
Bókmenntir

Bókasafn óstarfhæft vegna óánægju með hinsegin bókmenntir
Bókasafni í bænum Vinton í Iowa hefur verið lokað tímabundið vegna uppsagna meirihluta starfsfólksins. Ástæðurnar fyrir uppsögnunum segir starfsfólkið vera áreitni bókasafnsgesta á starfsfólkinu yfir útleigu safnsins á hinsegin bókmenntum.

Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein
Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð.

Niðurskornar Íslandsdætur
Árið 2020 kom út hjá Sölku falleg og vegleg bók til heiðurs íslenskum afrekskonum og brautryðjendum, sem nefnist Íslandsdætur. Textinn er eftir Nínu Björk Jónsdóttur og myndirnar eftir Auði Ýr Elísabetardóttur. Þótti fjölskyldu minni sérstaklega vænt um umfjöllunina þar um ömmu mína, Jórunni Viðar tónskáld.

„Hann er svolítið að skíta upp á bak í lífinu“
Haraldur Ari Stefánsson fer með hlutverk Ása í nýju hljóðseríunni Skerið sem kom út í sex pörtum hjá Storytel. Sjálfur ólst hann upp við að hlusta á útvarpsleikrit á kasettu með bræðum sínum fyrir svefninn en pabbi hans, Stefán Jónsson, hefur einnig leikið í nokkrum slíkum.

„Fullnægjandi að segja satt“
Rithöfundurinn og lífskúnstnerinn María Elísabet Bragadóttir er að senda frá sér nýja bók í dag. Bókin ber nafnið Sápufuglinn og verður útgáfunni fagnað í Mengi í dag klukkan 17:00 ásamt Brynju Hjálmsdóttur, sem er að gefa út leikverkið Ókyrrð. Blaðamaður tók púlsinn á Maríu Elísabetu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

„Þá var ekkert annað í stöðunni en að finna sér einhvern tilgang í lífinu“
Rithöfundurinn Rebekka Sif Stefánsdóttir hefur starfað sem söngkona og söngkennari frá því að hún var tvítug. Í ár er hún að gefa út hvorki meira né minna en tvær skáldsögur með þriggja mánaða millibili. Hún fann sinn tilgang í skrifunum þegar Covid faraldurinn skall á.

Vann eftirsótt verðlaun með frumraun sinni
Lilja Cardew vann kápuverðlaun bókaútgefandans Penguin á dögunum fyrir hennar hugmynd af kápu bókarinnar Diary of a Young Naturalist. Þetta var í fyrsta sinn sem Lilja teiknaði bókakápu en 1.500 manns tóku þátt í keppninni.

„Ég er stærsti aðdáandi hennar“
Felix Bergsson og tengdadóttir hans Þuríður Blær Jóhannsdóttir tala saman inn á sögurnar um Ævintýri Freyju og Frikka sem Felix sjálfur er rithöfundurinn að og segir viðtökurnar hafa farið vonum framar.

Lína langsokkur eða Lóa langsokkur?
Fyrst þegar Pippi Långstrump eftir Astrid Lindgren var þýdd á íslensku hét söguhetjan ekki Lína langsokkur, eins og við þekkjum hana í dag, heldur Lóa langsokkur. Ármann Jakobsson, íslenskufræðingur og rithöfundur, vakti athygli á þessu á Twitter í gær.

Hvunndags hetjan Auður spyr hvað Drottinn sé að drolla
Hvunndags hetjan eftir Auði Haralds setti allt á annan endan í þjóðfélaginu þegar hún kom út fyrir fjörutíu og þremur árum og seldist í bílförmum. Hljótt hefur verið um höfundinn undanfarin fimmtán ár á ritvellinum en nú er Auður óvænt komin með nýja bók sem rauk út við Melabúðina í dag.

„Að gefa út bók er algjör berskjöldun“
Elsa Margrét Böðvarsdóttir gaf út sína fyrstu bók Dansað í friði í maí síðastliðnum. Elsa Margrét er viðskiptafræðingur og viðurkenndur bókari að mennt en hún ákvað loks á fimmtugsaldri að nota vinstra heilahvelið meira og hvíla það hægra og gefa sig á vald listsköpunar, sem hafði legið í dvala að mestu síðan á unglingsárum. Blaðamaður heyrði í Elsu og fékk nánari innsýn í hennar skapandi hugarheim.

Sýningin Tinni á Íslandi opnar í Epal Gallerí
Það var mikil gleði á opnun myndlistarsýningarinnar Tinni á Íslandi í gær en myndlistarmaðurinn og rithöfundurinn Óskar Guðmundsson er maðurinn á bak við verkin.

Hætti í íþróttum og gerðist listamaður eftir lestur á Heimsljósi
Sunnudaginn 5. júní næstkomandi treður Mugison upp á Gljúfrasteini á fyrstu tónleikum sínum í sumar. Með tónleikunum greiðir tónlistarmaðurinn áratugalanga skuld til Halldórs Laxness. Þegar Mugison var ungur maður hætti hann í íþróttum og ákvað að gerast listamaður eftir lestur á Heimsljósi skáldsins.

Umbi slær á putta stjórnar Miðstöðvar íslenskra bókmennta
Nýtt álit umboðsmanns Alþingis hlýtur að setja styrkveitingar á Íslandi í uppnám. Í álitinu kemur fram að gögn skorti sem skýri hvers vegna þessi fær styrk og annar ekki.

Fengu áður óbirtan ljóðabálk eftir Davíð Stefánsson
Nítján erinda ljóðabálkur eftir Davíð Stefánsson er nú kominn í hendurnar á Davíðshúsi sem rekið er af Minjasafninu á Akureyri. Ljóðin voru ort til æskuvinkonu Davíðs.

Hjartasteinn afhjúpaður í minningu Guðrúnar Helgadóttur
Í gær var lagður hjartasteinn í minningu Guðrúnar Helgadóttur fyrir framan Bæjarbíó í miðbæ Hafnarfjarðar en Guðrún lést þann 23.mars síðastliðinn. Fjölskylda Guðrúnar afhjúpaði minnisvarðann.

Landverðir gáfu Barnaspítalanum fjölda gjafa
Ofurhetjurnar Landverðirnir afhentu Barnaspítala hringsins fjölda gjafa í gær. Meðal gjafa voru Playstation tölvur, fjarstýringar, LEGO-kubbar, boltar og bækur.

Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar fóru til Lindu, Sverris og Kristínar Helgu
Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar 2022 fóru fram í dag og þeir sem hlutu verðlaunin voru Linda Ólafsdóttir fyrir Reykjavík barnanna, Sverrir Norland fyrir Eldhugar: Konurnar sem gerðu aðeins það sem þær vildu og Kristín Helga Gunnarsdóttir fyrir Ótemjur.

Ridley Scott tryggir sér kvikmyndarétt að nýjustu skáldsögu Ragnars
Framleiðslufyrirtæki leikstjórans og kvikmyndaframleiðandans Ridley Scott hefur tryggt sér réttinn að Úti, nýjustu skáldsögu Ragnars Jónassonar.

Kveður bókaútgáfuna eftir 36 ár: „Maður þarf að vera með sálina í þessu“
Nanna Rögnvaldardóttir lét af störfum sem ritstjóri Forlagsins síðastliðinn fimmtudag eftir 36 ár í bókaútgáfu en hún hefur komið víða við á sínum ferli, ritstýrt hundruð bóka og skrifað á þriðja tug sjálf. Hún hefur þó ekki endanlega sagt skilið við bækurnar, þó hún útiloki að hún muni skrifa aðra matreiðslubók.

Bál tímans og Bannað að eyðileggja tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Bækurnar Bál tímans og Bannað að eyðileggja eru þær íslensku bækur sem tilnefndar eru til Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Alls eru þrettán norrænar mynda-, unglinga-, og ljóðabækur tilnefndar til verðlaunanna.

Vildi feta aðrar og myrkari slóðir: „Þær voru svolítið skrítnar á svipinn“
Í ár hlýtur Ragnheiður Gestsdóttir Blóðdropann, hin íslensku glæpasagnaverðlaun fyrir bókina Farangur. Hún er önnur glæpasaga Ragnheiðar sem hefur skrifað mikið fyrir börn og unglinga. Sagan segir frá Ylfu sem leggur á flótta frá ofbeldisfullum sambýlismanni.

Okkar Astrid Lindgren kveður
Eftir að andlátsfregn birtist, að Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður væri látin, hafa fjölmargir lýst yfir aðdáun sinni á þessum áhrifamikla rithöfundi, og kvatt hana með miklu þakklæti. Þjóðin syrgir nú einn sinn allra vinsælasta höfund.

Guðrún Helgadóttir er látin
Guðrún Helgadóttir, rithöfundur, fyrrverandi alþingismaður og forseti Alþingis, lést í nótt á hjúkrunarheimilinu Mörk í Reykjavík. Guðrún var 86 ára að aldri.

Ekkert barnabókahandrit uppfyllti kröfur dómnefndar
Barnabókaverðlaunin sem kennd eru við Guðrúnu Helgadóttur rithöfund verða ekki afhent í ár þar sem ekkert þeirra handrita sem barst dómnefnd uppfyllti kröfur nefndarinnar.

„Ég sofnaði á milli hríða og dreymdi að ég væri í IKEA“
„Þann 24. febrúar síðastliðinn, fyrir ellefu dögum, fæddi ég litla konu. Ég var í þrjá sólarhringa að komast upp í tíu í útvíkkun, þar af einn sólarhring uppi á spítala. Þegar ég var komin upp í tíu bað ég um mænudeifingu, sogklukku, tangir, mig langar í bjöllukeisara sagði ég. Nei, það langar þig ekki sagði ljósmóðirin.“

Fríða, Sigrún, Margrét og Linda fengu Fjöruverðlaunin 2022
Rithöfundarnir Fríða Ísberg, Sigrún Helgadóttir, Margrét Tryggvadóttir og Linda Ólafsdóttir fengu í dag afhent Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, við hátíðlega athöfn í Höfða í Reykjavík. Þetta er í sextánda sinn sem verðlaunin eru afhent.

Til hamingju með Marakess-sáttmálann
Aðild Íslands að Marakess-sáttmálanum tekur formlega gildi í dag og því ástæða til að fagna. Undirritun sáttmálans tryggir aðgengi að fjölbreyttara efni fyrir blinda, sjónskerta og fólk með lestrarhömlun og nú með þeim hætti að ekki skiptir máli hvar í heiminum bækur og annað prentefni er gefið út.

Elísabet og Steinar Bragi tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Rithöfundarnir Elísabet Jökulsdóttir og Steinar Bragi eru í hópi þeirra fjórtán höfunda sem hafa verið tilnefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Verðlaunin verða hafhent í Helsinki í Finnlandi 1. nóvember. Elísabet er tilnefnd fyrir Aprílsólarkulda og Steinar Bragi fyrir Truflunina.

Rektor kveðst ekki hafa haft afskipti af máli seðlabankastjóra
Rektor Háskóla Íslands hafnar því að hann hafi haft bein afskipti á máli seðlabankastjóra, sem er sakaður um ritstuld, og segir málið ekki á sínu borði. Siðanefnd háskólans sagði af sér í síðustu viku en málið er enn á þeirra borði og þarf því að skipa nýja nefnd til að taka málið fyrir.