
EM 2015 í Berlín

Pavel: Veit ekki hvort ég mátti gefa treyjuna?
Pavel Ermolinskij kveikti í íslenska liðinu gegn því spænska á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur á stuttum tíma í fyrri hálfleik.

Jón Arnór: Var að spá í að auglýsa mig á Twitter
Jón Arnór Stefánsson var að mörgu leyti sáttur með spilamennsku íslenska landsliðsins gegn því spænska, þrátt fyrir 26 stiga tap, 73-99.

Haukur: Vorum hrikalega flottir í 20 til 30 mínútur
Haukur Helgi Pálsson var næststigahæstur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í kvöld þegar liðið tapaði með 26 stigum á móti stjörnuprýddu spænsku landsliðinu í fjórða leik sínum í úrslitakeppni Evrópumótsins í Berlín.

Hlynur: Ekki vanur því að spila svona seint á kvöldin
Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska körfuboltalandsliðsins, gaf allt sitt að venju í kvöld þegar Ísland tapaði 99-73 á móti Spánverjum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Spánn 73-99 | Frábær kafli í fyrri en 26 stiga tap
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 26 stiga mun á móti Spánverjum í kvöld, 99-73, í fjórða leik sínum á Evrópumótinu í körfubolta.

Ítalir unnu Þjóðverja í framlengingu | Þriðja tap heimamanna í röð
Ítalir unnu sinn þriðja sigur í röð og komust upp í annað sæti B-riðilsins á Evrópumótinu í körfubolta eftir 89-82 sigur á Þjóðverjum í framlengdum leik í kvöld.

Finnur: Eigum enn inni þennan draumaskotleik
Finnur Freyr Stefánsson, aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í körfuknattleik sá jákvæða punkta í 29 stiga tapi gegn Serbíu í gær en íslenska liðinu gekk illa að hitta úr skotunum sínum í leiknum.

Hækkuðu vítanýtinguna sína annan leikinn í röð
Íslenska landsliðið í körfuknattleik hefur hitt betur og betur úr vítaskotum sínum með hverjum leik sem líður eftir að hafa aðeins nýtt 55% vítanna í fyrsta leik.

Serbar enn sjóðandi heitir frá því í sigrinum á Íslandi í gær
Milos Teodosic átti stórleik með serbneska landsliðinu í dag þegar liðið vann 19 stiga sigur á Tyrkjum, 91-72, í B-riðli Evrópukeppninnar en þetta var fyrsti leikur dagsins í riðli Íslands.

Haukur: Kominn tími til að við hittum eins og brjálæðingar
Haukur Helgi Pálsson segir að það sé kominn tími til þess að íslenska liðið eigið góðan skotleik og segist hann vera viss um að þegar sá leikur komi muni liðið ná að vinna einn sigur á EM í körfubolta.

Pavel: Ég er jóker hérna
Pavel Ermolinskij spilar margar stöður fyrir íslenska körfuboltalandsliðið á Evrópumótinu í Berlín en þjálfarateymið reynir oft að stilla honum upp á óvenjulegum stöðum til að reyna nýta sér hæð og fjölhæfni hans betur.

Jakob: Þurfum bara að gíra okkur upp fyrir Spánverjana
Jakob segir íslensku strákana vera tilbúna í að mæta öðru mjög sterku liði en þeir mæta Spánverjum í dag eftir að hafa tapað með 29 stigum gegn Serbíu í gær.

Lenda íslensku strákarnir í reiðum Spánverjum í kvöld?
Íslenska körfuboltalandsliðið spilar sinn fjórða leik á Evrópumótinu í körfubolta í kvöld þegar liðið mætir tvöföldum Evrópumeisturum Spánverja en þeir fylgdu eftir tapi í fyrsta leik með 27 stiga sigri á Tyrkjum.

Eyðimerkurgangan á enda | Fyrstu körfurnar hjá Pavel
Pavel Ermolinskij komst loksins á blað á móti Serbíu í þriðja leik liðsins í gær en hann skoraði ekki körfu í fyrstu tveimur leikjunum á Evrópumótinu í Berlín sem voru á móti Þýskalandi og Ítalíu.

Tveir stigahæstu menn mótsins spila í riðli Íslands
Spánn og Ítalía á tvo stigahæstu mennina í fyrstu þremur umferðum Evrópumótsins í körfubolta en öll liðin á Eurobasket 2015 hafa nú lokið þremur leikjum.

Helgi Már verður ekki með í kvöld vegna meiðsla
Helgi Már Magnússon, leikmaður íslenska landsliðsins í körfuknattleik, verður ekki með í leiknum gegn Spánverjum í kvöld vegna meiðsla en þetta staðfesti aðstoðarþjálfari landsliðsins í samtali við Vísi.

Hef ennþá hraðann, sem betur fer
Logi Gunnarsson bætti í gær met Herberts Arnarsonar yfir flesta leiki fyrir íslenska karlalandsliðið í Evrópukeppni. Logi var langstigahæstur í stóru tapi á móti sterku liði Serba í gær og var stoltur af liðinu þrátt fyrir skellinn.

Við erum ekkert saddir
Hvíldardagurinn fór illa með hnéð á Jóni Arnóri Stefánssyni.

Belinelli fór hamförum í seinni hálfleik | Tyrkir unnu Þjóðverja
Fjórða keppnisdegi á EM í körfubolta er lokið.

Serbar með lygilega skotnýtingu gegn Íslandi
Serbar sýndu á löngum köflum gegn Íslandi hversu öflugir þeir eru.

Pavel: Reynum að vera eins pirrandi og við getum
"Við vissum alveg að þetta gat líka gerst. Þessar lokatölur eru kannski það sem flestir bjuggust fyrir fram.,“ sagði Pavel Ermolinskij, eftir tapið á móti Serbíu í dag. Íslenska liðið lék þarna sinn þriðja leik á Evrópumótinu og varð að sætta sig við 29 stiga tap.

Logi: Erum búnir að sýna að við eigum heima hérna
Skotbakvörður íslenska körfuboltalandsliðsins er montinn af stuðningsmönnum liðsins sem láta vel í sér heyra í stúkunni.

Jón Arnór: Verður flott að fá Pavel sterkan inn í tvo síðustu leikina
Jón Arnór Stefánsson náði sér ekki alveg á strik í dag þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í þriðja leiknum sínum á Evrópumótinu í körfubolta í Berlín.

Hnéð að angra Jón Arnór: Engar áhyggjur, við bara töppum af því
Íslenska körfuboltalandsliðið var að mestu án Jóns Arnórs Stefánssonar í seinni hálfleik þegar liðið tapaði með 29 stigum á móti Serbíu í dag í þriðja leik liðsins á Evrópumótinu.

Hörður Axel: Við erum ekki í túristaferð í Berlín
Leikstjórnandinn er ánægður með baráttuna í íslenska liðinu en hann vill sigur áður en liðið fer heim.

Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta stóð lengi vel í einu allra besta liði heims.

Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri
Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta.

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland- Serbía 93-64 | Serbarnir of sterkir fyrir strákana
Íslenska körfuboltalandsliðið fékk sinn fyrsta skell á Evrópumótinu í Berlín í dag þegar liðið tapaði með 29 stiga mun á móti gríðarlega sterku liði Serbíu, 93-64.

Tony Parker orðinn sá stigahæsti í sögu EM
Tony Parker, bakvörður franska landsliðsins og NBA-liðsins San Antonio Spurs, varð í gær stigahæsti leikmaður úrslitakeppni Evrópumótsins frá upphafi.

Níu af tólf voru með í síðustu leikjum á móti Serbum
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta spilar í dag sinn þriðja leik á Evrópumótinu í Berlín en liðið mætir þá ósigruðu liði Serbíu.