Erlent Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Erlent 2.9.2023 21:36 Var nýmættur til Hong Kong þegar fellibylurinn skall á Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré. Erlent 2.9.2023 19:11 Skógareldarnir á Tenerife í rénun Skógareldarnir á Tenerife eru skæðustu skógareldar ársins á Spáni og þeir skæðustu á Kanaríeyjum í meira en 40 ár. Erlent 2.9.2023 15:08 Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. Erlent 2.9.2023 13:44 Minnst einn látinn vegna Saola Fellibylurinn Saola olli töluverðum skemmdum á Hong Kong en þó minni en óttast var, þar sem hann veiktist á leið að eyjunum. Tré rifnuðu upp og brotnuðu víða og minnst einn hefur látið lífið eftir að fellibylurinn fór nærri Hong Kong og Macau í Kína. Erlent 2.9.2023 10:05 Skaut ólétta konu sem sökuð var um búðahnupl til bana Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum birtu í gær myndband sem sýnir þegar lögregluþjónn skaut ólétta unga konu til bana, eftir að hún hafði verið sökuð um þjófnað í verslun. Fjölskylda konunnar kallar eftir því að umræddur lögregluþjónn verði rekinn og ákærður fyrir banaskotið. Erlent 2.9.2023 08:17 Egypski auðkýfingurinn Al Fayed látinn Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni. Erlent 1.9.2023 21:57 Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. Erlent 1.9.2023 14:23 Skutu ferðamenn sem villtust á sæþotum Menn í strandgæslu Alsír eru sagðir hafa skotið tvo ferðamenn til bana á þriðjudaginn. Það gerðu þeir þegar ferðamennirnir fóru inn á yfirráðasvæði Alsír á sæþotum en þeir voru í fríi í Marokkó. Þriðji ferðamaðurinn var handtekinn en þeim fjórða tókst að synda á brott. Erlent 1.9.2023 14:22 Íbúar Hong Kong búa sig undir það versta Talið er að fellibylurinn Saola geti valdið miklum skaða á Hong Kong þegar hann fer þar yfir í dag. Íbúum hefur verið gert að búa sig undir það versta. Erlent 1.9.2023 11:57 Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. Erlent 1.9.2023 10:52 Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. Erlent 1.9.2023 10:42 Daníel Gunnarsson fundinn sekur um morð og limlestingu á líki Kviðdómur í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn Daníel Gunnarsson sé sekur um morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Úrskurður var kveðinn upp í héraðsdómstólnum í Kern í Bakersfield síðastliðinn miðvikudag. Erlent 1.9.2023 10:37 Fangelsisrefsing Thaksins stytt úr átta árum í eitt Konungur Taílands mildaði fangelsisrefsingu Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í dag. Hann þarf nú aðeins að afplána eitt ár af átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut. Erlent 1.9.2023 10:10 Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. Erlent 1.9.2023 09:09 Sýnt frá réttarhöldunum í beinni í sjónvarpi og á YouTube Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýnt verður beint frá réttarhöldunum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og þeim átján til viðbótar sem hafa verið ákærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. Erlent 1.9.2023 06:58 Einn leiðtoga Proud Boys fær sautján ára fangelsisdóm Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt einn leiðtoga bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys í sautján ára fangelsi fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Þetta er einn lengsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar. Erlent 1.9.2023 06:40 Fyrsta rafskútuborg Evrópu bannar þær Rafhlaupahjól verða bönnuð á götum Parísarborgar frá og með morgundeginum. Hafa starfsmenn rafhlaupahjólaleiga unnið að því síðustu daga að ná í síðustu hjólin á götum borgarinnar og ferja þau á brott. Erlent 31.8.2023 23:39 Beðnir um að loka gluggum vegna býflugna í milljónatali Fimm milljónir býflugna sluppu úr búrum sínum í gær þegar bíll sem var að flytja þær rann til á veginum í kanadísku borginni Burlington. Bílstjórar voru beðnir um að loka gluggum sínum og gangandi vegfarendur voru varaðir við. Erlent 31.8.2023 22:14 Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Erlent 31.8.2023 16:19 „Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. Erlent 31.8.2023 15:13 Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. Erlent 31.8.2023 13:49 Facebook bannar ekki forseta sem hótaði andstæðingum ofbeldi Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff. Erlent 31.8.2023 11:42 „Það er allt í lagi“ Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. Erlent 31.8.2023 11:05 Stöðvaður með stærðarinnar naut í farþegasætinu Lögreglunni í Norfolk í Nebrasaka barst í gær tilkynning um mann sem var að keyra niður þjóðveg með „kú í bílnum,“ eins og það var orðað. Þegar umræddur maður var stöðvaður kom í ljós að hann var með stórt Watusi naut í farþegasætinu. Erlent 31.8.2023 10:18 Fimm viðgerðarmenn látnir eftir að hafa orðið fyrir lest á Ítalíu Fimm verkamenn, sem unnu að viðgerð á lestarteinum á lestarstöðinni í bænum Brandizzo, létust þegar þeir urðu fyrir flutningalest í nótt. Erlent 31.8.2023 08:44 Fordæmir spillingu í tengslum við undanþágur frá herþjónustu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur fordæmt spillingu í tengslum við heilsufarslegar undanþágur frá herþjónustu en hann segir að á sumum svæðum hafi fjöldi þeirra tífaldast frá því í fyrra. Erlent 31.8.2023 06:56 Að minnsta kosti 64 látnir eftir eldsvoða í Jóhannesarborg Að minnsta kosti 64 eru látnir og 43 særðir eftir að eldur braust út í marghæða byggingu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Yfirvöld segja líklegt að fleiri séu látnir. Erlent 31.8.2023 06:40 Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. Erlent 30.8.2023 21:38 Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. Erlent 30.8.2023 16:24 « ‹ 130 131 132 133 134 135 136 137 138 … 334 ›
Senda Abrams og umdeild skot úr rýrðu úrani til Úkraínu Ríkisstjórn Bandaríkjanna mun í fyrsta skipti senda Úkraínumönnum umdeild skotfæri fyrir skriðdreka sem inniheldur rýrt úran. Skotin eru hönnuð til að fara í gegnum brynvörn annara skrið- og bryndreka og eru þau ætluð Abrams skriðdrekum sem einnig verða sendir til Úkraínu á næstu vikum. Erlent 2.9.2023 21:36
Var nýmættur til Hong Kong þegar fellibylurinn skall á Einn er látinn eftir að fellibylurinn Saola gekk yfir suðausturströnd Kína. Íslenskur skiptinemi í Hong Kong segist aldrei hafa séð annað eins veður og síðastliðna nótt. Allt sem ekki var fest niður með keðju hafi flogið af stað, meira að segja tré. Erlent 2.9.2023 19:11
Skógareldarnir á Tenerife í rénun Skógareldarnir á Tenerife eru skæðustu skógareldar ársins á Spáni og þeir skæðustu á Kanaríeyjum í meira en 40 ár. Erlent 2.9.2023 15:08
Hætta við að bjóða Rússum, Írönum og Hvít-Rússum Forsvarsmenn Nóbelsverðlaunanna hafa dregið boð til sendiherra Rússlands, Írans og Belarús (eða Hvíta-Rússlands) á afhendingu verðlaunanna í Stokkhólmi i ár til baka. Það er eftir að upprunaleg ákvörðun þeirra var harðlega gagnrýnd víða um heim og í Svíþjóð. Erlent 2.9.2023 13:44
Minnst einn látinn vegna Saola Fellibylurinn Saola olli töluverðum skemmdum á Hong Kong en þó minni en óttast var, þar sem hann veiktist á leið að eyjunum. Tré rifnuðu upp og brotnuðu víða og minnst einn hefur látið lífið eftir að fellibylurinn fór nærri Hong Kong og Macau í Kína. Erlent 2.9.2023 10:05
Skaut ólétta konu sem sökuð var um búðahnupl til bana Yfirvöld í Ohio í Bandaríkjunum birtu í gær myndband sem sýnir þegar lögregluþjónn skaut ólétta unga konu til bana, eftir að hún hafði verið sökuð um þjófnað í verslun. Fjölskylda konunnar kallar eftir því að umræddur lögregluþjónn verði rekinn og ákærður fyrir banaskotið. Erlent 2.9.2023 08:17
Egypski auðkýfingurinn Al Fayed látinn Egypski auðkýfingurinn Mohamed Al Fayed, sem var meðal annars eigandi Harrods verslunarinnar og enska knattspyrnuliðslins Fulham FC, er látinn 94 ára að aldri. Al Fayed lætur lífið rétt rúmlega 26 árum eftir að sonur hans Dodi Fayed og Díana prinsessa fórust í bílslysi í París þann 31. ágúst 1997. Fayed hélt því fram að dauði þeirra hafi verið skipulagður af bresku leyniþjónustunni. Erlent 1.9.2023 21:57
Stór ákvörðun Musk rakin til máls dóttur hans Kaup Elon Musk á samfélagsmiðlinum Twitter og stefnubreytingar miðilsins eftir kaupin eiga rætur sínar að rekja til fjölskyldumála auðkýfingsins. Þetta kemur fram í grein Wall Street Journal sem byggir á ævisögu um Elon Musk. Erlent 1.9.2023 14:23
Skutu ferðamenn sem villtust á sæþotum Menn í strandgæslu Alsír eru sagðir hafa skotið tvo ferðamenn til bana á þriðjudaginn. Það gerðu þeir þegar ferðamennirnir fóru inn á yfirráðasvæði Alsír á sæþotum en þeir voru í fríi í Marokkó. Þriðji ferðamaðurinn var handtekinn en þeim fjórða tókst að synda á brott. Erlent 1.9.2023 14:22
Íbúar Hong Kong búa sig undir það versta Talið er að fellibylurinn Saola geti valdið miklum skaða á Hong Kong þegar hann fer þar yfir í dag. Íbúum hefur verið gert að búa sig undir það versta. Erlent 1.9.2023 11:57
Telja rússneska tunglfarið hafa skilið eftir sig gíg Myndir bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA benda til þess að rússneska geimfarið Luna-25 hafi skilið eftir tíu metra breiðan gíg á yfirborði tunglsins þegar það brotlenti þar í síðasta mánuði. Luna-25 var fyrsta tunglfar Rússa í tæpa hálfa öld en leiðangurinn var unnin fyrir gýg. Erlent 1.9.2023 10:52
Ástandinu í Afríku líkt við „faraldur alræðis“ Gabon hefur verið vikið úr Afríkubandalaginu eftir að herinn handsamaði Ali Bongo, forseta landsins, og tók þar völd. Nefnd sambandsins um frið og öryggi fordæmir valdaránið en þetta er áttunda valdaránið á svæðinu á þremur árum. Erlent 1.9.2023 10:42
Daníel Gunnarsson fundinn sekur um morð og limlestingu á líki Kviðdómur í Kaliforníu hefur komist að þeirri niðurstöðu að Íslendingurinn Daníel Gunnarsson sé sekur um morð af fyrstu gráðu og limlestingu á líki. Úrskurður var kveðinn upp í héraðsdómstólnum í Kern í Bakersfield síðastliðinn miðvikudag. Erlent 1.9.2023 10:37
Fangelsisrefsing Thaksins stytt úr átta árum í eitt Konungur Taílands mildaði fangelsisrefsingu Thaksins Shinawatra, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, í dag. Hann þarf nú aðeins að afplána eitt ár af átta ára fangelsisdómi sem hann hlaut. Erlent 1.9.2023 10:10
Birtir bréf frá lækni eftir að hann fraus Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hefur sent út bréf frá lækni þingsins þar sem fram kemur að heilsa hans komi ekki í veg fyrir áframhaldandi störf. Það er í kjölfar þess að McConnell fraus á blaðamannafundi í Kentucky í vikunni og var það í annað sinn sem það gerðist á tiltölulega skömmum tíma. Erlent 1.9.2023 09:09
Sýnt frá réttarhöldunum í beinni í sjónvarpi og á YouTube Dómari í Bandaríkjunum hefur ákveðið að sýnt verður beint frá réttarhöldunum yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og þeim átján til viðbótar sem hafa verið ákærðir fyrir að reyna að hafa áhrif á niðurstöður forsetakosninganna í Georgíu árið 2020. Erlent 1.9.2023 06:58
Einn leiðtoga Proud Boys fær sautján ára fangelsisdóm Dómstóll í Bandaríkjunum hefur dæmt einn leiðtoga bandaríska hægriöfgahópsins Proud Boys í sautján ára fangelsi fyrir hlut hans í árásinni á bandaríska þinghúsið í ársbyrjun 2021. Þetta er einn lengsti dómurinn sem fallið hefur vegna árásarinnar. Erlent 1.9.2023 06:40
Fyrsta rafskútuborg Evrópu bannar þær Rafhlaupahjól verða bönnuð á götum Parísarborgar frá og með morgundeginum. Hafa starfsmenn rafhlaupahjólaleiga unnið að því síðustu daga að ná í síðustu hjólin á götum borgarinnar og ferja þau á brott. Erlent 31.8.2023 23:39
Beðnir um að loka gluggum vegna býflugna í milljónatali Fimm milljónir býflugna sluppu úr búrum sínum í gær þegar bíll sem var að flytja þær rann til á veginum í kanadísku borginni Burlington. Bílstjórar voru beðnir um að loka gluggum sínum og gangandi vegfarendur voru varaðir við. Erlent 31.8.2023 22:14
Kenndu öðrum að tæla konur í „Stríðsherbergi“ Samskipti milli Andrew Tate og samstarfsmanna hans benda til þess að þeir og menn þeim tengdir hafi tælt tugi kvenna til þess að taka upp klámefni sem þeir birtu á netinu. Afrit af samskiptum þeirra var lekið til BBC en miðillinn segist hafa fundið minnst 45 möguleg fórnarlömb Tate og félaga hans. Erlent 31.8.2023 16:19
„Þessi yfirlýsing er virðislaus“ Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik. Erlent 31.8.2023 15:13
Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. Erlent 31.8.2023 13:49
Facebook bannar ekki forseta sem hótaði andstæðingum ofbeldi Meta, móðurfélag Facebook, ákvað að hafna áliti eigin ráðgjafanefndar um að banna fyrrverandi forsætisráðherra Kambódíu sem notaði miðillinn til þess að hóta andstæðingum sínum ofbeldi. Ráðherrann hótaði að banna Facebook í landinu ef hann yrði sjálfur settur í straff. Erlent 31.8.2023 11:42
„Það er allt í lagi“ Myndband, sem talið er eitt það síðasta sem tekið var af rússneska auðjöfrinum Jevgení Prígóshín var birt í gær. Það mun hafa verið tekið upp í Afríku nokkrum dögum áður en hann dó og ræddi hann meðal annars það að fólk hefði áhyggjur af honum og öryggi hans. Erlent 31.8.2023 11:05
Stöðvaður með stærðarinnar naut í farþegasætinu Lögreglunni í Norfolk í Nebrasaka barst í gær tilkynning um mann sem var að keyra niður þjóðveg með „kú í bílnum,“ eins og það var orðað. Þegar umræddur maður var stöðvaður kom í ljós að hann var með stórt Watusi naut í farþegasætinu. Erlent 31.8.2023 10:18
Fimm viðgerðarmenn látnir eftir að hafa orðið fyrir lest á Ítalíu Fimm verkamenn, sem unnu að viðgerð á lestarteinum á lestarstöðinni í bænum Brandizzo, létust þegar þeir urðu fyrir flutningalest í nótt. Erlent 31.8.2023 08:44
Fordæmir spillingu í tengslum við undanþágur frá herþjónustu Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur fordæmt spillingu í tengslum við heilsufarslegar undanþágur frá herþjónustu en hann segir að á sumum svæðum hafi fjöldi þeirra tífaldast frá því í fyrra. Erlent 31.8.2023 06:56
Að minnsta kosti 64 látnir eftir eldsvoða í Jóhannesarborg Að minnsta kosti 64 eru látnir og 43 særðir eftir að eldur braust út í marghæða byggingu í Jóhannesarborg í Suður-Afríku í morgun. Yfirvöld segja líklegt að fleiri séu látnir. Erlent 31.8.2023 06:40
Fraus aftur í miðri setningu Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild bandaríska þingsins, fraus í miðri setningu á blaðamannafundi í Kentucky ríki í dag. Um mánuður er liðinn síðan McConnell gerði slíkt hið sama á öðrum blaðamannafundi. Erlent 30.8.2023 21:38
Pútín og Kim sagðir skiptast á bréfum Yfirvöld í Bandaríkjunum segja Vladimír Pútín, forseta Rússlands, og Kim Jong Un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa skipst á bréfum. John Kirby, talsmaður þjóðaröryggisráðs Bandaríkjanna, sagði frá því í dag að Bandaríkjamenn hefðu komist á snoðir um þessar bréfasendingar og eru þær sagðar byggja á fyrri samskiptum milli ríkjanna. Erlent 30.8.2023 16:24