Verðbólga minnkaði fyrir utan Noreg 13. október 2006 11:45 Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að meginástæðan minni verðbólgu í Svíþjóð sé lækkun olíuverðs. Kostnaður við samgöngur hafi lækkað verulega samhliða lækkun á olíuverði undanfarna mánuði. Seðlabankinn í Svíþjóð hefur hækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári og eru stýrivextir nú 2,5 prósent. Talsmenn bankans hafa gefið í skyn að vextir verði hækkaðir frekar á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 4 prósent í Svíþjóð á næsta ári. Verðbólga í Danmörku minnkaði einnig í september og mælist 1,5 prósent. Olíuverð á hlut að máli en einnig jókst framleiðni. Greiningardeildin segir minni líkur nú en áður taldar á ofhitnun danska hagkerfisins þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst minna í um 30 ár. Þá hefur innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist og kemur það í veg fyrir hækkun á neysluvörum. Danski seðlabankinn hækkaði vexti nýlega og eru þeir nú 3,5 prósent í samræmi við hækkun stýrivaxta hjá evrópska seðlabankanum. Búist er við frekari vaxtahækkun á Evrusvæðinu og má því gera ráð fyrir hækkun í Danmörku fyrir árslok. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en 0,4 prósentustiga minni hagvexti á næsta ári. Á sama tíma jókst verðbólga í Noregi og er hún nú 2,6 prósent. Norski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðasta mánuði eftir fimm hækkanir frá því í júní í fyrra en stýrivextir bankans eru nú 3 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,4 prósenta hagvexti í Noregi á þessu ári en 2,8 prósenta hagvexti á því næsta og er þetta eina landið í Evrópu sem sjóðurinn spáir auknum hagvexti á milli ára. Fjármálaráðuneytið í Noregi spáir hagvexti fyrir hagkerfið fyrir utan olíuiðnaðinn og skipaiðnaðinn. Ný spá frá þeim sem kom út í síðustu viku gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Verðbólga í Svíþjóð, sem er stærsta hagkerfi Norðurlandanna, minnkaði í september og mælist nú 1 prósent. Þetta er fjórði mánuðurinn í röð sem dregur úr verðbólgu þar í landi. Verðbólgan minnkaði sömuleiðis í Danmörku en jókst í Noregi. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að meginástæðan minni verðbólgu í Svíþjóð sé lækkun olíuverðs. Kostnaður við samgöngur hafi lækkað verulega samhliða lækkun á olíuverði undanfarna mánuði. Seðlabankinn í Svíþjóð hefur hækkað vexti fjórum sinnum á þessu ári og eru stýrivextir nú 2,5 prósent. Talsmenn bankans hafa gefið í skyn að vextir verði hækkaðir frekar á þessu ári. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir því að hagvöxtur verði 4 prósent í Svíþjóð á næsta ári. Verðbólga í Danmörku minnkaði einnig í september og mælist 1,5 prósent. Olíuverð á hlut að máli en einnig jókst framleiðni. Greiningardeildin segir minni líkur nú en áður taldar á ofhitnun danska hagkerfisins þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi ekki mælst minna í um 30 ár. Þá hefur innflutningur á ódýrum vörum frá Kína aukist og kemur það í veg fyrir hækkun á neysluvörum. Danski seðlabankinn hækkaði vexti nýlega og eru þeir nú 3,5 prósent í samræmi við hækkun stýrivaxta hjá evrópska seðlabankanum. Búist er við frekari vaxtahækkun á Evrusvæðinu og má því gera ráð fyrir hækkun í Danmörku fyrir árslok. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,3 prósenta hagvexti í landinu á þessu ári en 0,4 prósentustiga minni hagvexti á næsta ári. Á sama tíma jókst verðbólga í Noregi og er hún nú 2,6 prósent. Norski seðlabankinn hélt stýrivöxtum óbreyttum í síðasta mánuði eftir fimm hækkanir frá því í júní í fyrra en stýrivextir bankans eru nú 3 prósent. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn spáir 2,4 prósenta hagvexti í Noregi á þessu ári en 2,8 prósenta hagvexti á því næsta og er þetta eina landið í Evrópu sem sjóðurinn spáir auknum hagvexti á milli ára. Fjármálaráðuneytið í Noregi spáir hagvexti fyrir hagkerfið fyrir utan olíuiðnaðinn og skipaiðnaðinn. Ný spá frá þeim sem kom út í síðustu viku gerir ráð fyrir 3,4 prósenta hagvexti á þessu ári og 2,9 prósenta hagvexti á næsta ári.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira