Prestar spurðir um kosningar 30. október 2004 00:01 "Mér finnst Bush ekki taka góðar ákvarðanir og hann er ekki friðarsinni. Ég er friðarsinni og ég trúi á samningaleiðina fram í rauðan dauðann. Kerry virkar á mig sem meiri friðarsinni en það getur svo sem verið að það breytist ef hann verður kosinn. Það er oft sem innri maður kemur í ljós þegar einhverjum hlotnast völd. Mér finnst Bush ekki traustsins verður og ég óttast hann. Ég óttast ákvarðanir hans og þær lífsskoðanir sem hann hefur. Kerry getur ekki verið mikið verri en hann." Hvorn myndir þú kjósa? "Ef ég væri Bandaríkjamaður þá myndi ég skoða málið betur en ég geri sem íslenskur prestur. Það er ekki ólíklegt að ég myndi kjósa Bush en ég myndi skoða feril hans betur og hlusta á það sem hann hefur fram að færa." Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í Kvennakirkjunni. "Ég treysti Kerry betur og bind miklar vonir við hann. Ég vona að önnur stefna komist á í alþjóðamálum ef hann kemst til valda. Mér finnst Bush ekki hafa staðið sig vel en hann á samúð mína alla. Ég myndi ekki vilja vera í hans sporum. Það þarf að breyta um stjórnarfar í Bandaríkjunum og ég treysti Kerry til að gera það." Hvorn myndir þú kjósa? "Ég veit ekki hvorn ég myndi kjósa ef ég væri Bandaríkjamaður en frá íslenskum bæjardyrum séð myndi ég velja Kerry." Sigríður Munda Jónsdóttir, prestur á Ólafsfirði. "Ég treysti Kerry því ég held að hann eigi eftir að standa sig vel. Ég hef fylgst vel með þessari kosningabaráttu og mér finnst Bush alls ekki hafa staðið sig í stykkinu í forsetaembættinu. Kerry er með mjög ferskar hugmyndir í sambandi við kvenréttindi og fóstureyðingar til dæmis en ekki er það sama uppi á teningnum með Bush. Hann er ekki mjög frjálslyndur maður." Hvorn myndir þú kjósa? "Kerry."Auður Eir Vilhjálmsdóttir.Mynd/TeiturSigríður Munda Jónsdóttir.Mynd/Róbert Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
"Mér finnst Bush ekki taka góðar ákvarðanir og hann er ekki friðarsinni. Ég er friðarsinni og ég trúi á samningaleiðina fram í rauðan dauðann. Kerry virkar á mig sem meiri friðarsinni en það getur svo sem verið að það breytist ef hann verður kosinn. Það er oft sem innri maður kemur í ljós þegar einhverjum hlotnast völd. Mér finnst Bush ekki traustsins verður og ég óttast hann. Ég óttast ákvarðanir hans og þær lífsskoðanir sem hann hefur. Kerry getur ekki verið mikið verri en hann." Hvorn myndir þú kjósa? "Ef ég væri Bandaríkjamaður þá myndi ég skoða málið betur en ég geri sem íslenskur prestur. Það er ekki ólíklegt að ég myndi kjósa Bush en ég myndi skoða feril hans betur og hlusta á það sem hann hefur fram að færa." Auður Eir Vilhjálmsdóttir, prestur í Kvennakirkjunni. "Ég treysti Kerry betur og bind miklar vonir við hann. Ég vona að önnur stefna komist á í alþjóðamálum ef hann kemst til valda. Mér finnst Bush ekki hafa staðið sig vel en hann á samúð mína alla. Ég myndi ekki vilja vera í hans sporum. Það þarf að breyta um stjórnarfar í Bandaríkjunum og ég treysti Kerry til að gera það." Hvorn myndir þú kjósa? "Ég veit ekki hvorn ég myndi kjósa ef ég væri Bandaríkjamaður en frá íslenskum bæjardyrum séð myndi ég velja Kerry." Sigríður Munda Jónsdóttir, prestur á Ólafsfirði. "Ég treysti Kerry því ég held að hann eigi eftir að standa sig vel. Ég hef fylgst vel með þessari kosningabaráttu og mér finnst Bush alls ekki hafa staðið sig í stykkinu í forsetaembættinu. Kerry er með mjög ferskar hugmyndir í sambandi við kvenréttindi og fóstureyðingar til dæmis en ekki er það sama uppi á teningnum með Bush. Hann er ekki mjög frjálslyndur maður." Hvorn myndir þú kjósa? "Kerry."Auður Eir Vilhjálmsdóttir.Mynd/TeiturSigríður Munda Jónsdóttir.Mynd/Róbert
Erlent Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttir Stj.mál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira