Evran veikist áfram, skuldatryggingaálag hækkar 25. nóvember 2010 11:15 Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu. Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Enn heldur evran áfram að veikjast gagnvart helstu myntum, og líkt og undanfarið er veikingin rakin til fregna af bágri stöðu Írlands og keðjuverkandi áhrif þeirra frétta á áhyggjur manna af stöðu annarra evruríkja. Fjallað er um málið í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka. Þar segir að þau ríki sem gjarnan eru nefnd í þessu samhengi eru Spánn og Portúgal. Hafa markaðsaðilar áhyggjur af því að þessi ríki séu næst í röðinni og munu þá líkt og Grikkland og Írland falla í valinn fyrir fjármálakreppunni og í kjölfarið óska eftir neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Nú þegar þetta er ritað (kl. 09:30) kostar evran 1,333 Bandaríkjadali sem er lægsta gildi evru/dollar krossins í tvo mánuði. Á sama tíma hefur skuldatryggingarálag á ríki Vestur Evrópu rokið upp. Í lok dags í gær stóð meðaláhættuálagið til fimm ára á þessi ríki í 203 punktum samkvæmt gögnum úr Bloomberg-gagnaveitunni, en það fór fyrst yfir 200 punktana í fyrradag eftir að hafa verið undir því gildi síðan í mars á síðasta ári. Álagið á Grikkland hefur þó eitthvað komið til baka og var undir 1.000 punkta múrnum í lok dags í gær, eða 982 punktar (9,82%). Álagið á írska ríkið og hið portúgalska er jafnframt enn nálægt sínum hæstu gildum og stóð álagið á hið fyrrnefnda í 580 punktum í gær en álag hins síðarnefnda í 481 punktum. Skuldatryggingaálagið á Spán stóð í 295 punktum í gær en það fór í fyrsta sinn yfir 300 punkta í fyrradag og er því augljóslega í hæstu hæðum sögulega séð um þessar mundir. „Verður áhugavert að fylgjast með þróuninni næstu daga enda skipast skjótt veður í lofti á mörkuðum og er aldrei vita nema þessi þróun sem verið hefur undanfarna daga snúist upp í andhverfu sína," segir í Morgunkorninu.
Mest lesið „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Viðskipti innlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira