Geir: Milljarðurinn breytir ekki landslagi íslenskrar knattspyrnu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. apríl 2015 15:36 365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
365 miðlar hf. og Knattspyrnusamband Íslands undirrituðu í dag stærsta samning sem gerður hefur verið um sýningarrétt frá leikjum á mótum á vegum KSÍ. Samningurinn gildir frá 2016 til 2021, yfir sex keppnistímabil. „Þetta er stærsti samningur sem hefur verið gerður um sýningarrétt á íslenskri knattspyrnu,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Tekjurnar munu rennt beint til okkar aðildarfélag, þó aðallega til félaga okkar í efstu deild. Það er hátt í milljarður á sex ára tímabili.“ Fyrirtæki að nafni Sport 5 hafði umboð um að selja réttinn fyrir hönd KSÍ síðan 1998 en þessi samningur er gerður milliliðalaust. „365 hafði samband við okkur eftir að hafa fengið tilboð frá Sport 5 og þegar ljóst var að þeir myndu mæta okkar kröfum lá beinast við að gera þetta með þessum hætti.“ Samningurinn opnar á þann möguleika að 365 sýni beint frá öllum leikjum efstu deildar karla, 132 talsins, þegar nýi samningurinn tekur gildi. Geir fagnaði því. „Ég tel að það muni breyta miklu, ekki síst varðandi sýnileika og verðmæti deildarinnar. Það er mikið markaðsstarf innan félaganna og skiptir þau gríðarlega miklu máli að þeirra leikir séu sýnilegir í sjónvarpi.“ „Þetta setur alla á sama stað og gefur öllum stuðningsmönnum tækifæri á að sjá alla leiki með sínu liði. Það hljóta að vera margir sem hafa áhuga á að fá slíkan aðgang.“ Geir telur ekki að tekjurnar sem íslensk félög fá vegna samningsins muni breyta landslagi íslenskrar knattspyrnu. „Nei. En þetta rennir styrkum stoðum undir afreksstarf félaganna. Þetta er líka mikil viðurkenning því við höfum aldrei fengið slíkar upphæðar áður.“ „Íslensk knattspyrnufélög hafa styrkst verulega á síðustu árum og margir leikmenn æfa eins og atvinnumenn á stórum hluta ársins. Allt umhverfið hefur styrkst og hefur knattspyrnan forskot á aðrar íþróttagreinar hvað það varðar. Það mun aðeins aukast með þessum samningi.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Íslenskur fótbolti á Stöð 2 Sport til 2021 365 miðlar hafa tryggt sér sýningarrétt frá öllum helstu mótum KSÍ frá 2016 til 2021. 24. apríl 2015 13:15
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti