Kirkjustarf í anda Krists Svana Helen Björnsdóttir skrifar 24. september 2010 06:00 Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svana Helen Björnsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarnar vikur hefur mikið verið fjallað um þjóðkirkjuna í fjölmiðlum. Kröfur stjórnvalda um aukinn niðurskurð í starfsemi kirkjunnar voru ræddar á aukakirkjuþingi í ágúst. Þá strax heyrðust raddir í fjölmiðlum sem drógu mikilvægi þjóðkirkjunnar í efa og raddir þeirra sem lýsa sig trúlausa sögðu að hún væri tímaskekkja. Stuttu síðar komu frásagnir kvenna af hörmulegu ofbeldi prests er síðar varð biskup. Þjóðin öll fylltist sorg yfir þeim óheillaverkum, vitandi að kirkjan er fólki í eðli sínu og alla jafna skjól og samfélag elsku og umhyggju. Harmað var líka að hún skyldi bregðast seint og klaufalega við. Á ný var veist að þjóðkirkjunni og nú af meira offorsi en áður. Sjálfskipaður dómstóll götunnar krafðist afsagnar hins heiðvirða núverandi biskups og hvatt var til úrsagna fólks úr þjóðkirkjunni. Umfjöllun fjölmiðla um þjóðkirkjuna undanfarnar vikur hefur verið óvægin og orsakað óeiningu. Hún hefur haft mikil áhrif á allt fólk innan kirkjunnar og það hefur jafnvel örlað á óeiningu meðal presta þjóðkirkjunnar. Lítið sem ekkert hefur farið fyrir umræðu um mikilvægi þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi. Kristin kirkja er samofin sögu lands og þjóðar allt frá landnámi. Hún er samofin menningu okkar og máli, hefðum og listum. Þjóðsöngur okkar er lofgjörð til Guðs og hvaða Íslendingur getur hugsað sér ferðalag um Ísland án þess að líta augum litla sveitakirkju sem lúrir undir fagurri fjallshlíð? Mörgum finnst ástæða til að endurskoða innviði kirkjunnar og starfshætti hennar. Það er vissulega verðugt skoðunar og verður væntanlega gert á næsta kirkjuþingi um miðjan nóvember næstkomandi. Í þeirri umræðu er mikilvægast að gleyma ekki grundvelli kirkjunnar og hlutverki hennar. Kristur kenndi um guðdómlegan sannleika sem helgar og lífgar. Hann boðaði kærleika Guðs og kenndi að mennirnir skyldu elska hann gegnum kærleika til náunga síns. Nú sem fyrr er þörf á að kirkjan sé djúp og tær í boðun á kærleiksboðskap Krists, auðmjúk og djörf, staðföst og sveigjanleg, baráttuglöð og friðflytjandi. Kirkjan samanstendur ekki aðeins af prestum heldur öllu kristnu fólki. Þar þurfa allir að vera virkir í kærleika og vakandi fyrir neyð annarra. Kirkjan þarf að vera úrræðagóð, fús og viðbragðsfljót til hjálpar. Eining innan kirkjunnar er afar mikilvæg. Í bréfi Páls postula til Efesusmanna áminnir Páll hinn kristna söfnuð um að hegða sér svo sem samboðið er þeirri köllun sem söfnuðurinn hefur hlotið. Hann segir: „Verið í hvívetna lítillát og hógvær. Verið þolinmóð, langlynd, umberið og elskið hvert annað. Kappkostið að varðveita einingu andans í bandi friðarins." Kristnu fólki ber að styrkja kirkjuna til að gegna sem best mikilvægu hlutverki sínu í þjóðfélaginu. Því ber að verja einingu kirkjunnar fyrir áföllum og skaða sem stafað geta m.a. af sundrungu, átökum og ósamhljómi. Sú eining byggist á því að sérhver kristinn einstaklingur reyni að lifa og starfa í anda Krists; láta gott af sér leiða hvar sem hann fer. Það er margt sem kristinn einstaklingur getur gert í daglegu lífi sínu til að stuðla að kærleika og einingu. Láti hann sér annt um kirkjuna og kristið samfélag getur hann t.d. tekið virkan þátt í starfi safnaðar síns, með börnum jafnt sem fullorðnum og öldruðum. Í kirkjum landsins fer fram ótrúlega fjölbreytt starf sem allt of fáir vita um og njóta. Það er mikilvægt að styðja presta og aðra leiðtoga í slíku starfi. Mikilvægt er að einblína á það sem sameinar, en ekki það sem sundrar. Það er einnig mikilvægt að hvetja fremur en að gagnrýna.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun