The Economist: Þýska undrið 17. febrúar 2011 20:00 Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum. Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira
Fyrirsögnin á leiðarasíðu tímaritsins The Economist er raunar „Angela í Undralandi" og er þar vísað til Angelu Merkel kanslara Þýskalands. Þar segir að vestræn ríki hafi réttilega dáðst að kínverska efnahagsundrinu. Hinsvegar hafi þau gefið minni gaum að hinu nýja þýska Wirtchaftswunder. Þýskaland lenti í djúpa endanum á kreppunni þar sem pantanir á framleiðsluvörum gufuðu upp. En hagkerfi landsins hefur komið sterkt til baka með hagvöxt upp á 3,6% á síðasta ári. Og þetta er ekki eitthvað eins árs undur segir The Economist. Mælt á nokkra mælikvarða, þar á meðal að atvinnuleysi í Þýskalandi hefur ekki verið minna síðan árið 1992, er Þýskland stjarnan í G7 hópnum hvað efnahagslega frammistöðu varðar á síðustu tíu árum. Og hvað er leyndarmál Þýskalands? spyr The Economist. Það hjálpar að Þjóðverjar upplifðu ekki eigna- eða lánabólu og að stjórn landsins hefur haldið opinberum útgjöldum í skefjum á aðdáunarverðan hátt, segir í leiðaranum. Umfram allt er árangur Þýskalands knúinn áfram af útflutningi. Landið hefur haldið hlut sínum í útflutningsgeira heimsins þrátt fyrir uppgang Kína. Heppni spilar hér inn í dæmið. Þýskaland hefur aðgang að ódýru vinnuafli við túnfót sinn í miðri Evrópu. Einnig fer saman að Þýskaland framleiðir þær vörur sem Kína þarf einna helst á að halda. Þýsk véltækni keyrir verksmiðjur í Kína. Hæfnina vantar heldur ekki. Þjóðverjar hafa verið naskir á að finna tækifærin í atvinnugeirum sem lítill glæsileiki fylgir. Þetta á einkum við um Mittlestand fyrirtæki landsins, það er þau smáu og meðalstóru sem eru hryggjarstykkið í efnahagskerfinu. Fyrirtæki á borð við Koeing & Bauer sem framleiðir prentvélar og Leitz sem smíðar viðarframleiðslulínur. Þau eru ekki þekkt en þau eru heimsmeistarar á sínu sviði. Þá má einnig geta þess að fjöldi af Mittlestand fyrirtækjunum tók boði stjórnvalda um fjárhagsaðstoð til að halda menntuðu starfsfólki sínu í vinnu meðan að dýpsta kreppan gekk yfir. Fyrirtækin veðjuðu á að ástandið myndi batna fljótlega sem það og gerði. Þá var hið menntaða starfsfólk enn til staðar til að mæta aukinni eftirspurn. Þetta allt gerði það sennilega að verkum að Angela Merkel var brosmild á Davos ráðstefnunni sem haldinn var í upphafi mánaðarins. Hún bauð öðrum Evrópuleiðtogum að fylgja í fótspor Þýskalands. Skilaboðin voru að ef þeir gerðu það myndi allt fara vel að lokum.
Mest lesið Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Fleiri fréttir Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Sjá meira