Skoðun

Bjartari fram­tíð fyrir Grind­víkinga

Ástþór Magnússon skrifar

Hugur minn er hjá Grindvíkingum ganga nú í gegnum miklar hörmungar eftir að missa heimili sín og vera í fullkominni óvissu um framhaldið. Auðvitað á ríkissjóður að styðja að fullu við bakið á því fólki sem hefur þurft að yfirgefa sína heimabyggð.

Skoðun

Leik­skóla­mál Reykja­víkur­borgar

Hlynur Ólafsson skrifar

Leikskólamál Reykjavíkurborgar hafa verið í ólestri síðan ég hef þurft að koma börnunum mínum á leikskóla, og sjálfsagt töluvert lengur en svo. Með hverju barninu vex þessi kvíðatilfinning innra með manni þegar líða fer að lokum fæðingarorlofs og leikskólinn ætti að fara taka við.

Skoðun

Nú á að einka­væða ellina

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur áformar stórfellda einkavæðingu í rekstri hjúkrunarheimila. Heilbrigðisráðherra hefur lýst yfir algjörri uppgjöf ríkisvaldsins gagnvart því verkefni að tryggja öldruðum grundvallarþjónustu innan velferðarkerfisins.

Skoðun

Gott fyrir um­hirðu skó­fatnaðar að stíga í hunda­skít

Þorkell Steindal skrifar

Ef maður pælir í því, er þá ekki bara gott fyrir alla að stíga í hundaskít? og fá með því hvatningu til þess að þrífa skónna sína og fyrst fólk er nú farið að þrífa skónna er þá ekki líklegt að það skelli kannski einni umferð af skóáburði eða olíu á leðrið? Sennilega ekki, og þessi fyrirsögn og fyrsta klausa voru ætlaðar til þess að plata þig lesandi góður til þess að byrja að lesa þennan pistil.

Skoðun

Á­kall til auð­valdsins

Gunnar Dan Wiium skrifar

Í upphafi þessa pistils skal það tekið fram að höfundurinn er einfaldur í augum heimsins. Hann er ekki með háskólagráður í stjórnmála, viðskipta, hag né samfélagsfræðum. Hann er einfaldur búðarkall sem selur rennibekki og sporjárn í dagtímann. 

Skoðun

Lýðheilsuógnandi gjaldskrárhækkanir?

Hildur Rós Guðbjargardóttir skrifar

Við gerð fjárhagsáætlunar hækkuðu mörg stærri sveitarfélögin almennar gjaldskrár sínar umtalsvert á nýju ári, enda hafa verðbólga og hátt vaxtastig valdið sveitarfélögum eins og öðrum miklum vanda.

Skoðun

Tíma­mót í Reykja­vík

Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Það er með mikilli gleði og eftirvæntingu sem ég óska nýkjörnum borgarstjóra, Einari Þorsteinssyni velfarnaðar í starfi og til hamingju með nýjan starfstitil. Ég er fullviss um að hann muni hér eftir sem áður vinna af heilindum í þágu Reykvíkinga.

Skoðun

Borgar­stjóra­skiptin í dag

Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Í dag verður skipt um borgarstjóra. Búið er að boða til aukaborgarstjórnarfundar kl. 15 og eigum við borgarfulltrúar að greiða atkvæði. Tillaga meirihlutans er eins og löngu er vitað að Einar Þorsteinsson verði næsti borgarstjóri. Auðvitað má spyrja hér til hvers að kjósa?

Skoðun

Gervi­greind - Bylting á ógnar­hraða

ODEE (Oddur Eysteinn Friðriksson) skrifar

Samfélög um heim allan eru ekki tilbúin fyrir byltinguna sem er framundan. Þróun í gervigreind mun raska lífi allra jarðarbúa fyrr en fólk áttar sig á. Almenningur getur vissulega notað hana til þess að auka afköst, en það kemur á hendi þeirra fárra sem kunna að nýta sér hana.

Skoðun

Þau eru eins og snjó­korn

Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Í júní 2022 skrifaði ég grein, um skarðabörn og þeirra eiginleika, að þau væru jafn mismunandi eins og þau væru mörg, eins og snjókorn, en þá var að koma sumar og ég vonaðist til að við myndum ná saman með ráðuneyti og SÍ um að hafa börn og foreldra skarðabarna ekki úti í kuldanum.

Skoðun

Til þeirra sem eiga miða á Lúnu í Borgar­leik­húsinu

Drífa Snædal skrifar

Í ágúst hóf Borgarleikhúsið að auglýsa leiksýningu undir heitinu „Kvöldstund með Heiðari snyrti“. Leikverkið er eftir Tyrfing Tyrfingsson og um mitt síðasta ár lýsir hann því í fjölmiðlum að verkið sé unnið í samstarfi við Heiðar sjálfan enda löng vinátta þeirra á milli og Heiðar sé áhugaverður maður.

Skoðun

Hættu­leg veg­ferð orku­mála

Ágústa Ágústsdóttir skrifar

Stundum velti ég því fyrir mér á hvaða vegferð íslensk stjórnvöld eru þegar kemur að orkumálum hér á landi. Hvorki stefna né umræða bendir til þeirrar almennu skynsemi sem þarf að ríkja þegar um svo mikilvæga innviði er að ræða.

Skoðun

Við­brögð við nýjum veru­leika

Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar

Í gærmorgun vaknaði íslenska þjóðin við atburð sem flestir höfðu óttast lengi. Eldgos var hafið í næsta nágrenni við Grindavík og hraunflæði streymdi í átt að byggð. Eftir því sem atburðarás þróaðist fram eftir degi var ljóst að nýr veruleiki blasti við Grindvíkingum og þjóðinni allri í áföllum og afleiðingum af þessum eldsumbrotum og jarðhræringum á Reykjanesskaga.

Skoðun

Til Grind­víkinga

Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Þegar fólk verður fyrir alvarlegu ytra áfalli er skynsamlegt að átta sig á nokkrum atriðum. Varnarviðbrögð manna við ógn hafa verið kortlögð en athugið, að við bregðumst mismunandi við eftir því hvernig persónuleiki okkar er og fyrri reynsla.

Skoðun

Bar­áttan gegn verð­bólgu – stofnanir eru ekki undan­þegnar

Andrés Magnússon skrifar

Mikilvægasta verkefnið við þær kjaraviðræður sem nú standa yfir er að ná tökum á þeirri miklu verðbólgu og því háa vaxtastigi sem íslenskt samfélag hefur verið að glíma við undanfarin misseri. Bæði verðbólgan og vextirnir hafa komið hart niður á heimilum jafnt sem fyrirtækjum eins og alkunna er.

Skoðun

Niður­skurðar­hnífnum beitt á sund­laugarnar í Reykja­vík

Helga Þórðardóttir og Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifa

Undanfarin tvö ár hefur opnunartími sundlauga Reykjavíkurborgar verið skertur verulega og til stendur að skerða hann enn frekar á rauðum dögum. Sundlaugarnar eru þjóðargersemi og sundlaugamenningin á Íslandi einstök.

Skoðun

Ís­lenskt mennta­kerfi - stórar á­skoranir

Hermundur Sigmundsson,Einar Gunnarsson og Svava Hjaltalín skrifa

Það hefur sjálfsagt aldrei átt betur við en nú í kjölfar slakra niðurstaðna íslenskra nemenda í PISA að segja áskoranir vera stórar í íslensku menntakerfi. Niðurstöðurnar þarf að taka alvarlega og nauðsynlegt að bregðast við með breyttum áherslum.

Skoðun

Er ein­hver full­orðinn á svæðinu?

Guðjón Idir skrifar

Sjáum fyrir okkur skólabekk. Það er enginn fullorðinn á svæðinu (kannski fullorðinn í aldri). Það eru einn eða tveir krakkar sem leggja skotmörkin sem þeim finnast auðveldust í einelti. Allir í bekknum leyfa því að viðgangast. Flestir taka stöku sinnum þátt, bæði til að velja „rétt lið” og þannig kaupa sér vinsældir, en líka til að fyrirbyggja að þau sjálf verði skotmörk síðar meir.

Skoðun

Náttúru­lega Hvera­gerði

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir skrifar

Í lok ársins 2023 samþykkti bæjarstjórn Hveragerðisbær fjárhagsáætlun 2024-2027. Áætlunin var unnin af bæjarfulltrúum meirihluta í góðu samstarfi við bæjarstjóra, skrifstofustjóra og aðra starfsmenn bæjarins.

Skoðun

Utanríkisstefnan sem hvarf

Daníel Þröstur Pálsson skrifar

Í okkar stuttu sögu sem sjálfstætt land höfum við haft farsælan feril í utanríkismálum. Við erum eitt af stofnríkjum Atlantshafsbandalagsins og Sameinuðu þjóðana. Höfum við líka komið á óvart og haft miklu meiri áhrif á Evrópu og í heiminum, mun meiri áhrif en stærð og mannfjöldi myndi gefa til kynna.

Skoðun

Á að banna notkun gervi­greindar í há­skólum?

Guðmundur Björnsson skrifar

Um allan heim eru háskólar að takast á við spurninguna um notkun gervigreindar í akademísku umhverfi. Spurningin um notkun gervigreindar í háskólum vekur upp mikilvæga umræðu um framtíð menntunar. Háskóli Íslands hefur tekið skrefið í að setja fram leiðbeiningar um notkun gervigreindar, en spurningin er hvort frekari aðgerðir þurfi til að tryggja samræmi og siðferðislega notkun.

Skoðun

Þegar fátt er um boð­leg svör

Ólafur Stephensen skrifar

Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina.

Skoðun

Ný sviðs­mynd kallar á nýja nálgun í hitun húsa

Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar

Við búum hér á landi við þau miklu forréttindi að geta notast við jarðvarma við upphitun húsa. Ákvörðun um að ráðast í þetta mikla verkefni var á sínum tíma aðdáunarverð og gjörbreytti lífsgæðum almennings. Með tímanum höfum við þó orðið góðu vön og þykir stöðugur aðgangur að jarðvarma þar sem hann er til staðar orðinn sjálfsagður.

Skoðun

Börnum lofað

Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fátt er dýrmætara í þjónustu prests en að vera boðinn til skírnar.

Skoðun

Rjúfa verður víta­hringinn í hús­næðis­málum

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Enn syrtir í álinn í húsnæðismálum landsmanna. Í Morgunblaðinu (fimmtudag 11. janúar) er sagt frá nýrri könnun sem Samtök iðnaðarins (SI) gerðu meðal stjórnenda verktakafyrirtækja sem leiðir í ljós að þeir gera ráð fyrir 30% samdrætti í íbúðabyggingum næstu misserin.

Skoðun

Fram­boð­stil­kynning til for­seta

Gunnar Ásgrímsson skrifar

Nú þegar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur gefið út að hann muni ekki gefa kost á sér til endurkjörs til forsetaembættisins, þá hef ég eftir samráð við mína nánustu og margar áskoranir tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til forseta.

Skoðun

Um upp­lifun í úti­búi og far­sæla lausn

Helgi Teitur Helgason skrifar

Mér er ljúft og skylt að svara grein Magna R. Magnússonar sem birtist í Morgunblaðinu á fimmtudaginn þar sem hann segir frá ferð sinni í útibú Landsbankans í Borgartúni. Eins og Magni rekur í greininni ætlaði hann að nota reiðufé til að greiða reikning sem honum hafði borist. Þar sem hann var við komuna í útibúið ekki skráður sem viðskiptavinur bankans og því ekki með reikning hjá okkur, var ekki hægt að gera það umsvifalaust.

Skoðun