Herlögin loks felld úr gildi Samúel Karl Ólason skrifar 3. desember 2024 20:51 Hermenn fyrir utan þinghúsið í Seoul í kvöld. AP/Kim Ju-sung Ríkisstjórn Suður-Kóreu hefur fellt herlög sem sett voru á þar fyrr í kvöld úr gildi. Forsvarsmenn hers ríkisins hafa sömuleiðis slitið herlagastjórninni þar á bæ og hafa hermenn verið fluttir aftur til herstöðva sinna. Hermennirnir eru sagðir hafa fagnað þegar fregnir af þessum nýjustu vendingum bárust. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði sett á neyðarlög. Hann sagðist hafa gert það til að verja landið gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu en hann hefur átt í miklu basli með stjórnarandstöðuna í Suður-Kóreu frá því hann tók við völdum. Innan við tveimur tímum eftir að hann lýsti yfir herlögum og hermenn girtu þinghúsið af, ruddust 190 þingmenn inn í þingsal, þar sem þeir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á vopnahléið og samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna. Yoon varð þó ekki við því strax. Sjá einnig: Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Atvik kvöldsins þykja líkjast stöðunni í Suður-Kóreu á níunda áratug síðustu aldar þegar ríkinu var síðast stjórnað af einræðisherra. Yfirlýsing Yoon hefur verið harðlega gagnrýnd af flestum leiðtogum Suður-Kóreu og þar á meðal af leiðtoga stjórnmálaflokks Yoon en forsetinn sagði leiðtogum flokksins ekki frá ætlunum sínum. Þegar forsetinn lýsti því yfir að herlögin yrðu felld niður gagnrýndi hann þingmenn og sérstaklega stjórnarandstöðuna áfram. Sérstaklega fyrir ítrekaðar vantrauststillögur gegn embættismönnum, saksóknurum og öðrum þingmönnum og sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni að þessar aðgerðir hefðu lamað ríkisrekstur Suður-Kóreu. Nokkuð ljóst er að vendingar kvöldsins og þessi mögulega valdaránstilraun Yoon muni draga dilk á eftir sér. BBC hefur eftir þingmönnum sem hafa setið í þingsal í Seoul í kvöld að þar séu menn sammála um að forsetinn verði að stíga til hliðar, annars verði honum vikið úr embætti. Suður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Hermennirnir eru sagðir hafa fagnað þegar fregnir af þessum nýjustu vendingum bárust. Yoon Suk Yeol, forseti Suður-Kóreu lýsti því yfir undir kvöld að hann hefði sett á neyðarlög. Hann sagðist hafa gert það til að verja landið gegn öfgaöflum og meintum kommúnistum í Suður-Kóreu en hann hefur átt í miklu basli með stjórnarandstöðuna í Suður-Kóreu frá því hann tók við völdum. Innan við tveimur tímum eftir að hann lýsti yfir herlögum og hermenn girtu þinghúsið af, ruddust 190 þingmenn inn í þingsal, þar sem þeir samþykktu einróma ályktun um að binda enda á vopnahléið og samkvæmt stjórnarskrá landsins er forseta skylt að verða við slíkri kröfu frá meirihluta þingmanna. Yoon varð þó ekki við því strax. Sjá einnig: Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Atvik kvöldsins þykja líkjast stöðunni í Suður-Kóreu á níunda áratug síðustu aldar þegar ríkinu var síðast stjórnað af einræðisherra. Yfirlýsing Yoon hefur verið harðlega gagnrýnd af flestum leiðtogum Suður-Kóreu og þar á meðal af leiðtoga stjórnmálaflokks Yoon en forsetinn sagði leiðtogum flokksins ekki frá ætlunum sínum. Þegar forsetinn lýsti því yfir að herlögin yrðu felld niður gagnrýndi hann þingmenn og sérstaklega stjórnarandstöðuna áfram. Sérstaklega fyrir ítrekaðar vantrauststillögur gegn embættismönnum, saksóknurum og öðrum þingmönnum og sagði hann samkvæmt AP fréttaveitunni að þessar aðgerðir hefðu lamað ríkisrekstur Suður-Kóreu. Nokkuð ljóst er að vendingar kvöldsins og þessi mögulega valdaránstilraun Yoon muni draga dilk á eftir sér. BBC hefur eftir þingmönnum sem hafa setið í þingsal í Seoul í kvöld að þar séu menn sammála um að forsetinn verði að stíga til hliðar, annars verði honum vikið úr embætti.
Suður-Kórea Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira