Hvernig ætlar ungt fólk að kjósa 9. apríl? Hrafnhildur Ragnarsdóttir skrifar 8. apríl 2011 06:00 Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Icesave Mest lesið Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 26.04.2025 Halldór Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Skoðun Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Sjá meira
Við unga fólkið ættum ekki síður en aðrir að huga að því áður en gengið er til kosninga um Icesave 9. apríl hvaða áhætta felst í því að segja nei við Icesave. Fyrir mína parta þýðir það þetta: Næstum engin atvinnutækifæri, hvort sem þú ert að klára menntaskóla, háskóla eða komin með nokkurra ára starfsreynslu eftir útskrift. Áframhaldandi niðurskurður í skólum á sama tíma og þeim er gert að taka við fleiri nemendum, sem hlýtur að þýða takmarkaðari möguleikar. Hærri skattar, sem þýðir minni peningur fyrir þig. Niðurskurður í velferðarkerfinu sem þýðir að ef þú þarft á þjónustu að halda skaltu krossa fingur og vona að hún sé enn til staðar. Við höfum þurft að horfa upp á óhugnanlega þróun síðustu ár. Við erum þjóð í vanda og því viljum við breyta. Við breytum því eingöngu með því að leysa vandamálin eitt af öðru. Icesave er eitt af þeim. Það verður ekki gert með því að hafna Icesave samningnum. Að hafna Icesave samningum kallast á góðri íslensku að lengja í snörunni. Við þurfum að hefja uppbyggingu í átt að frjálsu Íslandi, ekki Íslandi í höftum. Við unga fólkið sem eigum eftir að borga skatta næstu 30, 40 og 50 árin skulum hugsa vandlega um hvað það muni kosta okkur að segja nei við Icesave. Að búa í landi þar sem eru gjaldeyrishöft þýðir að það fer enginn peningur út og enginn peningur inn. Það þýðir frost. Engar fjárfestingar, engin uppbygging, engin vinna. Það er ekki hægt að aflyfta gjaldeyrishöftunum fyrr en Icesave málið hefur verið leyst. Nei við Icesave þýðir viðvarandi ástand, ef við erum heppin. Já þýðir skref áfram. Já þýðir möguleikar á breytingum, framþróun, landi án hafta. Allir Íslendingar vilja það sama, sama á hvaða aldri. Við viljum minnka atvinnuleysi, öflugan vinnumarkað, mannsæmandi laun og gott heilbrigðis- og menntakerfi. Með því að taka skref í rétta átt nálgumst við þessi markmið. Icesave kosningarnar snúast ekki um að þjóðin eigi ekki að beygja sig undir stærri þjóðir eða stolt. Icesave kosningarnar snúast um að leysa eitt vandamál af mörgum sem efnahagshrunið olli okkur. Ég vil að það sé gott að búa á Íslandi. Ég trúi því að sá samningur sem nú liggur fyrir sé besta mögulega lausnin við þessu vandamáli. Ég vil betri tíð - ekki tíð óvissu, dómstóla og algerrar stöðnunar. Ég segi já við Icesave samningnum 9. apríl.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar