Segir samfélagið framleiða öryrkja 24. maí 2005 00:01 "Samfélagið er að búa til öryrkja," segir Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún hefur starfað við iðjuþjálfum á geðsviði LSH síðastliðin 24 ár. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þá stöðu sem skapast hefur hér á landi. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjölgaði öryrkjum hér um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. "Umræðan um að fólk sé að svíkja út örorkubætur er byggð á misskilningi," segir Sylviane. "Kröfur okkar samfélags nú eru að fólk hafi góða menntun, há laun, sé glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall unglinga flosnar upp eftir grunnskólann og fer ekki í framhaldsmenntun. Þeim sem ekki ná að vera innan þessa ramma sem velferðarþjóðfélagið setur, fer að líða illa. Afleiðingarnar eru í fyrstu minnimáttarkennd og vanlíðan sem síðan getur þróast í streitueinkenni. Viðkomandi endar hjá lækni, sem meðhöndlar vandann sem sjúkdóm í stað þess að skoða umhverfisþætti. Þarna þyrfti að grípa strax inn í og hjálpa fólki til að greina orsakir vandans og vinna sig út úr honum. En það eru engin úrræði til staðar, ekki fyrr en fólk þarf að sækja aðstoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráðadeild, þá orðið verulega veikt. Tvö síðastliðin ár höfum við staðið frammi fyrir því að geta ekki meðhöndlað allan þann fjölda fólks sem þarf endurhæfingu. Við erum að gefast upp. Ung börn eru að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir því að fá mat og greiningu á barna- og unglingageðdeild LSH. Stór hluti unglinga sem flosnar upp úr námi eru framtíðaröryrkjar." Sylviane segir, að 25 manns séu nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeild geðsviðsins. Þeir komist ekki að fyrr en um áramót. Um helmingur þeirra séu fæddir 1980 - 1985. Verið sé að taka inn fólk sem hafi beðið síðan í janúar. "Þeir sem á þurfa að halda fá endurhæfingarbætur í 18 mánuði," segir hún. "Sá tími er stundum útrunninn áður en meðferðinni er lokið, því biðlistar eru svo langir. Bæturnar geta því fokið fyrir ekki neitt á meðan fólkið verður veikara og veikara. Auka þarf úrræði til starfsendurhæfingar, þannig að hægt sé að grípa strax inn í þegar fólk er að flosna upp úr vinnu eða skóla. Með því má koma í veg fyrir að það komi illa veikt inn á bráðadeildirnar. .Yfirvöld félagsmála, menntamála og heilbrigðismála verða að athuga þennan mikla og vaxandi vanda frá rótum og gera ráðstafanir til að snúa þessari þróun við" Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira
"Samfélagið er að búa til öryrkja," segir Sylviane Pétursson yfiriðjuþjálfi á Landspítala háskólasjúkrahúss. Hún hefur starfað við iðjuþjálfum á geðsviði LSH síðastliðin 24 ár. Hún gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir þá stöðu sem skapast hefur hér á landi. Samkvæmt tölum Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands fjölgaði öryrkjum hér um fjörutíu prósent á árunum 1998 til 2003. "Umræðan um að fólk sé að svíkja út örorkubætur er byggð á misskilningi," segir Sylviane. "Kröfur okkar samfélags nú eru að fólk hafi góða menntun, há laun, sé glæsilegt og vel klætt. Stórt hlutfall unglinga flosnar upp eftir grunnskólann og fer ekki í framhaldsmenntun. Þeim sem ekki ná að vera innan þessa ramma sem velferðarþjóðfélagið setur, fer að líða illa. Afleiðingarnar eru í fyrstu minnimáttarkennd og vanlíðan sem síðan getur þróast í streitueinkenni. Viðkomandi endar hjá lækni, sem meðhöndlar vandann sem sjúkdóm í stað þess að skoða umhverfisþætti. Þarna þyrfti að grípa strax inn í og hjálpa fólki til að greina orsakir vandans og vinna sig út úr honum. En það eru engin úrræði til staðar, ekki fyrr en fólk þarf að sækja aðstoð á geðsvið LSH, jafnvel á bráðadeild, þá orðið verulega veikt. Tvö síðastliðin ár höfum við staðið frammi fyrir því að geta ekki meðhöndlað allan þann fjölda fólks sem þarf endurhæfingu. Við erum að gefast upp. Ung börn eru að bíða mánuðum, jafnvel árum saman, eftir því að fá mat og greiningu á barna- og unglingageðdeild LSH. Stór hluti unglinga sem flosnar upp úr námi eru framtíðaröryrkjar." Sylviane segir, að 25 manns séu nú á biðlista eftir þjónustu á göngudeild geðsviðsins. Þeir komist ekki að fyrr en um áramót. Um helmingur þeirra séu fæddir 1980 - 1985. Verið sé að taka inn fólk sem hafi beðið síðan í janúar. "Þeir sem á þurfa að halda fá endurhæfingarbætur í 18 mánuði," segir hún. "Sá tími er stundum útrunninn áður en meðferðinni er lokið, því biðlistar eru svo langir. Bæturnar geta því fokið fyrir ekki neitt á meðan fólkið verður veikara og veikara. Auka þarf úrræði til starfsendurhæfingar, þannig að hægt sé að grípa strax inn í þegar fólk er að flosna upp úr vinnu eða skóla. Með því má koma í veg fyrir að það komi illa veikt inn á bráðadeildirnar. .Yfirvöld félagsmála, menntamála og heilbrigðismála verða að athuga þennan mikla og vaxandi vanda frá rótum og gera ráðstafanir til að snúa þessari þróun við"
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Sjá meira