George Best er dáinn 25. nóvember 2005 13:28 Reuters Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Síðustu daga hefur heilsu Best hrakað snarlega og í gær var orðið ljóst að hann ætti aðeins örstutt eftir. Skömmu eftir hádegið í dag var hann svo úrskurðaður látinn. Best fæddist í Belfast á Norður Írlandi í maí árið 1946 og snemma var ljóst að hann hafði mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum. Aðeins sautján ára spilaði hann sinn fyrsta leik með Manchester United og eftir það var ekki aftur snúið. Fimm árum síðar var Best á hapunkti ferilsins, þegar hann leiddi Manchester United til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða. Það ár var hann bæði kjörinn besti knattspyrnumaður Englands og Evrópu. En þó að Best sé almennt talinn einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem Bretland hefur alið, komu snemma fram brestir. Hann þoldi frægðina illa og leiddist út í óreglu. Segja má að glæstum en stuttum ferli hans hafi í raun lokið þegar hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall. Eftir áratugi af stífri drykkju og miklu skemmtanalífi gaf lifrin sig loks og fyrir þrem árum gekkst Best undir lifrarígræðslu, sem heppnaðist vel. Um tíma virtist sem nýtt tímabil væri hafið í lífi hans, en síðan tók að síga á ógæfuhliðina á ný og aftur þurfti Best að leggjast inn á sjúkrahús. Síðustu vikurnar lá hann á milli heims og helju og baráttunni lauk síðan endanlega í dag. Enski boltinn Erlendar Erlent Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Knattspyrnukappinn George Best er dáinn. Hann lést á spítala í London nú í morgun. Norður-Írinn Best, sem var 59 ára, gerði garðinn frægann með Manchester United en átti við áfengisvanda að stríða og þurfti að fá ígrædda lifur fyrir rúmum þremur árum. Síðustu daga hefur heilsu Best hrakað snarlega og í gær var orðið ljóst að hann ætti aðeins örstutt eftir. Skömmu eftir hádegið í dag var hann svo úrskurðaður látinn. Best fæddist í Belfast á Norður Írlandi í maí árið 1946 og snemma var ljóst að hann hafði mikla hæfileika á knattspyrnuvellinum. Aðeins sautján ára spilaði hann sinn fyrsta leik með Manchester United og eftir það var ekki aftur snúið. Fimm árum síðar var Best á hapunkti ferilsins, þegar hann leiddi Manchester United til sigurs í Evrópukeppni meistaraliða. Það ár var hann bæði kjörinn besti knattspyrnumaður Englands og Evrópu. En þó að Best sé almennt talinn einn hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem Bretland hefur alið, komu snemma fram brestir. Hann þoldi frægðina illa og leiddist út í óreglu. Segja má að glæstum en stuttum ferli hans hafi í raun lokið þegar hann var aðeins tuttugu og sex ára gamall. Eftir áratugi af stífri drykkju og miklu skemmtanalífi gaf lifrin sig loks og fyrir þrem árum gekkst Best undir lifrarígræðslu, sem heppnaðist vel. Um tíma virtist sem nýtt tímabil væri hafið í lífi hans, en síðan tók að síga á ógæfuhliðina á ný og aftur þurfti Best að leggjast inn á sjúkrahús. Síðustu vikurnar lá hann á milli heims og helju og baráttunni lauk síðan endanlega í dag.
Enski boltinn Erlendar Erlent Fótbolti Fréttir Íþróttir Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira