Sport „Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. Handbolti 20.1.2025 13:01 Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Karlalið Fylkis í fótbolta seldi tvær treyjur frá landsliðsmanninum Orra Óskarssyni fyrir samtals hálfa milljón króna, á uppboði á herrakvöldi félagsins á dögunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fylkismanna. Íslenski boltinn 20.1.2025 12:31 Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Norðmenn töpuðu fyrir Portúgal á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær og heimamenn fara því stigalausir inn í milliriðilinn. Norska liðið kom sér með þessum slaka árangri í fámennan og óvinsælan hóp gestgjafa í langri sögu HM í handbolta. Handbolti 20.1.2025 12:02 Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Örtröð var á viðtalssvæðinu í íþróttahöllinni í Zagreb í gærkvöld eftir tap Króata fyrir Egyptalandi. Dagur Sigurðsson var vinsælastur þeirra sem gengu þar í gegn en ekki vegna þess að króatísku miðlarnir væru svo sáttir við hann. Handbolti 20.1.2025 11:31 HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. Handbolti 20.1.2025 11:02 Elísabet tekin við Belgum Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Fótbolti 20.1.2025 10:24 „Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. Handbolti 20.1.2025 10:02 Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. Handbolti 20.1.2025 09:40 Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni. Handbolti 20.1.2025 09:30 Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Íslenska handboltalandsliðið gæti verið í furðulegri stöðu eftir leik kvöldsins á HM. Strákarnir okkar gætu nefnilega endað neðar en Slóvenar í riðlinum en verið samt ofar en Slóvenar í milliriðlinum. Handbolti 20.1.2025 09:02 Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Fótbolti 20.1.2025 08:33 Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. Handbolti 20.1.2025 08:01 Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Enski boltinn 20.1.2025 07:32 Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Buffalo Bills og Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum deildanna í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Þar með er ljóst hvaða lið spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi. Sport 20.1.2025 07:16 Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Stefán Árni Pálsson bauð upp á skemmtilegan samkvæmisleik í síðasta Körfuboltakvöldi þar sem hann bauð sérfræðingum kvöldsins að búa til leikmannaskipti í Bónus-deild karla. Einu skilyrðin voru að bæði lið myndu hagnast á skiptunum. Körfubolti 20.1.2025 07:02 Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, varð í gær Íslandsmeistari í bekkpressu á Íslandsmóti Kraftlyftingasambands Íslands. Sport 20.1.2025 06:58 Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Það er ekki aðeins leikmannahópur og lið Manchester United sem þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda. Enski boltinn 20.1.2025 06:30 Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Það er temmilega rólegur mánudagur í kortunum á rásum Stöðvar 2 Sport en á Stöð 2 Sport 3 verður þó boðið upp á körfuboltaveislu í kvöld. Sport 20.1.2025 06:00 Neymar á heimleið? Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar Jr. virðist mögulega vera á leið aftur til uppeldisfélags síns, Santos í Brasilíu, en félagið hefur lagt fram formlega beiðni til Al Hilal um að fá leikmanninn að láni. Fótbolti 19.1.2025 23:31 „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Ísland er með átján leikmenn á HM en aðeins sextán mega vera á skýrslu hverju sinni. Handbolti 19.1.2025 22:47 „Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. Handbolti 19.1.2025 22:17 Kominn úr banni en gleðin enn týnd Það er ekkert leyndarmál að Jimmy Butler hefur ekki áhuga á að spila meira með Miami Heat. Pat Riley, forseti félagsins, vill hins vegar ekki skipta honum burt og má segja að málið sé í fullkomnum hnút. Körfubolti 19.1.2025 22:01 Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig. Körfubolti 19.1.2025 21:20 Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Heimamenn í Króatíu, sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar, þurfa að sætta sig við 2. sætið í H-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa tapað gegn Egyptalandi í kvöld, 28-24. Handbolti 19.1.2025 21:13 „Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. Handbolti 19.1.2025 19:54 Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb. Handbolti 19.1.2025 19:32 „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton í dag. Hann bauð sjálfur upp á fyrirsögn dagsins með hreinskilni sinni. Fótbolti 19.1.2025 19:15 Tómt hús hjá lærisveinum Arons Bahrein, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar, mátti sætta sig við þriðja tapið í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag þegar liðið tapaði fyrir Argentínu 26-25. Handbolti 19.1.2025 18:46 Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfu þetta árið. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. Körfubolti 19.1.2025 18:32 Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit. Körfubolti 19.1.2025 18:15 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 334 ›
„Núna byrjar alvaran“ Eftir tvo einfalda leiki hefst alvaran hjá íslenska karlalandsliðinu í handbolta er liðið mætir því slóvenska klukkan 19:30 í Zagreb í kvöld. Viktor Gísli Hallgrímsson hlakkar til. Handbolti 20.1.2025 13:01
Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Karlalið Fylkis í fótbolta seldi tvær treyjur frá landsliðsmanninum Orra Óskarssyni fyrir samtals hálfa milljón króna, á uppboði á herrakvöldi félagsins á dögunum. Þetta kemur fram á Facebook-síðu Fylkismanna. Íslenski boltinn 20.1.2025 12:31
Norðmenn í súran flokk með Íslendingum frá því á HM á Íslandi 1995 Norðmenn töpuðu fyrir Portúgal á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær og heimamenn fara því stigalausir inn í milliriðilinn. Norska liðið kom sér með þessum slaka árangri í fámennan og óvinsælan hóp gestgjafa í langri sögu HM í handbolta. Handbolti 20.1.2025 12:02
Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Örtröð var á viðtalssvæðinu í íþróttahöllinni í Zagreb í gærkvöld eftir tap Króata fyrir Egyptalandi. Dagur Sigurðsson var vinsælastur þeirra sem gengu þar í gegn en ekki vegna þess að króatísku miðlarnir væru svo sáttir við hann. Handbolti 20.1.2025 11:31
HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Venju samkvæmt er farið yfir víðan völl í HM í dag. Helsta áhyggjuefni strákanna okkar til þessa hafa verið léleg rúm á hótelinu. Handbolti 20.1.2025 11:02
Elísabet tekin við Belgum Elísabet Gunnarsdóttir hefur verið ráðin þjálfari kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta. Samningur hennar við belgíska sambandið gildir fram í júlí 2027. Fótbolti 20.1.2025 10:24
„Framhaldið er erfiðara og skemmtilegra“ „Meiðslalega erum við fínir. Næstum allir með á æfingu en Bjarki aðeins meiddur í hnénu en ekkert alvarlegt. Ég held við höfum komist vel frá þessum fyrstu leikjum,“ segir landsliðsþjálfarinn Snorri Steinn Guðjónsson og nokkuð sáttur við fyrstu tvo skyldusigra mótsins. Handbolti 20.1.2025 10:02
Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Luka Cindric, ein skærasta stjarna króatíska liðsins á HM, er farinn úr króatíska hópnum og ástæðan er ekki bara meiðsli samkvæmt einum þekktasta handboltamanni Króata frá upphafi. Handbolti 20.1.2025 09:40
Martröð Norðmanna heima fyrir: „Gjörsamlega hræðilegt“ Það er orðið ljós að norska karlalandsliðið í handbolta fer með ekkert stig í milliriðla eftir tap gegn Portúgal í E-riðli á HM í handbolta eftir tap gegn Portúgal í gær. Það var annað tap liðsins í þremur leikjum í riðlakeppninni. Handbolti 20.1.2025 09:30
Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Íslenska handboltalandsliðið gæti verið í furðulegri stöðu eftir leik kvöldsins á HM. Strákarnir okkar gætu nefnilega endað neðar en Slóvenar í riðlinum en verið samt ofar en Slóvenar í milliriðlinum. Handbolti 20.1.2025 09:02
Svona hjálpaði Sara fótboltakonum að geta valið bæði fjölskyldu og fótbolta Alþjóðaleikmannasamtökin vöktu athygli á því á miðlum sínum hvað knattspyrnukonur heimsins eigi íslensku knattspyrnukonunni Söru Björk Gunnarsdóttur mikið að þakka. Fótbolti 20.1.2025 08:33
Elliði skipti út rauðu skónum eftir rauðu spjöldin Eftir erfiða byrjun á HM þar sem Elliði Snær Viðarsson var rekinn af velli í upphafi leiks gegn Grænhöfðaeyjum náði hann vopnum sínum gegn Kúbu og var valinn maður leiksins. Handbolti 20.1.2025 08:01
Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Liverpool goðsögnin Robbie Fowler hefur sína hugmynd um af hverju sé svona lítið sé að frétta af samningamálum þríeykisins Virgil van Dijk, Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. Enski boltinn 20.1.2025 07:32
Fjögur lið aðeins einum leik frá Super Bowl Buffalo Bills og Philadelphia Eagles tryggðu sér sæti í úrslitaleikjum deildanna í úrslitakeppni NFL deildarinnar í nótt. Þar með er ljóst hvaða lið spila um sæti í Super Bowl um næstu helgi. Sport 20.1.2025 07:16
Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Stefán Árni Pálsson bauð upp á skemmtilegan samkvæmisleik í síðasta Körfuboltakvöldi þar sem hann bauð sérfræðingum kvöldsins að búa til leikmannaskipti í Bónus-deild karla. Einu skilyrðin voru að bæði lið myndu hagnast á skiptunum. Körfubolti 20.1.2025 07:02
Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sigríður Á. Andersen, þingmaður Miðflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins, varð í gær Íslandsmeistari í bekkpressu á Íslandsmóti Kraftlyftingasambands Íslands. Sport 20.1.2025 06:58
Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Það er ekki aðeins leikmannahópur og lið Manchester United sem þarf nauðsynlega á endurnýjun að halda. Enski boltinn 20.1.2025 06:30
Dagskráin í dag: Átta NBA leikir í boði Það er temmilega rólegur mánudagur í kortunum á rásum Stöðvar 2 Sport en á Stöð 2 Sport 3 verður þó boðið upp á körfuboltaveislu í kvöld. Sport 20.1.2025 06:00
Neymar á heimleið? Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar Jr. virðist mögulega vera á leið aftur til uppeldisfélags síns, Santos í Brasilíu, en félagið hefur lagt fram formlega beiðni til Al Hilal um að fá leikmanninn að láni. Fótbolti 19.1.2025 23:31
„Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Ísland er með átján leikmenn á HM en aðeins sextán mega vera á skýrslu hverju sinni. Handbolti 19.1.2025 22:47
„Það hjálpar ekki neitt“ Dagur Sigurðsson, þjálfari króatíska landsliðsins í handbolta, var ósáttur við tap sinna manna fyrir sterku liði Egyptalands í Zagreb í kvöld en Króatar fara þá aðeins með tvö stig í milliriðil Íslands. Dagur á erfitt með að spá í leik Íslands og Slóveníu á morgun. Handbolti 19.1.2025 22:17
Kominn úr banni en gleðin enn týnd Það er ekkert leyndarmál að Jimmy Butler hefur ekki áhuga á að spila meira með Miami Heat. Pat Riley, forseti félagsins, vill hins vegar ekki skipta honum burt og má segja að málið sé í fullkomnum hnút. Körfubolti 19.1.2025 22:01
Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Ægir Þór Steinarsson var frábær í kvöld þegar Stjarnan tryggði sig inn í undanúrslit VÍS bikarsins með sigri á grönnum sínum í Álftanesi. Leikurinn endaði 88-100 en góður þriðji leikhluti Stjörnunnar fór lang með sigurinn í kvöld þegar munurinn fór upp í 20 stig. Körfubolti 19.1.2025 21:20
Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Heimamenn í Króatíu, sem leika undir stjórn Dags Sigurðssonar, þurfa að sætta sig við 2. sætið í H-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta eftir að hafa tapað gegn Egyptalandi í kvöld, 28-24. Handbolti 19.1.2025 21:13
„Þetta verður geggjaður leikur“ Óðinn Þór Ríkharðsson er ferskur á heimsmeistaramóti karla í handbolta og hefur farið ljómandi vel af stað í hægra horni íslenska landsliðsins í lítt krefjandi leikjum. Handbolti 19.1.2025 19:54
Segir Ísland verða að vinna Slóveníu „Þetta er auðvitað bara svekkelsi,“ sagði Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Barein, eftir naumt 26-25 tap hans manna fyrir Argentínu í H-riðli HM karla í handbolta í Zagreb. Handbolti 19.1.2025 19:32
„Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Ruben Amorim, stjóri Manchester United, var ómyrkur í máli þegar hann ræddi við blaðamenn eftir 1-3 tap á heimavelli gegn Brighton í dag. Hann bauð sjálfur upp á fyrirsögn dagsins með hreinskilni sinni. Fótbolti 19.1.2025 19:15
Tómt hús hjá lærisveinum Arons Bahrein, sem leikur undir stjórn Arons Kristjánssonar, mátti sætta sig við þriðja tapið í jafn mörgum leikjum á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag þegar liðið tapaði fyrir Argentínu 26-25. Handbolti 19.1.2025 18:46
Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Stjarnan er fyrsta liðið til að tryggja sig í undanúrslit VÍS-bikars karla í körfu þetta árið. Frábær þriðji leikhluti gerði það að verkum að brekkan varð of brött fyrir heimamenn sem sitja eftir. Lokatölur 88-100. Körfubolti 19.1.2025 18:32
Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Ármann og Hamar/Þór áttust við í 8-liða úrslitum VÍS-bikars kvenna í kvöld. Ármann sem er á toppi 1. deildar, var þegar búið slá Bónus-deildarlið Aþenu út í 16-liða úrslitum. Það var þó aldrei líklegt í kvöld að leikurinn yrði endurtekinn þar sem Hamar/Þór vann leikinn 65-94. Sannfærandi sigur og þær eru komnar í undanúrslit. Körfubolti 19.1.2025 18:15