Þetta er fyrsti sigur Víkinga á Keflavík suður með sjó í 32 ár, en síðast unnu Víkingar lið Keflavíkur, eða ÍBK, á útivelli 13. ágúst 1983.
Þórður Marelsson og Ólafur Ólafsson, núverandi íþróttastjóri Víkings og þjálfari 2. flokks félagsins, skoruðu mörk Víkinga í þeim leik en Óli Þór Magnússon mark Keflavíkur.
Fyrir þann sigur fengu Víkingar aðeins tvö stig, en þriggja stiga reglan var ekki tekin upp fyrir en ári síðar. Víkingar höfðu því fyrir gærkvöldið aldrei fengið þrjú stig í Keflavík.
Víkingar voru ríkjandi meistarar eftir að vinna 1. deildina annað árið í röð 1982, en þetta tímabil var liðið í harðri fallbaráttu og var stigi frá því að falla niður um deild.
Keflavík hefur haft gott tak á Víkingum á heimavelli sínum og vann ellefu heimaleiki í röð í efstu og næstefstu deild gegn Víkingum áður en kom að tapinu í gær.
Síðustu 13 leikir Keflavíkur og Víkings í Keflavík:
04.10.14: Keflavík - Víkingur 2-0
11.07.11: Keflavík - Víkingur 2-1
16.09.07: Keflavík - Víkingur 0-0
19.05.06: Keflavík - Víkingur 2-1
07.06.04: Keflavík - Víkingur 1-0
13.09.03: Keflavík - Víkingur 0-0
22.07.99: Keflavík - Víkingur 3-2
25.09.93: Keflavík - Víkingur 3-2
02.09.89: Keflavík - Víkingur 3-2
24.09.88: Keflavík - Víkingur 3-1
07.07.85: Keflavík - Víkingur 3-1
01.07.84: Keflavík - Víkingur 3-1
13.08.83: Keflavík - Víkingur 1-2
