Áframhaldandi leynd Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar 7. maí 2011 09:00 Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólögum sem koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upplýsingar, standa óbreytt. Stjórnvöld geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkennir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orkufyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsingum en tekið athugasemdum Blaðamannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðarlitla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikilvægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Hörður Guðmundsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra hefur lagt fram frumvarp að breytingum á upplýsingalögum. Af því tilefni rifjaðist upp fyrir mér að í mars 2007 óskuðu blaðamenn Fréttablaðsins eftir upplýsingum um notkun ráðherra á greiðslukortum ráðuneytanna árið 2006. Sjálfsagt mál hefði maður ætlað í opnu lýðræðisríki, enda um notkun á opinberu fé að ræða. Nei, öll ráðuneytin synjuðu þessari ósk Fréttablaðsins. Árni Mathiesen, þáverandi fjármálaráðherra, brást hinn versti við fyrirspurn blaðsins og lét hafa eftir sér á síðum þess: „Þetta er bara ómerkilegt, subbulegt mál þar sem verið er að reyna að gera heiðarlegt fólk að skúrkum algjörlega að ástæðulausu.“ Ósk um upplýsingar um notkun ráðherra á peningum skattgreiðenda var orðin ómerkilegur subbuskapur. Fréttablaðið sætti sig ekki við leyndarhyggju og leitaði á náðar úrskurðarnefndar um upplýsingamál. Nefndin staðfesti ákvörðun ráðuneytanna á þeim grundvelli að yfirlit greiðslukorta væru bókhaldsgögn sem féllu ekki undir 2. mgr. 3. gr. upplýsingalaga um gögn sem almenningur ætti rétt til aðgangs að. Einnig var vísað til þess að beiðni Fréttablaðsins fæli í sér kröfu um að teknar yrðu saman upplýsingar eða útbúin ný gögn, en það samræmdist ekki 1. mgr. 3. gr. laga sem segði að stjórnvöldum væri skylt að veita almenningi aðgang að fyrirliggjandi gögnum en ekki að útbúa ný skjöl. Þannig beittu ráðuneytin ákvæðum upplýsingalaganna til að sveigja hjá markmiði sömu laga um opna og lýðræðislega umræðu. Núverandi ríkisstjórn var kosin til að breyta leikreglum, ekki síst ólögum sem koma í veg fyrir að almenningur fái upplýsingar um notkun almannafjár. Því veldur frumvarp forsætisráðherra til breytinga á upplýsingalögum mér vonbrigðum. Þar virðast fyrrnefnd ákvæði, sem ráðuneytin notuðu til að koma sér undan því að veita umræddar upplýsingar, standa óbreytt. Stjórnvöld geta þá synjað fjölmiðlum og almenningi um upplýsingar um notkun ráðherra á greiðslukortum hins opinbera. Fleira má tína til sem dæmi um íhaldssemi sem einkennir frumvarpið. Þannig sýnist mér forsætisráðuneytið hafi orðið við óskum annarra ráðuneyta og orkufyrirtækja um aukna takmörkun á aðgangi almennings að upplýsingum en tekið athugasemdum Blaðamannafélagsins og skjalavarða um of miklar takmarkanir fálega. Þetta íhaldssama og metnaðarlitla frumvarp er til umfjöllunar á Alþingi. Vonandi sjá þingmenn til þess að frumvarpinu verði breytt þannig að fjölmiðlar geti aflað mikilvægra upplýsinga, þar á meðal þeirra sem hér hefur verið fjallað um.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun