Stærstu seðlabankar heimsins grípa enn til aðgerða Magnús Halldórsson skrifar 2. ágúst 2012 10:20 Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við „allra lægstu mörk" í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar. Í júní uppfærði bandaríski seðlabankinn hagvaxtarspá sína og spáði 2,4 prósent hagvexti í Bandaríkjunum í stað 2,9 prósent í fyrri spá. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag er frá því greint að búist sé við því að Seðlabanki Evrópu muni grípa til aðgerða til þess að lækka fjármögnunarkostnað Spánar, en álag á opinberar skuldir ríkissjóðs Spánar hefur verið á bilinu 6 til 7 prósent undanfarnar vikur, og stóð í 6,59 prósent í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, lét hafa eftir sér í samtali við fjölmiðlamenn í gær að hann væri tilbúinn að „gera hvað sem væri" til þess að verja evruna, og koma í veg fyrir hrun hennar vegna mikilla opinberra skulda Evrópuþjóða. Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti sína úr 1 prósenti í 0,75 prósent í síðasta mánuði með það að markmiði að styðja við hagvöxt. Sjá má yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna hér, og umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Seðlabanka Evrópu, og hugsanlega aðgerðir hans til þess að lækka skuldaálag Spánar, hér. Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Seðlabankar Bandaríkjanna og Evrópu segja í tilkynningum, í sitt hvoru lagi, að þeir muni gera það sem til þarf til þess að styðja við efnahagslegan vöxt. Haft er eftir Ben Bernanke, seðlabankastjóra Bandaríkjanna, að vöxtum verði haldið við „allra lægstu mörk" í það minnsta fram á árið 2014, í þeirri von að það styðji við framgang atvinnulífsins og vinni gegn stöðnun og samdrætti í efnahagslífi, jafnt í Bandaríkjunum sem annars staðar. Í júní uppfærði bandaríski seðlabankinn hagvaxtarspá sína og spáði 2,4 prósent hagvexti í Bandaríkjunum í stað 2,9 prósent í fyrri spá. Á vefsíðu breska ríkisútvarpsins BBC í dag er frá því greint að búist sé við því að Seðlabanki Evrópu muni grípa til aðgerða til þess að lækka fjármögnunarkostnað Spánar, en álag á opinberar skuldir ríkissjóðs Spánar hefur verið á bilinu 6 til 7 prósent undanfarnar vikur, og stóð í 6,59 prósent í morgun, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg. Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu, lét hafa eftir sér í samtali við fjölmiðlamenn í gær að hann væri tilbúinn að „gera hvað sem væri" til þess að verja evruna, og koma í veg fyrir hrun hennar vegna mikilla opinberra skulda Evrópuþjóða. Seðlabanki Evrópu lækkaði stýrivexti sína úr 1 prósenti í 0,75 prósent í síðasta mánuði með það að markmiði að styðja við hagvöxt. Sjá má yfirlýsingu Seðlabanka Bandaríkjanna hér, og umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC um Seðlabanka Evrópu, og hugsanlega aðgerðir hans til þess að lækka skuldaálag Spánar, hér.
Mest lesið Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Fleiri fréttir Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira