Hver er í raun vandi Grikkja? 28. júní 2011 05:00 Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Mest lesið Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Vandi ESB og evrunnar er meiri nú en nokkru sinni og daglega berast okkur fréttir af fjöldamótmælum almennings innan ESB, neyðarfundum ráðamanna í Brussel, vanda evrunnar, auknu atvinnuleysi innan ESB o.fl. Því hefur jafnan verið haldið fram að efnahagshrunið á Íslandi hefði ekki orðið ef við hefðum verið innan ESB en staða margra ríkja innan sambandsins sýnir að slíkar fullyrðingar eru ekki á rökum reistar. Grikkir höfðu nær ótakmarkaðan aðgang að ódýru lánsfé og skuldir landsins eru í dag 340 milljarðar evra, þar af er rúmlega þriðjungur við einkabanka í Frakklandi, Þýskalandi og Bretlandi. Þjóðir í vestan- og norðanverðri Evrópu vilja ekki leggja meira á almenning til að bjarga Grikkjum, Spánverjum, Portúgölum o.fl. ESB fyrirskipar einkavæðingu opinberra fyrirtækja!ESB fyrirskipar Grikkjum að skera niður almannaþjónustu og einkavæða opinber fyrirtæki. Dæmi um fyrirtæki sem ESB hefur gert kröfu um að verði einkavædd eru alþjóðaflugvöllurinn í Aþenu, opinber fjarskiptafyrirtæki, orku- og gasfyrirtæki, hafnarmannvirki, járnbrautarfyrirtæki o.fl. Pólitísk spenna hefur sjaldan verið meiri innan ESB og ráðamenn í Brussel eru að vonum áhyggjufullir, enda hefur evran aldrei staðið veikar. Mótmæli brjótast út og fólkið gerir þær kröfur að almenningur greiði ekki skuldir einkabanka í fjarlægum löndum. Kröfurnar frá Brussel eru hins vegar skýrar, þið verðið að borga! Hvað segja jafnaðarmenn?Það er æpandi tómarúm í málflutningi þeirra sem reyna að fegra þá staðreynd að ESB á í gríðarlegum vanda og Grikkland er ekki eina vandamálið. Ef vandi Grikkja, Spánverja o.fl. er fyrst og fremst spilling. Hver er þá lausnin? Er það að einkavæða opinber fyrirtæki í þeim tilgangi að greiða inn í erlenda einkabanka? Er nema von að almenningur mótmæli? Þrátt fyrir að einn æðsti maður efnahagsmála á Íslandi vilji sjá annað þá tala staðreyndirnar sínu máli og fréttaflutningur í erlendum fjölmiðlum segir allt sem segja þarf.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar