Viðskipti erlent

Fleiri ríki í Bandaríkjunum íhuga að taka upp eigin mynt

Óvissan um framtíð dollarans hefur valdið því að fleiri ríki í Bandaríkjunum eru að íhuga að taka upp eigin mynt.

Tillögur um upptöku eigin myntar eru til skoðunar í 13 ríkjum. Meðal þeirra eru Minnesota, Tennessee, Iowa og Suður Karólína. Fyrir þremur árum voru aðeins þrjú ríki að íhuga eigin mynt. Ástæðan eru áhyggjur um að dollarinn geti hrunið í náinni framtíð.

Ríkið Utah er komið lengst í áttina að eigin mynt en Gary Herbert ríkisstjóri þar staðfesti lög í fyrra sem kveða á um að þeir gull- og silfurpeningar sem myntslátta Bandaríkjanna gefur út væru jafngild mynt og dollarinn í öllum viðskiptum í Utah.

Þau ríki sem ætla sér að taka upp eigin mynt verða að notast við gull og silfurpeninga. Stjórnarskrá Bandaríkjanna bannar einstökum ríkjum að prenta eigin seðla eða slá eigin myntir. Hinsvegar er að finna í stjórnarskránni ákvæði sem heimilar öllum ríkjum að taka gull og silfur sem greiðslu upp í skuldir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×