Þingmál ná ekki í nefndir 25. apríl 2012 07:00 Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. Frá því að þing tók aftur til starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö mál verið samþykkt til þingnefndar, tillaga um breytingu á stjórnarráði og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, sakar stjórnarandstöðuna um að ástunda nýja tegund af málþófi sem felist í því að málum sé ekki hleypt til nefnda. „Þau eru búin að hertaka löggjafasamkunduna." Stjórnarandstæðingar sem Fréttablaðið ræddi við sökuðu stjórnina hins vegar um að forgangsraða ekki þeim málum sem ljúka ætti á yfirstandandi þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir stjórnina hafa komið fram með mál sem gríðarlegur ágreiningur sé um í stjórnarflokkunum sjálfum. Alla forgangsröðun vanti. „Það hefur komið til tals á þingflokksformannafundum og forsætisnefndarfundum að það sé nauðsynlegt að fá fram forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem hún vilji klára, því augljóst sé að öll mál verði ekki kláruð." Sigurður segir að því lengur sem það dragist því færri mál muni klárast. Björn Valur segir hins vegar að ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi áherslu: kvótann, Rammaáætlun og breytingar á stjórnarráði. Þessi mál hafi komið fram fyrir tilskilinn frest og stefna stjórnarinnar varðandi þau sé ljós og því verði ekki samið um þau. „Það er hins vegar óheilbrigt að ekki skuli vera hægt að taka þetta til umfjöllunar í nefndum, þar sem þingmenn og aðrir í samfélaginu sem hafa áhuga á málinu geta komið að þeim og haft áhrif á þau." Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að koma málum eins og Rammaáætlun sem fyrst til nefndar. Í annarri umræðu sé hægt að fjalla efnislega um umsagnir og faglega vinnu nefndarinnar. „Svo virðist hins vegar að það sé stefna stjórnarandstöðunnar að hægja verulega á öllum málum." Heimildir Fréttablaðsins herma að andrúmsloft á Alþingi sé við frostmark. Dómur Landsdóms hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki er samið um þingstörf bíður fjöldi mála umfjöllunar. Af öðrum málum sem gætu orðið tímafrek má nefna breytingar á stjórnarskránni, en tæpur mánuður er síðan þær voru ræddar.- kóp Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira
Algjör óvissa ríkir um hvernig starfi Alþingis verður háttað fram á vor. Alls liggja 93 stjórnarfrumvörp fyrir Alþingi og 29 stjórnartillögur. Ljóst er að ekki tekst að ljúka þeim málum fyrir sumarleyfi, en þingi á samkvæmt dagskrá að ljúka 31. maí. Frá því að þing tók aftur til starfa eftir páskafrí hafa aðeins tvö mál verið samþykkt til þingnefndar, tillaga um breytingu á stjórnarráði og Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Björn Valur Gíslason, formaður þingflokks Vinstri grænna, sakar stjórnarandstöðuna um að ástunda nýja tegund af málþófi sem felist í því að málum sé ekki hleypt til nefnda. „Þau eru búin að hertaka löggjafasamkunduna." Stjórnarandstæðingar sem Fréttablaðið ræddi við sökuðu stjórnina hins vegar um að forgangsraða ekki þeim málum sem ljúka ætti á yfirstandandi þingi. Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður þingflokks Framsóknarflokksins, segir stjórnina hafa komið fram með mál sem gríðarlegur ágreiningur sé um í stjórnarflokkunum sjálfum. Alla forgangsröðun vanti. „Það hefur komið til tals á þingflokksformannafundum og forsætisnefndarfundum að það sé nauðsynlegt að fá fram forgangsröðun ríkisstjórnarinnar á þeim málum sem hún vilji klára, því augljóst sé að öll mál verði ekki kláruð." Sigurður segir að því lengur sem það dragist því færri mál muni klárast. Björn Valur segir hins vegar að ljóst sé á hvaða mál stjórnin leggi áherslu: kvótann, Rammaáætlun og breytingar á stjórnarráði. Þessi mál hafi komið fram fyrir tilskilinn frest og stefna stjórnarinnar varðandi þau sé ljós og því verði ekki samið um þau. „Það er hins vegar óheilbrigt að ekki skuli vera hægt að taka þetta til umfjöllunar í nefndum, þar sem þingmenn og aðrir í samfélaginu sem hafa áhuga á málinu geta komið að þeim og haft áhrif á þau." Magnús Orri Schram, formaður þingflokks Samfylkingarinnar, segir mikilvægt að koma málum eins og Rammaáætlun sem fyrst til nefndar. Í annarri umræðu sé hægt að fjalla efnislega um umsagnir og faglega vinnu nefndarinnar. „Svo virðist hins vegar að það sé stefna stjórnarandstöðunnar að hægja verulega á öllum málum." Heimildir Fréttablaðsins herma að andrúmsloft á Alþingi sé við frostmark. Dómur Landsdóms hafi ekki bætt þar á. Á meðan ekki er samið um þingstörf bíður fjöldi mála umfjöllunar. Af öðrum málum sem gætu orðið tímafrek má nefna breytingar á stjórnarskránni, en tæpur mánuður er síðan þær voru ræddar.- kóp
Fréttir Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Fleiri fréttir Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Sjá meira