt úr gildi. Um er að ræða rúma 2,6 milljarða dala fjárveitingar til rannsókna sem Trump svipti skólann vegna deilna við Harvard og aðra háskóla um námskrá, skráningu nemenda og ýmislegt annað.

Erlent
Fréttamynd

Búa sig undir komu her­manna og út­sendara ICE

Leiðtogar Chicago í Bandaríkjunum búa sig nú undir það að fá fjölda hermanna og útsendara Innflytjendastofnunnar Bandaríkjanna (ICE) til borgarinnar. Það gera þeir meðal annars með því að fræða íbúa um réttindi þeirra og eru samfélagsleiðtogar að skipuleggja mótmæli.

Erlent
Fréttamynd

Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu

Um það bil 30 þjóðarleiðtogar taka nú þátt í ráðstefnu í París, um öryggistryggingar til handa Úkraínu. Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Keir Starmer, forsætisráðherra Bretlands, stýra fundum en margir eru sagðir taka þátt í gegnum fjarfundarbúnað.

Erlent
Fréttamynd

Biðja hæsta­rétt um flýtimeðferð vegna tolla

Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á það við hæstarétt að tollar Trumps verði teknir þar fyrir eins fljótt og mögulegt sé. Dómarar á lægra dómstigi komust nýverið að þeirri niðurstöðu að flestir af þeim umfangsmiklu tollum sem Trump hefur beitt, séu ólöglegir.

Erlent
Fréttamynd

Aukið sam­starf opni á fleiri tengimöguleika til vestur­strandar Banda­ríkjanna

Fimmtán ára samstarf Icelandair og Alaska Airlines verður aukið enn frekar þegar viðskiptavinir Alaska Airlines munu geta bókað tengiflug til fjölda áfangastaða Icelandair í Evrópu. Þá mun fjölga þeim áfangastöðum sem viðskiptavinum íslenska flugfélagsins geta bókað í tengiflugi til vesturstrandar Banaríkjanna og annarra áfangastaða Alaska Airlines.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Pútín og Xi ræddu ó­dauð­leika í gegnum líffæragjöf

Hljóðnemi sem kveikt var á tók upp stutt samtal Vladímírs Pútín Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína þar sem þeir ræddu um það að líffæragjöf gæti einn daginn veitt ódauðleika á stærðarinnar hersýningunni sem fór fram í Peking í dag.

Erlent
Fréttamynd

Trump til­nefnir sendi­herrann nýja

Donald Trump Bandaríkjaforseti tilnefndi nýjan sendiherra á Íslandi í gær en það hefur legið fyrir í mánuð hver það verði. Sá heitir Billy Long og var ríkisskattstjóri í tvo mánuði, var rekinn þaðan og sendur til Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída

Ráðamenn í Flórída ætla sér að fella niður alla bólusetningarskyldu í skólum ríkisins og á öðrum vettvangi þar sem hún er í gildi á vegum ríkisins. Joseph A. Ladapo , heilbrigðisráðherra Flórída, líkti bólusetningar skyldu í dag við þrælahald.

Erlent
Fréttamynd

Gervigreindin taki undir rang­hug­myndir og skorti næmni

Formaður Sálfræðingafélags Íslands segir það geta verið varasamt að leitast eftir sálfræðiþjónustu hjá gervigreind. Forritin segi notendum það sem þeir vilja heyra í stað þess sem þeir þurfa að heyra. Gervigreindinni skorti innsæi og næmni.

Innlent
Fréttamynd

Hrósar eigin­konu Bruce Willis fyrir um­önnun leikarans

Leikkonan Demi Moore segir Emmu Heming Willis standa sig vel sem umönnunaraðili eiginmanns hennar, leikarans Bruce Willis, sem greindist með framheilabilun í febrúar 2023. Heming greindi nýlega frá því að hún hafi þurft að flytja eiginmann sinn á viðeigandi stofnun.

Lífið
Fréttamynd

Felldu ellefu í á­rás á bát meintra smyglara frá Venesúela

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að hann hefði skipað bandaríska hernum að granda hraðbát í sunnanverðu Karíbahafi sem bar fíkniefni. Ellefu menn eru sagðir hafa verið um borð í bátnum á vegum fíkniefnasamtakanna Tren de Arague, frá Venesúela.

Erlent
Fréttamynd

Cardi B sýknuð af kröfu um líkams­á­rás á öryggis­vörð

Söngkonan Cardi B var sýknuð í dómstóli í Los Angeles í dag af kröfum öryggisvarðar sem kærði hana fyrir að hafa ráðist á sig með nöglum sínum. Emani Ellis, öryggisvörðurinn, krafðist þess að hún myndi greiða sér 24 milljónir Bandaríkjadala sem samsvarar tæpum þremur milljörðum íslenskra króna.

Lífið
Fréttamynd

Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“

Úkraínumenn hyggja á umfangsmikla hernaðaruppbyggingu sem þeir vonast til að dugi til sem tryggja tilvist og sjálfstæði Úkraínu gegn Rússum í framtíðinni, og hjálpi þeim i að binda enda á núverandi innrás Rússa. Þetta gæti verið besta öryggistrygging Úkraínu, þar sem slíkar tryggingar frá Vesturlöndum virðast ekki ætla að raungerast.

Erlent
Fréttamynd

Mátti ekki nota her­menn til lög­gæslu í Los Angeles

Bandarískur alríkisdómari hefur komist að þeirri niðurstöðu að Donald Trump, forseta, hafi brotið lög þegar hann notaði landgönguliða og meðlimi þjóðvarðliðs Bandaríkjanna til almennrar löggæslu í Los Angeles fyrr í sumar. Rúmir tveir mánuðir eru síðan Trump sendi hermennina með því markmiði að kveða niður mótmæli vegna umdeildra aðgerða útsendara landamæraeftirlits Bandaríkjanna.

Erlent
Fréttamynd

Búið að krýna nýjan arf­taka Vogue-veldisins

Tískuheimurinn logaði þegar ritstjórinn Anna Wintour tilkynnti fyrr í sumar að hún hefði sagt upp starfi sínu hjá tímaritinu Vogue en blaðið er jafnan kallað tískubiblían. Aðdáendur tímaritsins hafa beðið í ofvæni eftir að arftaki Wintour verði kynntur til sögunnar og hafa jafnvel lagt töluverðar fjárhæðir í veðmál um það.

Tíska og hönnun