Kanínan orðin hluti af villtri fánu Íslands 27. september 2012 09:00 í elliðaárdal Stofni kanínu fækkar mikið yfir veturinn en viðkoman er gríðarleg yfir sumarið. Kvendýrið getur gotið nokkrum sinnum á ári, 3 til 5 ungum í senn, og verður kynþroska 6 mánaða gamalt. Stofninn getur því margfaldast á stuttum tíma.fréttablaðið/pjetur Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum. Ævar Petersen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur rétt að líta á kanínuna sem villtan stofn í fánu Íslands og bendir á að sögu hennar á Íslandi megi rekja allt aftur á 19. öld. Stofninn hafi náð sér á strik og dáið út í mörg skipti frá þeim tíma, en núverandi stofn sé tilkominn vegna sleppinga fólks á gæludýrum sínum sem verði að teljast ámælisvert. Spurður um stofnstærð segir Ævar erfitt að fullyrða nokkuð þar um. „Ég held að rétt sé að segja að stofnstærðin sé mörg hundruð eða fá þúsund dýr," segir Ævar. Í maí 2010 sótti umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur til umhverfisráðuneytisins um undanþágu frá lögum til að fækka kanínum í borginni vegna tjóns sem þær yllu og þá helst á gróðri. Undanþága var veitt til veiða árið 2010 og jafnframt farið fram á að útbreiðsla kanína innan borgarlandsins yrði könnuð frekar, umfang vandamála af þeirra völdum metið og að gerðar yrðu tillögur að því hvernig tekið yrði á málum til frambúðar. Niðurstaðan liggur fyrir en verkfræðistofan Verkís annaðist úttektina. Óverulegur fjöldi dýra fannst á átta talningarreitum í borgarlandinu þá daga sem talið var, en rannsóknin var gerð í mars 2012, eða á þeim tíma sem stofninn er í lágmarki. Langmest var af dýrinu í Elliðaárdal við Mjódd (85%) þar sem fólk hefur fóðrað kanínurnar yfir veturinn. Í skýrslunni segir jafnframt að í svari umhverfisráðuneytisins frá 8. júní 2010 við erindi borgarinnar komi fram að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lýst yfir að útrýma bæri kanínum úr íslenskri náttúru og að Umhverfisstofnun hafi tekið undir það sjónarmið.- shá Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Rétt er að líta svo á að kanínur hafi unnið sér þegnrétt sem villt tegund í fánu Íslands, að mati sérfræðings hjá Náttúrufræðistofnun. Talið er líklegt, í ljósi hlýnandi veðurfars hér á landi og mikillar aðlögunarhæfni tegundarinnar, að hún auki útbreiðslu sína og fjölgi hratt að óbreyttu. Margir líta á kanínu sem meindýr og að henni beri að halda í skefjum. Ævar Petersen, sérfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun, telur rétt að líta á kanínuna sem villtan stofn í fánu Íslands og bendir á að sögu hennar á Íslandi megi rekja allt aftur á 19. öld. Stofninn hafi náð sér á strik og dáið út í mörg skipti frá þeim tíma, en núverandi stofn sé tilkominn vegna sleppinga fólks á gæludýrum sínum sem verði að teljast ámælisvert. Spurður um stofnstærð segir Ævar erfitt að fullyrða nokkuð þar um. „Ég held að rétt sé að segja að stofnstærðin sé mörg hundruð eða fá þúsund dýr," segir Ævar. Í maí 2010 sótti umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur til umhverfisráðuneytisins um undanþágu frá lögum til að fækka kanínum í borginni vegna tjóns sem þær yllu og þá helst á gróðri. Undanþága var veitt til veiða árið 2010 og jafnframt farið fram á að útbreiðsla kanína innan borgarlandsins yrði könnuð frekar, umfang vandamála af þeirra völdum metið og að gerðar yrðu tillögur að því hvernig tekið yrði á málum til frambúðar. Niðurstaðan liggur fyrir en verkfræðistofan Verkís annaðist úttektina. Óverulegur fjöldi dýra fannst á átta talningarreitum í borgarlandinu þá daga sem talið var, en rannsóknin var gerð í mars 2012, eða á þeim tíma sem stofninn er í lágmarki. Langmest var af dýrinu í Elliðaárdal við Mjódd (85%) þar sem fólk hefur fóðrað kanínurnar yfir veturinn. Í skýrslunni segir jafnframt að í svari umhverfisráðuneytisins frá 8. júní 2010 við erindi borgarinnar komi fram að Náttúrufræðistofnun Íslands hafi lýst yfir að útrýma bæri kanínum úr íslenskri náttúru og að Umhverfisstofnun hafi tekið undir það sjónarmið.- shá
Fréttir Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Erlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira