Fréttir

Heitir því að klára bar­áttuna og sigra Trump

Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist ekki ætla að stíga til hliðar og lofaði að hann myndi sigra Donald Trump mótframbjóðanda sinn í komandi kosningum í ræðu sem hann hélt á kosningafundi í Wisconsin-ríki í dag. 

Erlent

Ekkert elds­neyti í Staðar­­skála

Bensínstöð N1 í Staðarskála í Hrútafirði er án eldsneytis, vegna mannlegra mistaka hjá Olíudreifingu. Framkvæmdastjóri hjá N1 segir um klukkustund í að hægt verði að taka eldsneyti á stöðinni að nýju. 

Innlent

Viðrar vel til há­tíða víðs vegar um helgina

Stór ferðahelgi er í vændum á Íslandi og eru margir að undirbúa sig fyrir ferðalag um þessar mundir. Mikið er um að vera víðs vegar á landinu en þar má helst nefna Írska daga á Akranesi, fjölskylduhátíðina Allt í blóma á Hveragerði og Goslokahátíð í Vestmannaeyjum.

Veður

Ekki spurst til mannsins síðan snemma í gær

Leit stendur enn yfir að manni við Skálafellsjökul á Suð-Austurlandi en mannsins hefur verið leitað síðan klukkan sjö í morgun. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út ásamt björgunarfólki Hornafjarðar en talið er að maðurinn sé búinn að vera einn á gangi á svæðinu síðan í gærmorgun.

Innlent

Segir Mið­flokkinn vilja skreyta sig stolnum fjöðrum

Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, lætur Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins ekki eiga neitt inni hjá sér en í kröftugri svargrein um Mannréttindastofu segir hún Sigmund og þá Miðflokksmenn innilega ósamkvæma sjálfum sér.

Innlent

Vill gera smokkinn sexí aftur

Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskólans í Reykjavík segir áríðandi að gera smokka sexí aftur. Auk þess þurfi að tryggja betra aðgengi að þeim. Í gær var greint frá því að fjölgun hefði orðið í greiningum kynsjúkdóma. Sóttvarnalæknir segir það mögulega tengjast minni notkun smokksins og breyttri kynhegðun ungs fólks.

Innlent

Tjald­stæða­dólgur hótar að sverta staðinn á netinu

Ásta Halla Ólafsdóttir sér um tjaldstæðið á Hvolsvelli og þar getur gengið á ýmsu. Þannig lenti hún í einum í gær sem ekki er hægt að kalla annað en tjaldstæðadólg. Hann neitar að borga eftir skammir fyrir að kveikja í einnota grilli á túni og hótaði að bera út kjaftasögur um tjaldstæðið á netinu.

Innlent

Dæmdar tæp­lega fimm­tíu milljónir fjór­tán árum eftir hand­tökuna

Guðmundur Gunnlaugsson lagði íslenska ríkið í gær sem þarf að greiða honum 47,8 milljónir króna í bætur vegna handtöku og gæsluvarðhalds sem hann sætti árið 2010. Það er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur, en 26,3 milljónir sem Guðmundur hefur þegar fengið í bætur verða dregnar frá bótaupphæðinni.

Innlent

Svindlsíður herja á landsmótsgesti

Gestir á Landsmóti hestamanna hafa verið varaðir við nokkrum svindlsíðum á samfélagsmiðlum og aðallega Facebook sem hafa peninga af fólki með því að lofa beinu streymi af keppni Landsmótsins sem fer nú fram í Reykjavík.

Innlent

Sunak segir af sér og hættir sem leið­togi

Rishi Sunak fór í morgun ásamt eiginkonu sinni Akshata Murty á fund Karls Bretakonungs þar sem hann sagði af sér embætti forsætisráðherra en íhaldsflokkurinn beið afhroð í kosningunum sem fram fóru í gær.

Erlent

Sagði hvorki unnustu sína né börn hennar verð­skulda líf

Karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellda líkamsárás og stórfelld brot í nánu sambandi, en meint brot mannsins beindust að unnustu hans. Honum er gefið að sök að hafa endurtekið og á sérstaklega sársaukafullan hátt ógnað lífi og heilsu konunnar með andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum.

Innlent

Hvetur fólk til að skipta sér meira af öðrum

Afbrotafræðingur segir fólk ekki eiga að vera hrætt við að vera afskiptasamt ef það telur annað fólk í hættu eða í þörf á aðstoð. Ábyrgðarþynning [e. bystander effect] geri það að verkum að fólk bregðist síður við.

Innlent