Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar 3. apríl 2025 07:01 Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári. Fram að flutningum okkar út höfum við borgað okkar skatta og skyldur hér á landi og myndi ég nú segja að ekki færi mikið fyrir okkur í „kerfinu“. Í Þýskalandi var hagkvæmara fyrir okkur að sjúkratryggja okkur hjá einkaaðila heldur en opinberum aðila og því vorum við ekki í þýska almannatryggingakerfinu. Ekki óraði okkur fyrir því að sú ákvörðun myndi hafa þau áhrif að þegar heim væri komið aftur þyrftum við að bíða í sex mánuði eftir að verða aftur sjúkratryggð í okkar heimalandi. Enda fengum við þær upplýsingar áður en við fluttumst út að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þessu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við myndum skrá okkur aftur inn í landið, það voru þær upplýsingar sem við fengum frá Sjúkratryggingum Íslands. Við hringdum í Sjúkratryggingar Íslands áður en við fluttum erlendis til að kanna hvort við þyrftum að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo við yrðum áfram sjúkratryggð þegar heim væri komið og var tjáð að svo væri ekki. Þýska skipulagssemin náði að einhverju leiti að smitast í okkur á meðan dvölinni stóð og 29. nóvember 2024 kl 09:57 hringjum við aftur í Sjúkratryggingar Íslands til þess að kanna hvað skyldi gera svo við yrðum sjúkratryggð þegar við kæmum heim. Enda þá orðið ljóst að það færi að styttast í heimför. Svörin voru eins og áður, við þyrftum engar áhyggjur að hafa af málinu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við skráðum okkur inn í landið. Það kom okkur því algjörlega í opna skjöldu þegar niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands lá fyrir, varðandi það að við yrðum tryggð strax við heimkomu, svarið var „synjun“. Við hjónin erum bæði íslenskir ríkisborgarar og höfum alla tíð verið búsett og greitt okkar skatta og skyldur á Íslandi, að undanskildum þeim nýliðnu 16 mánuðum þar sem við vorum í Þýskalandi. Þess má geta að tilgangur flutninga okkar til Þýskalands var að opna starfsemi Tixly, íslensks hugbúnaðarfyrirtækis í nýju landi, og þar með auka tekjur og greidda skatta íslenska móðurfélagsins! Í lögum um sjúkratryggingar er nefninlega heimilt að veita undanþágu vegna slíkra aðstæðna, en það virðist ekki duga til. Í stefnu Sjúkratrygginga segir „Hjarta Sjúkratrygginga felst í þjónustunni sem við bjóðum og léttir fólki lífið. Þjónusta okkar knýr gangverk heilbrigðiskerfisins. Við sinnum ekki einungis skyldum okkar, heldur leitumst við að skilja aðstæður þeirra sem við mætum, af alúð og skilningi á þörfum ólíkra hópa.“ Það virðist því miður algjörlega búið að snúa þessu á haus. Í staðinn fyrir að Sjúkratryggingar Íslands séu til í þessu landi til að þjónusta íbúana, erum við hjónin núna til í landinu til að „þjónusta“ eða berjast við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir endalausar bréfaskriftir, ótal árangurslausar tilraunir í síma og nú nýjast kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd velferðarmála erum við fjölskyldan ósjúkratryggð á Íslandi, höfum verið það síðustu 2 mánuði og verðum það eitthvað áfram. Það að við séum með þrjú ung börn og þar af eitt barn sem enn ætti að vera í ungbarnavernd, virðist bara nákvæmlega engu máli skipta. Ég get ekki annað en velt þeirri spurningu fyrir mér; fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands ef ekki fyrir 5 manna íslenska fjölskyldu sem alla sína tíð hefur búið á Íslandi en flyst erlendis tímabundið í 16 mánuði með það eina markmið að fara í útrás með íslenskt fyrirtæki og auka skattgreiðslur til Íslands? Höfundur er íslensk móðir þriggja barna á aldrinum 1-10 ára sem öll eru ósjúkratryggð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslendingar erlendis Sjúkratryggingar Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Sjá meira
Við fjölskyldan fluttum til Þýskalands í október 2023 og fluttum aftur heim nú í janúar á þessu ári. Fram að flutningum okkar út höfum við borgað okkar skatta og skyldur hér á landi og myndi ég nú segja að ekki færi mikið fyrir okkur í „kerfinu“. Í Þýskalandi var hagkvæmara fyrir okkur að sjúkratryggja okkur hjá einkaaðila heldur en opinberum aðila og því vorum við ekki í þýska almannatryggingakerfinu. Ekki óraði okkur fyrir því að sú ákvörðun myndi hafa þau áhrif að þegar heim væri komið aftur þyrftum við að bíða í sex mánuði eftir að verða aftur sjúkratryggð í okkar heimalandi. Enda fengum við þær upplýsingar áður en við fluttumst út að við þyrftum engar áhyggjur að hafa af þessu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við myndum skrá okkur aftur inn í landið, það voru þær upplýsingar sem við fengum frá Sjúkratryggingum Íslands. Við hringdum í Sjúkratryggingar Íslands áður en við fluttum erlendis til að kanna hvort við þyrftum að gera einhverjar sérstakar ráðstafanir svo við yrðum áfram sjúkratryggð þegar heim væri komið og var tjáð að svo væri ekki. Þýska skipulagssemin náði að einhverju leiti að smitast í okkur á meðan dvölinni stóð og 29. nóvember 2024 kl 09:57 hringjum við aftur í Sjúkratryggingar Íslands til þess að kanna hvað skyldi gera svo við yrðum sjúkratryggð þegar við kæmum heim. Enda þá orðið ljóst að það færi að styttast í heimför. Svörin voru eins og áður, við þyrftum engar áhyggjur að hafa af málinu, við yrðum sjúkratryggð um leið og við skráðum okkur inn í landið. Það kom okkur því algjörlega í opna skjöldu þegar niðurstaða Sjúkratrygginga Íslands lá fyrir, varðandi það að við yrðum tryggð strax við heimkomu, svarið var „synjun“. Við hjónin erum bæði íslenskir ríkisborgarar og höfum alla tíð verið búsett og greitt okkar skatta og skyldur á Íslandi, að undanskildum þeim nýliðnu 16 mánuðum þar sem við vorum í Þýskalandi. Þess má geta að tilgangur flutninga okkar til Þýskalands var að opna starfsemi Tixly, íslensks hugbúnaðarfyrirtækis í nýju landi, og þar með auka tekjur og greidda skatta íslenska móðurfélagsins! Í lögum um sjúkratryggingar er nefninlega heimilt að veita undanþágu vegna slíkra aðstæðna, en það virðist ekki duga til. Í stefnu Sjúkratrygginga segir „Hjarta Sjúkratrygginga felst í þjónustunni sem við bjóðum og léttir fólki lífið. Þjónusta okkar knýr gangverk heilbrigðiskerfisins. Við sinnum ekki einungis skyldum okkar, heldur leitumst við að skilja aðstæður þeirra sem við mætum, af alúð og skilningi á þörfum ólíkra hópa.“ Það virðist því miður algjörlega búið að snúa þessu á haus. Í staðinn fyrir að Sjúkratryggingar Íslands séu til í þessu landi til að þjónusta íbúana, erum við hjónin núna til í landinu til að „þjónusta“ eða berjast við Sjúkratryggingar Íslands. Eftir endalausar bréfaskriftir, ótal árangurslausar tilraunir í síma og nú nýjast kærumeðferð hjá úrskurðarnefnd velferðarmála erum við fjölskyldan ósjúkratryggð á Íslandi, höfum verið það síðustu 2 mánuði og verðum það eitthvað áfram. Það að við séum með þrjú ung börn og þar af eitt barn sem enn ætti að vera í ungbarnavernd, virðist bara nákvæmlega engu máli skipta. Ég get ekki annað en velt þeirri spurningu fyrir mér; fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands ef ekki fyrir 5 manna íslenska fjölskyldu sem alla sína tíð hefur búið á Íslandi en flyst erlendis tímabundið í 16 mánuði með það eina markmið að fara í útrás með íslenskt fyrirtæki og auka skattgreiðslur til Íslands? Höfundur er íslensk móðir þriggja barna á aldrinum 1-10 ára sem öll eru ósjúkratryggð á Íslandi.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar