Segir rithöfunda bera skarðan hlut frá borði í stafrænum heimi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 13:46 Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að rithöfundar um allan heim glími við svipuð vandamál nú þegar streymisveitur með hljóð-og rafbækur festa sig betur í sessi. Örmarkaðurinn á Íslandi sé þó mun berskjaldaðri gagnvart þeim stórum breytingum heldur en aðrir. Framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands segir að hlutur rithöfunda minnki sífellt í takt við aukna útbreiðslu á verkum þeirra á streymisveitum. Færri og færri geti lagt fyrir sig að verða atvinnuhöfundar í núverandi viðskiptaumhverfi. Kallað er eftir stjórnsýslulegri ákvörðun um að tryggja fjölbreytni til að ljóð og jaðarbókmenntir hverfi ekki úr bókmenntaflóru landsmanna. Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að með innreið streymisveitna séu ótal margar áskoranir sem blasi við höfundum. „Það eru færri og færri krónur sem skila sér í vasa þeirra sem skapa hin raunverulegu verðmæti; skáldverkin, fræðiritin og þýðingarnar og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.“ Hún skynji að sömu áhyggjur hvíli þungt á kollegum hennar úti í heimi. „Þetta er bara mjög einfaldlega raunveruleiki sem blasir við öllum að þegar stóru fyrirtækin hvort sem þau heita Amazon, Google eða Storytel eða hvað sem er, þegar þau koma á markaðinn þá eru þau fyrst og fremst viðskiptamódel sem eiga að skila eigendum sínum tekjum.“ Örmarkaðir séu sérstaklega viðkvæmir gagnvart stórum breytingum. „Norðmenn skilgreina sig sem örmarkað í útrýmingarhættu og ég veit þá eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota yfir okkur. Á okkar markaði eru bara svo fáir sem lesa þetta mál okkar að öll sala sem breytist á þann hátt að höfundurinn fær minni hlut hún bara skiptir rosalega miklu máli.“ Hljóðið sé afar þungt í kollegum hennar úti í heimi. „Menn tala um bara að það séu færri og færri höfundar sem geti verið atvinnurithöfundar og þá erum við satt best að segja að stíga dálítið stórt skref aftur á bak.“ Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir bókmenntaþjóðina Ísland þegar fram í sækir ef þetta heldur áfram svona? „Mín persónulega skoðun er sú að það verði að vera stjórnsýsluleg ákvörðun að tryggja fjölbreytni í íslenskum bókmenntum vegna þess að ef við ætlum bara að vera með bókamarkað þar sem vinsælustu bækurnar skila einhverju, þar sem við gefum í rauninni ekki svigrúm fyrir ljóð, jaðarbókmenntir og barnabókmenntir eða bara allt annað en það sem selst rosalega vel, þá verðum við svo miklu, miklu, miklu fátækari.“ Bókmenntir Stafræn þróun Kjaramál Tengdar fréttir Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00 Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Ragnheiður Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Rithöfundasambands Íslands, segir að með innreið streymisveitna séu ótal margar áskoranir sem blasi við höfundum. „Það eru færri og færri krónur sem skila sér í vasa þeirra sem skapa hin raunverulegu verðmæti; skáldverkin, fræðiritin og þýðingarnar og þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri.“ Hún skynji að sömu áhyggjur hvíli þungt á kollegum hennar úti í heimi. „Þetta er bara mjög einfaldlega raunveruleiki sem blasir við öllum að þegar stóru fyrirtækin hvort sem þau heita Amazon, Google eða Storytel eða hvað sem er, þegar þau koma á markaðinn þá eru þau fyrst og fremst viðskiptamódel sem eiga að skila eigendum sínum tekjum.“ Örmarkaðir séu sérstaklega viðkvæmir gagnvart stórum breytingum. „Norðmenn skilgreina sig sem örmarkað í útrýmingarhættu og ég veit þá eiginlega ekki hvaða orð ég á að nota yfir okkur. Á okkar markaði eru bara svo fáir sem lesa þetta mál okkar að öll sala sem breytist á þann hátt að höfundurinn fær minni hlut hún bara skiptir rosalega miklu máli.“ Hljóðið sé afar þungt í kollegum hennar úti í heimi. „Menn tala um bara að það séu færri og færri höfundar sem geti verið atvinnurithöfundar og þá erum við satt best að segja að stíga dálítið stórt skref aftur á bak.“ Hvaða þýðingu heldurðu að þetta hafi fyrir bókmenntaþjóðina Ísland þegar fram í sækir ef þetta heldur áfram svona? „Mín persónulega skoðun er sú að það verði að vera stjórnsýsluleg ákvörðun að tryggja fjölbreytni í íslenskum bókmenntum vegna þess að ef við ætlum bara að vera með bókamarkað þar sem vinsælustu bækurnar skila einhverju, þar sem við gefum í rauninni ekki svigrúm fyrir ljóð, jaðarbókmenntir og barnabókmenntir eða bara allt annað en það sem selst rosalega vel, þá verðum við svo miklu, miklu, miklu fátækari.“
Bókmenntir Stafræn þróun Kjaramál Tengdar fréttir Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00 Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Fleiri fréttir Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Sjá meira
Forlagið vill að efni höfunda sinna verði fjarlægt úr Storytel Innkoma hljóð- og rafbókaþjónustunnar Storytel hefur fallið í grýttan jarðveg meðal hóps rithöfund. 23. febrúar 2018 08:00
Bókaútgáfa á bjargbrúninni Bókabransinn hæstánægður með frambjóðendur sem allir vilja afnema virðisaukaskatt á bækur, nema Vilhjálmur Bjarnason. 19. október 2017 10:51