Skoðun

Skítugar loppur í skítugum snjó

Jólakötturinn skrifar
Jæja gott fólk!

Mér til mikillar mæðu hljóma jólalög hvert sem ég fer. Eins og það sé ekki nóg að loppur mínar og trýni verði grútskítug í gráa snjónum heldur þarf ég að hlusta á þessi "nútíma"-jólalög allan daginn! Því það er bókstaflega ekkert annað spilað. Þótt mér finnist jólalög ekkert sérstaklega skemmtileg þá finnst mér skömminni skárri að heyra þessi gömlu góðu. Þau þurfa ekki einu sinni að vera voðalega gömul _ bara svona tuttugu ára eða svo í minnsta lagi.

Það er eins og poppsveitir landsins hafi allar tekið sig saman um að semja leiðinleg jólalög til að gera mér lífið leitt. Og svo ég minnist ekki á textana sem hefðu þótt algjör leirburður þegar ég var upp á mitt besta.

En jólin eru að koma og það er ekki hægt að flýja. Ég vil því biðja fólk um að aka varlega í jólaösinni og hætta að skvetta drullu og krapi á mig og aðra ferfættlinga. Þrátt fyrir útbreiddan misskilning þá finnst okkur það ekki gaman. Þið sem tókuð ekki mark á orðum mínum _ lesið þau aftur!




Skoðun

Sjá meira


×