Skoðun

Raddir, sýnir og aðrar ó­hefð­bundnar skynjanir

Svava Arnardóttir skrifar

Í dag, 14. september, er alþjóðlegur dagur raddheyrara og allra þeirra sem eiga óhefðbundnar upplifanir (World Hearing Voices Day). Vissir þú að það að heyra raddir, sjá sýnir eða eiga aðrar óhefðbundnar upplifanir af lífinu er töluvert algengara en fólk gerir sér grein fyrir?

Skoðun

Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heil­brigðis­ráð­herra

Eldur Smári Kristinsson skrifar

Alma Möller,heilbrigðisráðherra og fyrrverandi landlæknir skrifaði skoðanapistil sem birtist á Vísi dag undir fyrirsögninni „Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við transfólk“. Í kjölfarið birti RÚV frétt sem er skrifuð uppúr pistli Ölmu.

Skoðun

Eftir höfðinu dansa limirnir

Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar

Ríkisvaldið stuðlar að jaðarsetningu innflytjenda og ýtir undir andúð í þeirra garð – og það gera þeir atvinnurekendur líka sem gera engar kröfur til færni starfsfólks í íslensku.

Skoðun

Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli

Alma Möller skrifar

Sýklasótt (sepsis) er lífshættulegt ástand sem myndast vegna blöndu áhrifa alvarlegrar sýkingar og viðbragða ónæmiskerfisins. Hún getur þróast hratt og valdið líffærabilun og dauða ef ekki er gripið hratt inn í. Rannsóknir sýna að með hverri klukkustund sem líður án viðeigandi meðferðar minnka lífslíkur sjúklings verulega.

Skoðun

Frá upp­lausn til upp­byggingar

Þór Pálsson skrifar

Á þessum vettvangi birtist nýlega grein eftir Friðrik Þór Friðriksson og Böðvar Bjarka Pétursson. Í greininni kom fram furðuleg sýn á rekstur Kvikmyndaskóla Íslands, full af rangfærslum og ónákvæmni. Greinin birtist í kjölfar fjölda áreitinna tölvupósta frá Böðvari Bjarka, sem beint hefur verið að starfsfólki og nemendum skólans.

Skoðun

Hags­munir sveitanna í vasa heild­sala

Anton Guðmundsson skrifar

Við stöndum nú frammi fyrir ákvarðanatöku sem getur haft afgerandi áhrif á framtíð íslensks landbúnaðar. Fjármála- og efnahagsráðherra hefur boðað lagasetningu sem breytir tollflokkun svonefnds pítsaosts – osts með viðbættri jurtafitu – þannig að innflutningur hans verði tollfrjáls.

Skoðun

Verið að vinna sér í haginn

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tekin hefur verið ákvörðun um það af hálfu Daða Más Kristóferssonar, fjármálaráðherra Viðreisnar, að skuldaviðmið í fjárlagafrumvarpi næsta árs miðist við viðmið Evrópusambandsins í þeim efnum en ekki þau sem kveðið er á um í lögum um opinber fjármál.

Skoðun

Óvelkomnar alls staðar

Kristín Davíðsdóttir skrifar

Nýlega fékk Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, úthlutað húsnæði í Ármúla eftir margra ára leit að nýju húsnæði enda núverandi húsnæði gamalt og löngu úr sér gengið. Líkt og við var að búast hafa verðandi nágrannar áhyggjur af því að konurnar sem þangað leita muni hafa neikvæð áhrif á starfsemina sem rekin er á nærliggjandi stöðum.

Skoðun

Sam­stillt á­tak um öryggi Ís­lands

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa

Við lifum á tímum þar sem öryggi okkar er ekki sjálfgefið. Árásarstríð Rússlands í Úkraínu, stöðug skemmdarverk, undirróður og netárásir eru alvarlegar áminningar um þá staðreynd að ógnin er ekki afstæð og fjarlæg. Hún er raunveruleg og aðkallandi. Ísland er frjáls og friðsæl eyja en við verðum að standa vörð um öryggi okkar og frelsi til að svo verði áfram.

Skoðun

Við elskum pizzur

Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar

Í lok vikunnar fær eflaust stór hluti þjóðarinnar vatn í munninn við tilhugsunina um helgarpizzuna. Líklega er komin jafn sterk hefð meðal þjóðarinnar fyrir föstudagspizzu og sunnudagssteikinni. Lykil hráefnið í góða pizzu er rifinn ostur, oftast kallaður pizzaostur.

Skoðun

Grafið undan grunn­stoð sam­fé­lagsins

Fjölskyldan er grunnur samfélagsins. Þess vegna vekur furðu og áhyggjur að fyrsta fjárlagafrumvarp Daða Más Kristóferssonar fyrir ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur virðist líta fram hjá þeirri staðreynd. Þvert á loforð um að hækka ekki skatta og álögur á fólk og fyrirtæki eru lagðar til breytingar sem bitna sérstaklega á barnafjölskyldum og ungu fólki sem er að byggja upp heimili.

Skoðun

Fjöl­breytt líf í sjónum

Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir og Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifa

Sjórinn er og hefur verið Íslendingum mikilvæg auðlind í aldanna rás. Sjórinn er uppspretta fæðu, skaffar mörgum atvinnutækifæri, hefur áhrif á loftslag og veður, leyfir okkur að stunda frístundir líkt og köfun, brimbretti, róður, fuglaskoðun o.fl., er uppspretta listrænnar sköpunar, fyllir okkur undri og forvitni og tengir okkur við umheiminn.

Skoðun

Gætum eggja og forðumst náttúruleysi!

Pétur Heimisson skrifar

Öll trúi ég að vilji sem besta framtíð barna. Því þarf almannahagur að ráða för með það að markmiði að gæta vel helstu fjöreggja þjóðarinnar, æskunnar sem á að erfa landið og náttúrunnar.

Skoðun

Lesblinda og skóla­hald á Norður­löndunum

Snævar Ívarsson skrifar

Norðurlöndin eru almennt talin framarlega í meðhöndlun lesblindu, bæði þegar kemur að fræðslu, greiningu, snemmbúinni íhlutun og stuðningi við einstaklinga með lesblindu og lestrarörðugleika. Það stafar af sterkum velferðarkerfum, áherslu á menntun fyrir alla og mikilvægi námsstjórnunar og jafnréttis í menntakerfinu.

Skoðun

Þegar viska breytist í vopn

Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Þú lest viskuorð, og í eitt augnablik kviknar ljós innra með þér. Setning, hugsun, sannleikur — og þú finnur hann bergmála.

Skoðun

Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Til­tekt“ á kostnað lífs­kjara

Svandís Svavarsdóttir og Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifa

Ríkisstjórnin kallar fjárlagafrumvarp sitt aðhaldssamt og ábyrgt – forsætisráðherra talar um „tiltekt“. En sú tiltekt er öll á kostnað láglaunafólks og almennings. Fjárlagafrumvarpið eykur misskiptingu, dregur úr aðgengi að grunnþjónustu og leggur byrðarnar á herðar þeirra sem minnst hafa.

Skoðun

Verndum líf­fræði­lega fjöl­breytni í hafi!

Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa

Líffræðileg fjölbreytni er undirstaða heilbrigðra vistkerfa sem viðhalda lífkerfum jarðar. Hnignun hennar er eitt af stærstu umhverfisvandamálum samtímans og helst í hendur við loftslagsbreytingar, sjálfbæra þróun, auðlindanýtingu, efnahag, mengun og lýðheilsu.

Skoðun

Jafn­réttis­stofa í 25 ár: Er þetta ekki komið?

Martha Lilja Olsen skrifar

Jafnréttisstofa hóf formlega starfsemi sína þann 15. september 2000 og á því 25 ára afmæli um þessar mundir. Við slík tímamót er fullt tilefni til að líta um öxl, horfa yfir farinn veg ásamt því að íhuga stöðu dagsins í dag og þörfina fyrir opinbera stofnun á sviði jafnréttismála.

Skoðun

Hvar er textinn?

Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar

Þessi spurning ómaði í huga mér og eflaust margra annara í sömu stöðu og ég er þegar enginn texti birtist með innlendu sjónvarpsefni RÚV (rás 888). Það hefur gerst alloft. Í gærkvöldi (10.09.2025) þegar umræður um stefnuræðu forsætisráðherra (klukkan 19:40) fóru fram var engin texti sjáanlegur.

Skoðun

Berklar, Krakk og Rough Sleep

Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Undanfarnar vikur hefur B-teymið (vettvangsteymið) hjá göngudeild smitsjúkdóma Landspítalans verið í fræðslu- og vinnuferð í London. Tilgangurinn var að kynna okkur starf og aðferðir í baráttunni við smitsjúkdóma meðal jaðarsettra hópa.

Skoðun

Blóðugar af­leiðingar lyga

Hjörvar Sigurðsson skrifar

Hverjar eru afleiðingar þess að ljúga? Að ýkja? Að afmennska og skrímslavæða? Undanfarin ár hafa minnt okkur miskunnarlaust á að afleiðing þess er ofbeldi og blóðsúthellingar.

Skoðun

Hin­segin sam­fé­lagið á heimili í Hafnar­firði

Valdimar Víðisson skrifar

Það er mikilvægt að styðja við hinsegin samfélagið, standa vörð um mannréttindi og koma fram af virðingu við hvert annað. Við viljum byggja Hafnarfjörð sem er ekki aðeins fallegur að sjá, heldur líka sterkur í innviðum sínum, samfélag þar sem allir geta verið þeir sjálfir, án þess að þurfa að óttast fordóma eða mismunun.

Skoðun

Á­hrif Vestur­landa og vöxtur Kína

Jón Sigurgeirsson skrifar

Kína hefur sameinað ríkisafskipti og markaðsframtak á hátt sem hefur lyft landinu úr fátækt í átt að hátækni-iðnaðarveldi. Reynslan sýnir að stöðugleiki, menntun og langtímastefna geta verið jafn mikilvæg og frjáls markaður.

Skoðun