Appelsínuhúð Teitur Guðmundsson skrifar 6. janúar 2012 06:00 Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem flestar ef ekki allar konur glíma við á lífsleiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mataræði og hreyfingarleysi sem og kynþáttur. Hvítar konur eru líklegri en asískar að mynda appelsínuhúð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, meðferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla appelsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Það liggja fyrir rannsóknir um ágæti einstaka þátta, en þeim er öllum sammerkt að árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, rafbylgjur, aðgerðir á hefbundinn máta eða með frost og lasertækni. Það ber þó að hafa í huga að helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglubundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nægjanlega af vatni, passa mataræði sitt og þá sérstaklega fitu og kolvetnishlutann. Megrúnarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né að reykja tóbak. Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appelsínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allann. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests meðferðarárangurs gríðarlega verðmætur, hvað þá heldur staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum einasta degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en tímabundin samanber orð mín hér að ofan. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi á hverjum degi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minnimáttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Hugsaðu málið, fjárfestu í sjálfri þér ! Höfundur er læknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Teitur Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er vel þekkt að konur hafa frekari tilhneigingu en karlar til að mynda appelsínuhúð. Fitufrumur og samsafn þeirra er haldið saman af kollagen þráðum sem eru bundnir við vöðvalög undir þeim. Þegar fitumagn eykst eða ef kollagen þræðirinir dragast saman, til dæmis við hrörnun og aukinn aldur, veldur það útbungun fituvefs með „holumyndun" á milli sem í daglegu tali nefnist appelsínuhúð. Þetta er ekki sjúkdómur heldur öllu fremur ástand sem flestar ef ekki allar konur glíma við á lífsleiðinni og karlar að hluta til líka. Ýmsar skýringar eru taldar vera á því hvers vegna sumir fá frekar appelsínuhúð en aðrir, nægir þar að nefna ættgenga þætti, ofþyngd, hormónabreytingar, slæmt mataræði og hreyfingarleysi sem og kynþáttur. Hvítar konur eru líklegri en asískar að mynda appelsínuhúð svo dæmi sé tekið, en þetta er þó fyrst og fremst einstaklingsbundið. Hégómi kvenna og markaðsleg misnotkun hans um langt skeið veldur því að sífellt fleiri vörur, meðferðir og aðferðir hafa litið dagsins ljós í því skyni að meðhöndla appelsínuhúð. Sumir lofa meira að segja 100% árangri sem auðvitað er hreint út sagt kjánalegt. Auðvitað er þetta ekki allt gagnslaust og ég efa ekki að margir munu halda fram ágæti vöru sinnar sem eðlilegt er. Það liggja fyrir rannsóknir um ágæti einstaka þátta, en þeim er öllum sammerkt að árangurinn er í besta falli tímabundinn eða minniháttar. Gildir þar einu hvort um er að ræða krem, dropa, nudd, bakstra, ljósameðferð, rafbylgjur, aðgerðir á hefbundinn máta eða með frost og lasertækni. Það ber þó að hafa í huga að helsta vörnin ef kalla má svo gegn appelsínuhúð er að vera reglubundið í góðu líkamlegu formi og þjálfun, drekka nægjanlega af vatni, passa mataræði sitt og þá sérstaklega fitu og kolvetnishlutann. Megrúnarkúrar og mikil hreyfing á vigtinni getur aukið líkur á appelsínuhúð og þá er auðvitað mikilvægt að drekka ekki of mikið af áfengi, kaffi né að reykja tóbak. Þegar öllu er á botninn hvolft er iðnaðurinn í kringum appelsínuhúð og hégóma kvenna mörg hundruð milljarða króna virði á ársgrundvelli um heiminn allann. Það eru því miklir hagsmunir í húfi og sannfæringarmáttur auglýsinga auk reynslusagna og óstaðfests meðferðarárangurs gríðarlega verðmætur, hvað þá heldur staðalímynd kvenna sem stillt er fyrir framan okkur á hverjum einasta degi. Þegar gefnar eru ráðleggingar varðandi skyndilausnir getur niðurstaðan aldrei orðið önnur en tímabundin samanber orð mín hér að ofan. Við læknar og fagfólk sem reynum að vinna með forvarnir og almenna heilsueflingu að leiðarljósi á hverjum degi gerum að mínu viti meira gagn gegn appelsínuhúð en við fáum lof fyrir, því heilbrigð sál í hraustum líkama er líklegri til að hafa síður minnimáttarkennd yfir líkama sínum og viðhalda líkamlegu atgervi. Hugsaðu málið, fjárfestu í sjálfri þér ! Höfundur er læknir.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun