Icesave - Nei eða já: Það er spurningin Oddgeir Ottesen skrifar 8. apríl 2011 13:22 Þann 9. apríl næstkomandi munu Íslendingar kjósa um hvort að íslenska ríkið eigið að ábyrgjast greiðslur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á lágmarksinnstæðutryggingum sem nema rúmum 20.887 evrum á hvern Icesave reikning í Bretlandi og Hollandi. Eins og vel er þekkt stofnaði Landsbankinn internet reikninga í Bretlandi og Hollandi þegar önnur fjármögnun varð erfiðari. Nafnið á reikningum var tengt Íslandi til að nýta hið góða orðspor sem Ísland hafði.Mynd 1.Til að meta áhættu af samningnum þarf að nýta allar tiltækar upplýsingar til að meta hugsanlega verðþróun eigna og skulda Tryggingarsjóðsins (TIF). Sjóðurinn á kröfu upp á 674 ma. kr. í eignir þrotabús gamla Landsbankans. Sú krafa nemur 52,26% af forgangskröfum. Sjóðurinn mun því fá 674 ma. kr. eða 52,26% af eignum þrotabúsins, eftir því hvort reynist lægra. Skuldir sjóðsins nema 1.329 m. evra og 2.350 m. punda sem nam 647 mö. kr. um áramót. Mismunur á eignum og skuldum sjóðsins mun samkvæmt samningnum verða greiddur af íslenska ríkinu. Í lok árs 2010 námu heildareignir þrotabúsins 1175 ma. króna og hluti TIF því 614 ma. króna. Mismunur á eignum og skuldum þrotabúsins nam því 33 ma. kr. (614 ma. kr. - 647 ma. kr.). Mynd 1 sýnir stöðu eigna og skulda Tryggingarsjóðsins um síðustu áramót.Þar sem munur á upphæð eigna og skulda tryggingarsjóðsins er mjög lítill skiptir ávöxtun eigna sjóðsins og vextir lána mjög miklu máli. Eignirnar hafa verið að vaxa mun hraðar en skuldirnar og því er ekki ólíklegt að eignir þrotabúsins muni duga fyrir öllum höfuðstól skuldarinnar. Hægt er að villa um fyrir fólki með því að einblína eingöngu á skuldahlið Tryggingarsjóðsins og tala um að ríkissjóður ábyrgist greiðslur upp á 600-700 milljarða án þess að geta eigna Tryggingarsjóðsins.Eignir þrotabúsins Frá því að allar kröfur í þrotabú gamla Landsbankans voru umreiknaðar yfir í íslenskar krónur 22. apríl 2009 hafa eignir þrotabúsins vaxið um að meðaltali 23 milljarða króna á ársfjórðungi miðað við fast gengi krónunnar. Ef sú þróun heldur áfram er líklegt að engin skuld falli á íslenska ríkið. Samfara auknu verðmæti þrotabúsins hefur óvissa í verðmatinu minnkað. Nú er stór hluti af eignum þrotabúsins í peningum og öruggum eignum. Eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir er stór hluti eigna þrotabúsins í reiðufé. Um fjórðungur er lán til viðskiptavina. Bókfært verð þess flokks er um 28% af kröfuvirði. Hlutabréf eru metin á 117 milljarða og flest bendir til að sá flokkur gæti verið vanmetinn. Verðþróun á mörkuðum með hlutabréf og fasteignir í Bretlandi og Evrópu hefur verið jákvæð frá fyrsta mati þrotabúsins á verðmæti eigna. Það er því líklegt að þessar eignir hafi hækkað í verði.Fjármögnun nýja Landsbankans Um 27% af verðmæti þrotabúsins er tengt fjármögnun Nýja Landsbankans. Þrotabúið á tæp 19% í nýja Landsbankanum og mat það þann hluta á 28 ma. krónur um áramót. Auk þess á þrotabúið skuldabréf útgefið af nýja Landsbankanum sem metið var á 269 milljarða um síðustu áramót og skilyrt skuldabréf sem metið var á 30 milljarða. Afkoma nýja Landsbankans var góð á síðasta ári og arðsemi eigin fjár um 16%. Bókfært verðmæti hlutabréfa þrotabúsins í nýja Landsbankanum hefur ekki verið uppfært þrátt fyrir hagnaðartölur Nýja Landsbankans. Því má færa góð rök fyrir því að verðmæti þrotabúsins í hlutabréfum Landsbankans sé vanmetið. Greiðslur íslenska ríkisins vegna Icesave III eru mun minni en þær hefðu orðið samkvæmt Svavarssamningnum. Á sama tíma hefur greiðslugeta ríkisins aukist. Verð útflutningsvara hefur til dæmis hækkað. Myndirnar hér að neðan sýna verðþróun á helstu útflutningsvörum Íslendinga, áls og sjávarafurða. Eins og myndirnar sýna, hafa verð á erlendum mörkuðum hækkað umtalsvert eftir mikla lækkun í lok árs 2008.Gjaldeyrisáhætta Mikið hefur verið fjallað um gjaldeyrisáhættu Icesave samninganna. Ef gengi krónunnar veikist verða erlendar eignir þrotabúsins verðmeiri í krónum talið. Ef verðmæti eigna Tryggingarsjóðsins hafa náð 674 ma. króna, leiðir veiking krónunnar til þess að skuldir sjóðsins aukast en eignirnar ekki. Raungengi krónunnar er mjög veikt sem þýðir að verðlag á Íslandi hefur lækkað í samanburði við verðlag erlendis. Mikil frekari veiking raungengisins er því ólíkleg. Nafngengi krónunnar gæti veikst án þess að raungengi veikist, ef verðbólga hér á landi verður hærri en í helstu viðskiptalöndum Íslands. Við þær aðstæður sem nú ríkja á Íslandi, mikið atvinnuleysi og lítil fjárfesting, er ekki líklegt að verðbólga verði há. Gengisáhætta samningsins er því þrátt fyrir allt ekki svo mikil. Íslenska ríkið ræður auðveldlega við aukna skuldsetningu vegna Icesave samningsins. Hrein skuld vegna Icesave III gæti numið um 2,2% af landsframleiðslu (miðað við 33 ma. kr.). Skuldsetning ríkisins er ekki ósjálfbær og mun hún lækka á komandi árum. En þrátt fyrir að við getum auðveldlega staðið við Icesave samninginn er ekki víst að þjóðin vilji það. Skynsamlega ákvörðun verður þó að byggja á einföldu hagsmunamati en ekki tilfinningum. Erfitt er að meta kostnað við að hafna núverandi samningum. Icesave mun ekki hverfa þó að við segjum nei á laugardaginn. Óvissa um niðurstöðu Icesave deilunnar mun aukast. Höfnun samningsins leiðir líklega til þess að erlend fjármögnun fyrirtækja, bæjarfélaga og stofnana verður erfiðari og dýrari. Þar sem væntur kostnaður vegna samningsins og áhætta honum tengdum hefur minnkað mjög mikið er það mitt mat að besta niðurstaða kosninganna sé JÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Halldór 17.05.2025 Halldór Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Þann 9. apríl næstkomandi munu Íslendingar kjósa um hvort að íslenska ríkið eigið að ábyrgjast greiðslur Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta á lágmarksinnstæðutryggingum sem nema rúmum 20.887 evrum á hvern Icesave reikning í Bretlandi og Hollandi. Eins og vel er þekkt stofnaði Landsbankinn internet reikninga í Bretlandi og Hollandi þegar önnur fjármögnun varð erfiðari. Nafnið á reikningum var tengt Íslandi til að nýta hið góða orðspor sem Ísland hafði.Mynd 1.Til að meta áhættu af samningnum þarf að nýta allar tiltækar upplýsingar til að meta hugsanlega verðþróun eigna og skulda Tryggingarsjóðsins (TIF). Sjóðurinn á kröfu upp á 674 ma. kr. í eignir þrotabús gamla Landsbankans. Sú krafa nemur 52,26% af forgangskröfum. Sjóðurinn mun því fá 674 ma. kr. eða 52,26% af eignum þrotabúsins, eftir því hvort reynist lægra. Skuldir sjóðsins nema 1.329 m. evra og 2.350 m. punda sem nam 647 mö. kr. um áramót. Mismunur á eignum og skuldum sjóðsins mun samkvæmt samningnum verða greiddur af íslenska ríkinu. Í lok árs 2010 námu heildareignir þrotabúsins 1175 ma. króna og hluti TIF því 614 ma. króna. Mismunur á eignum og skuldum þrotabúsins nam því 33 ma. kr. (614 ma. kr. - 647 ma. kr.). Mynd 1 sýnir stöðu eigna og skulda Tryggingarsjóðsins um síðustu áramót.Þar sem munur á upphæð eigna og skulda tryggingarsjóðsins er mjög lítill skiptir ávöxtun eigna sjóðsins og vextir lána mjög miklu máli. Eignirnar hafa verið að vaxa mun hraðar en skuldirnar og því er ekki ólíklegt að eignir þrotabúsins muni duga fyrir öllum höfuðstól skuldarinnar. Hægt er að villa um fyrir fólki með því að einblína eingöngu á skuldahlið Tryggingarsjóðsins og tala um að ríkissjóður ábyrgist greiðslur upp á 600-700 milljarða án þess að geta eigna Tryggingarsjóðsins.Eignir þrotabúsins Frá því að allar kröfur í þrotabú gamla Landsbankans voru umreiknaðar yfir í íslenskar krónur 22. apríl 2009 hafa eignir þrotabúsins vaxið um að meðaltali 23 milljarða króna á ársfjórðungi miðað við fast gengi krónunnar. Ef sú þróun heldur áfram er líklegt að engin skuld falli á íslenska ríkið. Samfara auknu verðmæti þrotabúsins hefur óvissa í verðmatinu minnkað. Nú er stór hluti af eignum þrotabúsins í peningum og öruggum eignum. Eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir er stór hluti eigna þrotabúsins í reiðufé. Um fjórðungur er lán til viðskiptavina. Bókfært verð þess flokks er um 28% af kröfuvirði. Hlutabréf eru metin á 117 milljarða og flest bendir til að sá flokkur gæti verið vanmetinn. Verðþróun á mörkuðum með hlutabréf og fasteignir í Bretlandi og Evrópu hefur verið jákvæð frá fyrsta mati þrotabúsins á verðmæti eigna. Það er því líklegt að þessar eignir hafi hækkað í verði.Fjármögnun nýja Landsbankans Um 27% af verðmæti þrotabúsins er tengt fjármögnun Nýja Landsbankans. Þrotabúið á tæp 19% í nýja Landsbankanum og mat það þann hluta á 28 ma. krónur um áramót. Auk þess á þrotabúið skuldabréf útgefið af nýja Landsbankanum sem metið var á 269 milljarða um síðustu áramót og skilyrt skuldabréf sem metið var á 30 milljarða. Afkoma nýja Landsbankans var góð á síðasta ári og arðsemi eigin fjár um 16%. Bókfært verðmæti hlutabréfa þrotabúsins í nýja Landsbankanum hefur ekki verið uppfært þrátt fyrir hagnaðartölur Nýja Landsbankans. Því má færa góð rök fyrir því að verðmæti þrotabúsins í hlutabréfum Landsbankans sé vanmetið. Greiðslur íslenska ríkisins vegna Icesave III eru mun minni en þær hefðu orðið samkvæmt Svavarssamningnum. Á sama tíma hefur greiðslugeta ríkisins aukist. Verð útflutningsvara hefur til dæmis hækkað. Myndirnar hér að neðan sýna verðþróun á helstu útflutningsvörum Íslendinga, áls og sjávarafurða. Eins og myndirnar sýna, hafa verð á erlendum mörkuðum hækkað umtalsvert eftir mikla lækkun í lok árs 2008.Gjaldeyrisáhætta Mikið hefur verið fjallað um gjaldeyrisáhættu Icesave samninganna. Ef gengi krónunnar veikist verða erlendar eignir þrotabúsins verðmeiri í krónum talið. Ef verðmæti eigna Tryggingarsjóðsins hafa náð 674 ma. króna, leiðir veiking krónunnar til þess að skuldir sjóðsins aukast en eignirnar ekki. Raungengi krónunnar er mjög veikt sem þýðir að verðlag á Íslandi hefur lækkað í samanburði við verðlag erlendis. Mikil frekari veiking raungengisins er því ólíkleg. Nafngengi krónunnar gæti veikst án þess að raungengi veikist, ef verðbólga hér á landi verður hærri en í helstu viðskiptalöndum Íslands. Við þær aðstæður sem nú ríkja á Íslandi, mikið atvinnuleysi og lítil fjárfesting, er ekki líklegt að verðbólga verði há. Gengisáhætta samningsins er því þrátt fyrir allt ekki svo mikil. Íslenska ríkið ræður auðveldlega við aukna skuldsetningu vegna Icesave samningsins. Hrein skuld vegna Icesave III gæti numið um 2,2% af landsframleiðslu (miðað við 33 ma. kr.). Skuldsetning ríkisins er ekki ósjálfbær og mun hún lækka á komandi árum. En þrátt fyrir að við getum auðveldlega staðið við Icesave samninginn er ekki víst að þjóðin vilji það. Skynsamlega ákvörðun verður þó að byggja á einföldu hagsmunamati en ekki tilfinningum. Erfitt er að meta kostnað við að hafna núverandi samningum. Icesave mun ekki hverfa þó að við segjum nei á laugardaginn. Óvissa um niðurstöðu Icesave deilunnar mun aukast. Höfnun samningsins leiðir líklega til þess að erlend fjármögnun fyrirtækja, bæjarfélaga og stofnana verður erfiðari og dýrari. Þar sem væntur kostnaður vegna samningsins og áhætta honum tengdum hefur minnkað mjög mikið er það mitt mat að besta niðurstaða kosninganna sé JÁ.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun