Markaðurinn hefur brugðist Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 1. maí 2014 07:00 Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það dylst engum að ein helsta ástæðan fyrir núverandi vanda á húsnæðismarkaðnum í Reykjavík er sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á séreignarstefnuna. Afleiðing hennar er meðal annars að leigumarkaðurinn í borginni hefur verið mjög vanþróaður, sem birtist til dæmis í því að hér skortir hefð fyrir leigufélögum sem bjóða langtímaleigu á hagstæðum kjörum. Fyrir vikið einkennist leigumarkaðurinn af óöryggi, óstöðugleika og allt of hárri húsaleigu. Þetta er hvorki gott né heilbrigt og er ein helsta ástæða þess að 17,9% þeirra sem eru í leiguhúsnæði búa við verulega íþyngjandi húsnæðiskostnað, samkvæmt nýlegum tölum Hagstofunnar.Reynslan er ekki góð Reynslan hefur sýnt að „markaðurinn“ virðist ekki geta leyst þetta vandamál, og því þurfum við að nálgast vandann úr nýjum áttum og á félagslegum forsendum. Hluti af lausninni er húsnæðissamvinnufélög, sem rekin eru í þágu almennings og bjóða öruggt leigu- og kaupleiguhúsnæði fyrir einstaklinga og fjölskyldur á sanngjörnum kjörum. Þau gætu orðið mikilvæg viðbót við það sem nú býðst á íslenskum húsnæðismarkaði. Mikið hefur verið talað en minna hefur verið gert. Ljóst er að það þarf sameiginlegt átak ríkis, sveitarfélaga, leigufélaga, lífeyrissjóða og lánastofnana til að hugmyndir um stórfellda uppbyggingu leigumarkaðar geti orðið að veruleika.Engan pilsfaldakapítalisma Markaðurinn hefur ekki svör við öllum þeim vanda sem blasir við íslensku samfélagi. Í stað þess að borgin byði einkaaðilum lóðir til uppbyggingar leigufélaga á útsöluprís – og tryggði þannig hagnað verktaka og fasteignafélaga á kostnað almennings – ætti borgin að setja hagsmuni íbúanna í forgang. Reykjavíkurborg getur orðið hluthafi í nýjum leigufélögum gegn því að úthluta ákveðnu hlutfalli félagslegra íbúða inn í félögin. Þannig mætti vinna bug á biðlistum eftir félagslegu húsnæði og tryggja félagslega blöndun byggðar.Félagslegar lausnir En til þess að þessar hugmyndir geti orðið að veruleika þarf áframhaldandi aðkomu Vinstri grænna. Við höfum kjark og þor til að hugsa út fyrir rammann og tryggja það að uppbygging leigumarkaðar verði á félagslegum forsendum í formi húsnæðissamvinnufélaga og búseturéttaríbúða. Það er margsannað að ofuráhersla íslenskra stjórnvalda á séreignarkerfið er löngu úr sér gengin. Með sameiginlegu átaki getum við leyst þann húsnæðisvanda sem nú blasir við í borginni.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun