Besti heilbrigðisráðherrann Ólafur Hauksson skrifar 9. nóvember 2012 06:00 Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. Auðvitað skyldi maður ekki alhæfa um skilvirkni ráðuneyta. Vafalítið fá einhverjir ágæta þjónustu. En það hefur vakið athygli mína, að af þeim mörgu sem ég þekki sem hafa átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið, sker eitt tímabil sig úr í þeirra augum. Það er þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra, á árunum 2007 til 2009. Án undantekninga talar fólk um að ráðuneytið hafi gjörbreyst með tilkomu Guðlaugs. Allt í einu var hægt að fá viðtal við ráðherrann án þess að þurfa að liggja vælandi í ráðuneytinu mánuðum saman. Ef hann hafði ekki tíma, þá fékk fólk samt svör. Ákvarðanir voru teknar. Dragbítar í stjórnsýslunni voru settir til hliðar og ráðuneytið blómstraði. Málum var fylgt eftir. Á þessum tæpu tveimur árum keyrði Guðlaugur Þór jafnframt fjölmörg þjóðþrifamál af stað. Sjaldan hefur jafn drífandi maður og Guðlaugur stýrt heilbrigðisráðuneytinu. Reyndar hef ég einnig heyrt vel látið af þeim tíma sem Siv Friðleifsdóttir hélt þar um stjórntaumana. Hún tók ákvarðanir og lét hlutina ganga. Því miður hefur Siv ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Við erum hins vegar svo heppin að Guðlaugur Þór gefur kost á sér áfram. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig best verður tryggt að kraftar hans nýtist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hauksson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala sama Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Ég hef síðustu tvo áratugina unnið fyrir fjölmarga einstaklinga og fyrirtæki sem hafa átt í samskiptum við ráðuneyti og ráðherra. Oftast nær eru frásagnir af slíkum samskiptum daprar. Fólk fær ekki svör eða er dregið á asnaeyrunum fram og til baka. Ákvörðunarfælni er gegnumgangandi. Auðvitað skyldi maður ekki alhæfa um skilvirkni ráðuneyta. Vafalítið fá einhverjir ágæta þjónustu. En það hefur vakið athygli mína, að af þeim mörgu sem ég þekki sem hafa átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið, sker eitt tímabil sig úr í þeirra augum. Það er þegar Guðlaugur Þór Þórðarson var heilbrigðisráðherra, á árunum 2007 til 2009. Án undantekninga talar fólk um að ráðuneytið hafi gjörbreyst með tilkomu Guðlaugs. Allt í einu var hægt að fá viðtal við ráðherrann án þess að þurfa að liggja vælandi í ráðuneytinu mánuðum saman. Ef hann hafði ekki tíma, þá fékk fólk samt svör. Ákvarðanir voru teknar. Dragbítar í stjórnsýslunni voru settir til hliðar og ráðuneytið blómstraði. Málum var fylgt eftir. Á þessum tæpu tveimur árum keyrði Guðlaugur Þór jafnframt fjölmörg þjóðþrifamál af stað. Sjaldan hefur jafn drífandi maður og Guðlaugur stýrt heilbrigðisráðuneytinu. Reyndar hef ég einnig heyrt vel látið af þeim tíma sem Siv Friðleifsdóttir hélt þar um stjórntaumana. Hún tók ákvarðanir og lét hlutina ganga. Því miður hefur Siv ákveðið að yfirgefa stjórnmálin. Við erum hins vegar svo heppin að Guðlaugur Þór gefur kost á sér áfram. Ekki þarf að hafa mörg orð um hvernig best verður tryggt að kraftar hans nýtist.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar