Bandaríkin Helmingur fullorðinna í Bandaríkjunum fengið fyrri skammt Yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að helmingur allra yfir átján ára aldri í landinu hefðu nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni, eða tæplega 130 milljónir einstaklinga. 84 milljónir fullorðinna hafa verið bólusettar að fullu. Erlent 18.4.2021 18:39 Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. Erlent 18.4.2021 14:01 Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. Innlent 18.4.2021 09:45 Talibanar með pálmann í höndunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. Erlent 17.4.2021 23:01 Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. Erlent 17.4.2021 20:55 Veðjað á að hugsanlegur fundur Putíns og Bidens verði í Tékklandi eða á Íslandi Efnt hefur verið til veðmáls þar sem talið er líklegast að fundur leiðtoga hinna fornu stórvelda verði haldinn í Tékkalandi en Ísland kemur þar fast á hæla. Innlent 17.4.2021 11:32 NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. Viðskipti erlent 17.4.2021 10:25 Teikna beina línu frá framboði Trumps til Rússa Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í gær að samstarfsmaður starfsmanna framboðs Donalds Trump, fyrrverandi forseta, útvegaði rússneskum leyniþjónustum gögn úr framboðinu. Erlent 16.4.2021 23:34 Árásarmaðurinn karlmaður á tvítugsaldri Lögregla í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur borið kennsl á mann sem talinn er hafa skotið átta manns til bana á starfsstöðvum FedEx. Maðurinn, sem framdi sjálfsvíg eftir árásina, hét Brandon Scott og var nítján ára gamall. Erlent 16.4.2021 19:31 Fjölmargar skotárásir í Bandaríkjunum á þessu ári Eftir tiltölulega rólegt ár í fyrra virðist mannskæðum skotárásum fara hratt fjölgandi í Bandaríkjunum. Átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í nótt og fimm voru fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Erlent 16.4.2021 12:41 Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. Erlent 16.4.2021 11:43 Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. Erlent 16.4.2021 11:36 Jordan kynnir Kobe inn í frægðarhöllina Michael Jordan kynnir Kobe Bryant inn í frægðarhöll körfuboltans í næsta mánuði. Körfubolti 16.4.2021 11:00 Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. Erlent 16.4.2021 09:36 Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni. Erlent 16.4.2021 07:12 Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. Innlent 15.4.2021 15:23 Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. Erlent 15.4.2021 15:21 Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hætt saman Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez heyrir nú sögunni til. Parið hefur slitið tveggja ára trúlofun sinni og segist í sameiginlegri yfirlýsingu hafa áttað sig á því að betur færi á því að þau væru vinir en par. Lífið 15.4.2021 14:01 Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. Erlent 15.4.2021 13:30 Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. Erlent 15.4.2021 12:51 Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. Erlent 15.4.2021 07:33 Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. Erlent 14.4.2021 16:54 Sendu skýr skilaboð fyrir leik Leik Brooklyn Nets og Minnesota Timberwolves var frestað um sólahring eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögreglu á sunnudag. Þegar liðin mættust í nótt klæddust leikmenn liðanna stuttermabolum með skýrum skilaboðum. Körfubolti 14.4.2021 15:01 Svikahrappurinn Bernie Madoff er dáinn Hinn víðfrægi svikahrappur Bernie Madoff er dáinn. Hann dó fangelsi í Norður-Karólínu, þar sem hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik. Erlent 14.4.2021 13:57 Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 14.4.2021 13:09 Einn þekktasti piparsveinn heims kemur út úr skápnum Colton Underwood opnaði sig um kynhneigð sína í þættinum Good Morning America þar sem fram kom að hann væri samkynhneigður. Lífið 14.4.2021 12:19 Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. Erlent 14.4.2021 10:11 Finnst hann þurfa að biðja alla bandaríska Indverja afsökunar Leikarinn Hank Azaria segist finnast hann þurfa að biðja alla Bandaríkjamenn af indverskum uppruna afsökunar vegna persónunnar Apu Nahasapeemapetilon í sjónvarpsþáttunum um Simpson-fjölskylduna. Erlent 14.4.2021 09:01 Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. Erlent 14.4.2021 08:48 Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. Erlent 14.4.2021 07:26 « ‹ 188 189 190 191 192 193 194 195 196 … 334 ›
Helmingur fullorðinna í Bandaríkjunum fengið fyrri skammt Yfirvöld í Bandaríkjunum tilkynntu í dag að helmingur allra yfir átján ára aldri í landinu hefðu nú fengið fyrri skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni, eða tæplega 130 milljónir einstaklinga. 84 milljónir fullorðinna hafa verið bólusettar að fullu. Erlent 18.4.2021 18:39
Stefna á þyrluflug á Mars á morgun Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna stefna á að fljúga litlu þyrlunni Ingenuity á Mars á morgun (mánudag). Tilraunafluginu hafði verið frestað fyrr á mánuðinum vegna tæknilegra vandræða sem komu upp. Erlent 18.4.2021 14:01
Bandaríkin og Kina vinna saman í loftslagsmálum Ráðamenn í Kína og Bandaríkjunum segjast hafa komið að samkomulagi um að takast á við veðurfarsbreytingar og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ríkin eru efst á lista ríkja sem losa hvað mestan koltvísýring út í andrúmsloftið. Innlent 18.4.2021 09:45
Talibanar með pálmann í höndunum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, opinberaði í vikunni þá ákvörðun að kalla alla hermenn Bandaríkjanna heim frá Afganistan fyrir 11. september næstkomandi. Það ætlar hann að gera án þess að setja talibönum skilyrði. Ákvörðunin gæti reynst íbúum landsins afdrifarík. Erlent 17.4.2021 23:01
Fresta ákvörðun um endurkomu Trump á Facebook Eftirlitsnefnd Facebook hefur frestað ákvarðanatöku í máli er varðar samfélagsmiðla Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Aðgöngum forsetans fyrrverandi var lokað eftir árás stuðninsgmanna hans á bandaríska þingið í janúar. Erlent 17.4.2021 20:55
Veðjað á að hugsanlegur fundur Putíns og Bidens verði í Tékklandi eða á Íslandi Efnt hefur verið til veðmáls þar sem talið er líklegast að fundur leiðtoga hinna fornu stórvelda verði haldinn í Tékkalandi en Ísland kemur þar fast á hæla. Innlent 17.4.2021 11:32
NASA semur við SpaceX um að lenda geimförum aftur á tunglinu Geimvísindastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur samið við fyrirtækið SpaceX um þróun á lendingarfari sem notað verður til að lenda mönnum á tunglinu. Starfsmenn fyrirtækisins, sem er í eigu auðjöfursins Elon Musk, munu þróa sérstaka tegund Starship geimskipsins og nota það til að lenda tveimur bandarískum geimförum á tunglinu á næstu árum. Viðskipti erlent 17.4.2021 10:25
Teikna beina línu frá framboði Trumps til Rússa Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, opinberaði í gær að samstarfsmaður starfsmanna framboðs Donalds Trump, fyrrverandi forseta, útvegaði rússneskum leyniþjónustum gögn úr framboðinu. Erlent 16.4.2021 23:34
Árásarmaðurinn karlmaður á tvítugsaldri Lögregla í Indianapolis í Bandaríkjunum hefur borið kennsl á mann sem talinn er hafa skotið átta manns til bana á starfsstöðvum FedEx. Maðurinn, sem framdi sjálfsvíg eftir árásina, hét Brandon Scott og var nítján ára gamall. Erlent 16.4.2021 19:31
Fjölmargar skotárásir í Bandaríkjunum á þessu ári Eftir tiltölulega rólegt ár í fyrra virðist mannskæðum skotárásum fara hratt fjölgandi í Bandaríkjunum. Átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í nótt og fimm voru fluttir á sjúkrahús vegna skotsára. Erlent 16.4.2021 12:41
Hollusta við Trump borgar sig Helstu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, á þingi vestanhafs hafa grætt töluvert á hollustu sinni við forsetann. Öll hafa þau safnað fúlgum fjár í kosningasjóði sína sem að mestu hafa borist í smáum skömmtum frá kjósendum Trumps. Erlent 16.4.2021 11:43
Gestir Fyre-hátíðarinnar fá um sjö þúsund dala bætur hver Dómstóll í New York hefur dæmt að 277 einstaklingar sem ferðuðust til Bahamaeyja til að sækja Fyre-hátíðina árið 2017 skuli hver um sig fá greiddar sjö þúsund dala í sáttagreiðslu. Það samsvarar tæplega 900 þúsund krónum. Erlent 16.4.2021 11:36
Jordan kynnir Kobe inn í frægðarhöllina Michael Jordan kynnir Kobe Bryant inn í frægðarhöll körfuboltans í næsta mánuði. Körfubolti 16.4.2021 11:00
Þrettán ára drengur með hendur á lofti skotinn til bana Lögreglan í Chicago birti í gærkvöldi myndband sem sýnir lögregluþjón skjóta þrettán ára dreng til bana í lok mars. Drengurinn virðist hafa verið með hendur sínar á lofti þegar hann var skotinn. Erlent 16.4.2021 09:36
Átta sagðir látnir í skotárás í Indianapolis Að minnsta kosti átta eru látnir eftir skotárás í Indianapolis í Bandaríkjunum og margir særðir. Vitni segjast hafa heyrt skothvelli á starfsstöðvum FedEx og einn segist hafa séð mann hleypa af sjálfvirku skotvopni. Erlent 16.4.2021 07:12
Ráðherrar mætast fyrst í Reykjavík Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, mun ferðast til Íslands í næsta mánuði. Þá mun hann leiða sendinefnd Rússa á fundi Norðurskautsráðsins í Reykjavík og taka við formennsku í ráðinu til næstu tveggja ára. Innlent 15.4.2021 15:23
Lögreglumaðurinn ber ekki vitni um dauða Floyd Málsvörn Dereks Chauvin, fyrrverandi lögreglumannsins sem er ákærður fyrir að valda dauða Georges Floyd í Minneapolis í fyrra, lauk í dag án þess að hann bæri sjálfur vitni. Hann ákvað að nýta sér stjórnarskrárvarinn rétt sinn til þess að bendla sjálfan sig ekki við glæp með því að bera vitni. Erlent 15.4.2021 15:21
Jennifer Lopez og Alex Rodriguez hætt saman Ofurparið Jennifer Lopez og Alex Rodriguez heyrir nú sögunni til. Parið hefur slitið tveggja ára trúlofun sinni og segist í sameiginlegri yfirlýsingu hafa áttað sig á því að betur færi á því að þau væru vinir en par. Lífið 15.4.2021 14:01
Vísa tíu Rússum úr landi og beita refsiaðgerðum Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að tíu rússneskum erindrekum verður vikið úr landi og refsiaðgerðum beitt gegn 32 einstaklingum og fyrirtækjum í Rússlandi. Þar að auki verður bandarískum bönkum meinað að taka þátt í ríkisskuldabréfaútboðum í rúblum. Erlent 15.4.2021 13:30
Stofna til nýrrar Kína-rannsóknar á tíu klukkustunda fresti Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur um 2.000 mál í rannsókn sem rekja má til kínverskra stjórnvalda. Þá er stofnað til nýrrar rannsóknar á „tíu klukkustunda fresti“, segir forstjóri stofnunarinnar. Erlent 15.4.2021 12:51
Sagður hafa í hyggju að grípa til refsiaðgerða gegn Rússum Bandaríkjastjórn er sögð ætla að grípa til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum vegna meintra afskipta af bandarísku forsetakosningunum og fjölda tölvuárása á bandarísk fyrirtæki og stofnanir. Erlent 15.4.2021 07:33
Lögreglukonan sem skaut Wright ákærð fyrir manndráp Lögreglukonan sem skaut Daunte Wright til bana eftir að hann var stöðvaður fyrir umfarðalagabrot verður ákærð fyrir manndráp. Hin 48 ára gamla Kimberly A. Potter, sem hafði starfað hjá lögreglunni í Brooklyn Center í Minnesota, segist hafa skotið Wright fyrir mistök er hann reyndi að komast á brott. Erlent 14.4.2021 16:54
Sendu skýr skilaboð fyrir leik Leik Brooklyn Nets og Minnesota Timberwolves var frestað um sólahring eftir að svartur maður var skotinn til bana af lögreglu á sunnudag. Þegar liðin mættust í nótt klæddust leikmenn liðanna stuttermabolum með skýrum skilaboðum. Körfubolti 14.4.2021 15:01
Svikahrappurinn Bernie Madoff er dáinn Hinn víðfrægi svikahrappur Bernie Madoff er dáinn. Hann dó fangelsi í Norður-Karólínu, þar sem hann var að afplána 150 ára fangelsisdóm fyrir umfangsmikil fjársvik. Erlent 14.4.2021 13:57
Bann við þungunarrofi vegna Downs fær að standa Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að lög sem leggja bann við þungunarrofi þegar fóstur greinist með Downs-heilkenni í Ohio megi standa. Annar áfrýjunardómstóll hafði áður fellt sambærileg lög í Arkansas úr gildi og er líklegt að bannið komi nú til kasta íhaldssams Hæstaréttar Bandaríkjanna. Erlent 14.4.2021 13:09
Einn þekktasti piparsveinn heims kemur út úr skápnum Colton Underwood opnaði sig um kynhneigð sína í þættinum Good Morning America þar sem fram kom að hann væri samkynhneigður. Lífið 14.4.2021 12:19
Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. Erlent 14.4.2021 10:11
Finnst hann þurfa að biðja alla bandaríska Indverja afsökunar Leikarinn Hank Azaria segist finnast hann þurfa að biðja alla Bandaríkjamenn af indverskum uppruna afsökunar vegna persónunnar Apu Nahasapeemapetilon í sjónvarpsþáttunum um Simpson-fjölskylduna. Erlent 14.4.2021 09:01
Vinur Gaetz sagður vinna með yfirvöldum í rannsókn á mansali Kjörinn fulltrúi í Flórída og félagi bandaríska fulltrúadeildarþingmannsins Matts Gaetz er sagður vinna með saksóknurum að rannsókn á meintu mansali þeirra beggja. Þeir Gaetz eru sakaðir um að hafa greitt ungum konum fyrir kynlíf. Erlent 14.4.2021 08:48
Áfram mótmælt á götum Minneapolis Áfram var mótmælt á götum Brooklyn Center, úthverfi Minneapolis í Minnesota, í nótt eftir að hinn tvítugi Daunte Wright var skotinn til bana af lögreglunni á sunnudag. Að minnsta kosti sextíu mótmælendur voru handteknir í mótmælum næturinnar. Erlent 14.4.2021 07:26