Krufning kostar 95 þúsund 21. október 2004 00:01 Það kostar 95 þúsund krónur að kryfja lík á Landsítala háskólasjúkrahúsi. Innifalið er líkskurður, vefjarannsóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsaðila. Magaspeglun kostar hinsvegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernismál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rannsóknin 110 þúsund. Þurfi að rannsaka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutun sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barnageðlækni er tæpum þúsund kalli dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kynsjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkjar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólarhringsdvöl á gjörgæslu- og vökudeildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúmum 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Það kostar 95 þúsund krónur að kryfja lík á Landsítala háskólasjúkrahúsi. Innifalið er líkskurður, vefjarannsóknir, sýkla- og veirurannsóknir, skýrslugerð og samskipti málsaðila. Magaspeglun kostar hinsvegar 6.152 krónur og viðtal og skoðun augnlæknis 2.700 krónur. Þetta og fleira kemur fram í gjaldskrá LSH og miðast verð við staðgreiðslu eða greiðslu með kreditkorti. Sé ekki greitt við komu á spítalann bætist við 300 króna innheimtukostnaður. Þurfi að leiða barnsfaðernismál til lykta á rannsóknarstofu spítalans í réttarlæknisfræði getur séð á pyngjunni. Séu þrír aðilar til rannsóknar, þ.e. barn, móðir og einn karl, kostar rannsóknin 110 þúsund. Þurfi að rannsaka blóð úr fleiri körlum kostar það 12.500 krónur á mann. Röntgenmyndatökur geta líka kostað sitt, eða allt frá 2.152 krónum og upp í 18 þúsund. Fer gjaldið eftir fjölda mynda og þeim líkamshlutun sem myndaðir eru. Þurfi hjón að leita sér meðferðar á geðsviði spítalans þurfa þau að reiða fram 5.575 krónur fyrir hvert skipti og er þá miðað við einnar og hálfrar stundar viðtal í senn. Foreldraviðtal hjá barnageðlækni er tæpum þúsund kalli dýrara. Kostnaður við að tjasla saman nefbroti nemur rúmum fimm þúsund krónum, viðtal og skoðun nýrnalæknis kostar 3.227 krónur en sami pakki hjá húð- og kynsjúkdómalækni er fimm hundruð krónum ódýrari. Ofantalið miðast við fólk sem er sjúkratryggt á Íslandi. Öryrkjar, aldraðir og börn greiða minna og dágóður afsláttur fæst ef sjúklingar bera afsláttarkort. Sé fólk ekki sjúkratryggt þarf það að reiða fram háar fjárhæðir fyrir þjónustu spítalans. Sólarhringsdvöl á gjörgæslu- og vökudeildum LSH kostar 244.000 en gjaldið er talsvert lægra sé legið á öðrum deildum. Verð einstakra aðgerða getur svo numið frá rúmum 90 þúsund krónum upp í rúm þrettán hundruð þúsund. Allt eftir eðli og umfangi.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira