Bættar samgöngur hækka fasteignamat 15. júní 2012 04:00 Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands í gær. Fasteignamatið hækkar um 7,4 prósent milli ára. Heildarmat fasteigna hér á landi er nú 4.715 milljarðar króna, en þar af eru 3.105 milljarðar íbúðareignir. Af þeim hækkar matið á rúmlega níutíu prósentum en lækkar á tæplega tíu prósentum eigna. Fasteignamatið hefur hækkað mest í Vestmannaeyjum milli ára, eða um nítján prósent. Í Bolungarvík hækkar það um rúm sextán prósent og í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um tæp þrettán og ellefu prósent. Mat á fasteignum hækkaði minnst á Reykjanesi, um 0,6 prósent. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir fasteignamat gefa ákveðna sýn á hvað sé að gerast hjá sveitarfélögunum. Hækkun í bæjarfélögunum sem nefnd eru að framan sé til dæmis hægt að tengja við betri samgöngur, þótt fasteignamatið segi ekki alla söguna. „Það er nýbúið að tengja Bolungarvík við Ísafjarðarbæ með jarðgöngum svo áhrifin eru farin að sýna sig úti í Bolungarvík." Sama megi segja um Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali nú ekki um Vestmannaeyjar, þar sem fasteignamat hækkar um nær 20 prósent sem er alveg örugglega afleiðingin af betri samgöngum." Á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkar fasteignamatið um 8,3 prósent. Ef íbúðarhúsnæði er aðeins skoðað verður hækkunin 9,5 prósent að meðaltali, en hækkunin er misjafnlega mikil eftir hverfum. Á Suðurnesjum verður matið 2,7 prósentum hærra en á þessu ári. Á Vesturlandi er hækkunin 4,3 prósent og á Vestfjörðum 6,3 prósent. Á Norðurlandi vestra og eystra er hækkunin um sjö prósent. Á Austurlandi er hækkunin 5,5 prósent og á Suðurlandi 5,9 prósent. Fasteignaviðskipti hafa verið að glæðast síðustu misseri eftir samdráttarskeið. Í fyrra var 6.598 kaupsamningum þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.700 árið áður. Fram kom í máli Inga Þórs Finnssonar verkfræðings á mats- og hagsviði Þjóðskrár að það sem af er árinu í ár hefði kaupsamningum svo fjölgað um fimmtung miðað við sama tímabil í fyrra. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands í gær. Fasteignamatið hækkar um 7,4 prósent milli ára. Heildarmat fasteigna hér á landi er nú 4.715 milljarðar króna, en þar af eru 3.105 milljarðar íbúðareignir. Af þeim hækkar matið á rúmlega níutíu prósentum en lækkar á tæplega tíu prósentum eigna. Fasteignamatið hefur hækkað mest í Vestmannaeyjum milli ára, eða um nítján prósent. Í Bolungarvík hækkar það um rúm sextán prósent og í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um tæp þrettán og ellefu prósent. Mat á fasteignum hækkaði minnst á Reykjanesi, um 0,6 prósent. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir fasteignamat gefa ákveðna sýn á hvað sé að gerast hjá sveitarfélögunum. Hækkun í bæjarfélögunum sem nefnd eru að framan sé til dæmis hægt að tengja við betri samgöngur, þótt fasteignamatið segi ekki alla söguna. „Það er nýbúið að tengja Bolungarvík við Ísafjarðarbæ með jarðgöngum svo áhrifin eru farin að sýna sig úti í Bolungarvík." Sama megi segja um Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali nú ekki um Vestmannaeyjar, þar sem fasteignamat hækkar um nær 20 prósent sem er alveg örugglega afleiðingin af betri samgöngum." Á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkar fasteignamatið um 8,3 prósent. Ef íbúðarhúsnæði er aðeins skoðað verður hækkunin 9,5 prósent að meðaltali, en hækkunin er misjafnlega mikil eftir hverfum. Á Suðurnesjum verður matið 2,7 prósentum hærra en á þessu ári. Á Vesturlandi er hækkunin 4,3 prósent og á Vestfjörðum 6,3 prósent. Á Norðurlandi vestra og eystra er hækkunin um sjö prósent. Á Austurlandi er hækkunin 5,5 prósent og á Suðurlandi 5,9 prósent. Fasteignaviðskipti hafa verið að glæðast síðustu misseri eftir samdráttarskeið. Í fyrra var 6.598 kaupsamningum þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.700 árið áður. Fram kom í máli Inga Þórs Finnssonar verkfræðings á mats- og hagsviði Þjóðskrár að það sem af er árinu í ár hefði kaupsamningum svo fjölgað um fimmtung miðað við sama tímabil í fyrra. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira