Boðar nýja stefnu í fíkniefnamálum á opnum fundi í HÍ Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2015 11:34 Ruth Dreifuss flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. Vísir/AFP Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, fundaði í gær með ráðherrum og háttsettum embættismönnum um stefnuna í fíkniefnamálum. Hún segir stríðið gegn fíkniefnum algerlega tapað og það valdi meiri skaða í samfélögum heimsins en fíkniefnin sjálf. Ruth Dreifuss er í hópi rúmlega tuttugu sendiboða alþjóðlegrar hugveitu sem heitir Global Commission on Drug Policy, eða alþjóðanefnd um stefnuna í fíkniefnamálum. En í nefndinni sitja fjölmargir meðal annars Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ráðherrar og leiðtogar í atvinnulífi eins og Richard Branson, eigandi Virgin. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, aðstoðar nefndina vegna komu Dreifuss til Íslands, en hún kemur hingað að frumkvæði nefndarinnar. Reyndar átti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Noregs, að koma með Dreifuss en hann forfallaðist. Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinar segir heimsókn Dreifuss hafa heppanst vel, en hún byrjaði gærdaginn á fundi með Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í gærmorgun. „Í gær hitti hún einnig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra ásamt fjölda embættismanna úr ráðuneytunum auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Síðast en ekki síst var hún heiðursgestur á fyrstu opnu samkomu nýstofnaðra samtaka um skaðaminnkun, Frú Laufeyjar,“ segir Pétur. Dreifuss byrjaði reyndar heimsókn sína með því að mæta í ítarlegt viðtal við Heimi Má í Íslandi í dag á fimmtudag en það viðtal má sjá að neðan. Þegar Dreifuss varð innanríkisráðherra Sviss árið 1993 blasti við henni mikill fíkniefnavandi í mörgum helstu borgum landsins og beitti hún sér fyrir byltingarkenndum breytingum á stefnunni í þessum málum með samvinnu við neytendurna sjálfa, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu landsins. Hún flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. „Eftir fyrirlesturinn verður pallborð þar sem með Dreifuss verða Dr. Helgi Gunnlaugsson, Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður sérstakrar nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun á stefnunni í fíkniefnamálum,“ segir Pétur Þorsteinsson. Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Ruth Dreifuss, fyrrverandi innanríkisráðherra og forseti Sviss, fundaði í gær með ráðherrum og háttsettum embættismönnum um stefnuna í fíkniefnamálum. Hún segir stríðið gegn fíkniefnum algerlega tapað og það valdi meiri skaða í samfélögum heimsins en fíkniefnin sjálf. Ruth Dreifuss er í hópi rúmlega tuttugu sendiboða alþjóðlegrar hugveitu sem heitir Global Commission on Drug Policy, eða alþjóðanefnd um stefnuna í fíkniefnamálum. En í nefndinni sitja fjölmargir meðal annars Kofi Annan fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fyrrverandi þjóðarleiðtogar, ráðherrar og leiðtogar í atvinnulífi eins og Richard Branson, eigandi Virgin. Snarrótin, samtök um borgaraleg réttindi, aðstoðar nefndina vegna komu Dreifuss til Íslands, en hún kemur hingað að frumkvæði nefndarinnar. Reyndar átti Thorvald Stoltenberg, fyrrverandi varnarmála- og utanríkisráðherra Noregs, að koma með Dreifuss en hann forfallaðist. Pétur Þorsteinsson formaður Snarrótarinar segir heimsókn Dreifuss hafa heppanst vel, en hún byrjaði gærdaginn á fundi með Einari K. Guðfinnssyni forseta Alþingis í gærmorgun. „Í gær hitti hún einnig Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra ásamt fjölda embættismanna úr ráðuneytunum auk háttsettra embættismanna í utanríkisráðuneytinu. Síðast en ekki síst var hún heiðursgestur á fyrstu opnu samkomu nýstofnaðra samtaka um skaðaminnkun, Frú Laufeyjar,“ segir Pétur. Dreifuss byrjaði reyndar heimsókn sína með því að mæta í ítarlegt viðtal við Heimi Má í Íslandi í dag á fimmtudag en það viðtal má sjá að neðan. Þegar Dreifuss varð innanríkisráðherra Sviss árið 1993 blasti við henni mikill fíkniefnavandi í mörgum helstu borgum landsins og beitti hún sér fyrir byltingarkenndum breytingum á stefnunni í þessum málum með samvinnu við neytendurna sjálfa, lögregluna, heilbrigðisyfirvöld og félagsþjónustu landsins. Hún flytur fyrirlestur sem öllum er opinn í stofu 101 í Odda Háskóla Íslands klukkan 13 í dag. „Eftir fyrirlesturinn verður pallborð þar sem með Dreifuss verða Dr. Helgi Gunnlaugsson, Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir og Borgar Þór Einarsson, formaður sérstakrar nefndar heilbrigðisráðherra um endurskoðun á stefnunni í fíkniefnamálum,“ segir Pétur Þorsteinsson.
Alþingi Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira